Innlent

Dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir kynferðisofbeldi gegn þremur stúlkum

Vestmannaeyjar.
Vestmannaeyjar.
Karlmaður frá Vestmannaeyjum var dæmdur í sjö ára langt fangelsi í Héraðsdómi Suðurlands í dag fyrir gróf kynferðisafbrot gegn þremur stúlkum á aldrinum sjö til ellefu ára.

Maðurinn tók meðal annars kynferðisbrotin upp á myndband en hann er einnig sakfelldur fyrir að hafa haft rúmlega átta þúsund barnaklámsmyndir í tölvunni sinni og yfir sex hundruð hreyfimyndaskeið.

Manninum er einnig gert að greiða stúlkunum alls 4,2 milljónir króna í miskabætur.

Mál mannsins komst í fréttirnar fyrr á árinu þegar í ljós kom að hann sætti ekki gæsluvarðhaldi en sýslumaðurinn á Selfossi gerði aldrei kröfu um slíkt. Hann var síðar hnepptur í gæsluvarðhald.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×