Fleiri fréttir Koma úr Reykjavík til að kaupa eina röð "Það er búið að vera brjálað að gera og mikið um að fólk sé að koma og kaupa eina röð," segir Líney Ragnarsdóttir, rekstrarstjóri Jolla í Hafnarfirði. 21.9.2011 14:27 Ók á brugghús undir áhrifum fíkniefna Karlmaður ók á brugghús Víkings á Akureyri seint í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri var maðurinn að taka fram úr annarri bifreið þegar hann missti stjórn á bílnum. 21.9.2011 14:24 Kristni í lagi meðan fólk fer ekki í kirkju "Staðreyndin er sú að málflutningur á borð við þann sem Friðrik stendur fyrir veldur því að samkynhneigð ungmenni jafnt á Íslandi sem um heim allan líða miklar kvalir og í versta falli fremja sjálfsmorð því einhver prestur segir þeim að tilfinningarnar sem þau eru að upplifa séu ekki Guði þóknanlegar. Það eru þung og erfið skilaboð fyrir óharðnaða unglinga,“ skrifar Guðmundur Helgason, formaður samtaka 78´, og svarar grein sem Friðrik Schram, prestur Kristskirkjunnar í Reykjavík, ritað og birti í Fréttablaðinu og á Vísi í gær. 21.9.2011 13:45 Aldrei fleiri horft á Two and a Half Men Talið er að um 30 milljónir Bandaríkjamanna hafi horft á síðasta þátt af gamanþættinum Two and a Half Men sem er mesti fjöldi frá því að þættirnir hófu göngu sína árið 2003. 21.9.2011 13:00 Veiða ólöglega og vonast til að lenda fyrir dómi Tugum smábáta verður siglt á næstu vikum og munu þeir veiða án kvóta í mótmælaskyni. Formælandi sjómannana segist vonast til þess að bátarnir verði sviptir veiðileyfi sínu svo hægt sé að höfða mál til að breyta framkvæmd laga um stjórn fiskveiða. 21.9.2011 12:24 Kannast þú við tölurnar 2-9-16-17-38-42? "Við höfum áhyggjur af því að sá sem vann hafi hent miðanum sínum og því hvet ég alla til að skoða miðana sína," segir Stefán Konráðsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar Getspá. 21.9.2011 11:03 Ísland vinsælt í hinsegin ritum Öll helstu alþjóðlegu tímarit samkynhneigðra beina sjónum að Íslandi um þessar mundir. Landinu er lýst sem ákjósanlegum áfangastað fyrir hinsegin fólk og athygli vakin á náttúru og fjölbreyttri afþreyingu. 21.9.2011 11:00 Jón Ásgeir búinn að stefna Birni og vill um miljón í miskabætur Birni Bjarnasyni hefur verið afhent stefna vegna meintra meiðyrða í garð Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, sem birtust í bók Björns, Rosabaugur. 21.9.2011 10:59 Nýtt Facebook kynnt á morgun - miklar breytingar í vændum Facebook mun gjörbreyta viðmóti síðunnar í þessari viku. Sumir íslenskir notendur hafa nú þegar tekið eftir einhverjum breytingum en samkvæmt heimildum erlendra fjölmiðla mun stærsta breytingin verða gerð á morgun. 21.9.2011 10:35 Fellibylurinn Roke ógnar Fukushima Fellibylurinn Roke stefnir nú að japönsku borginni Fukushima sem varð afar illa úti í jarðskálftanum og flóðbylgjunni sem fylgdi í kjölfarið í mars síðastliðnum. Gríðarlegar rigningar fylgja fellibylnum og óttast menn að geislavirk efni gætu borist út í sjó þegar stormurinn skellur á kjarnorkuveri borgarinnar sem enn er laskað eftir flóðbylgjuna. 21.9.2011 10:21 Gröfumaður lokaði óvart metan-afgreiðslustöðum Gröfumaður sleit í sundur raflögn í gærdag sem varð til þess að viðskiptavinir bensínstöðvarinnar gátu ekki dælt metan eldsneyti á bíla sína. Í kjölfarið þurfti fyrirtækið að leggjast í lagfæringar til þess að opna metanstöðvarnar á ný. 21.9.2011 10:02 Umferðarljós tengd - en sjóndaprir ökumenn óku full hratt Betur gekk en áætlað var að endurnýja og tengja umferðarljós á gatnamótum Stekkjarbakka, Skógarsels og Breiðholtsbrautar, en þeirri vinnu lauk í gærkvöldi samkvæmt tilkynningu frá borginni. 21.9.2011 09:38 Fundu 35 lík úti á götu í Mexíkó Að minnsta kosti 35 lík fundust í vegarkanti í gær í mexíkanska ríkinu Verakruz. Líkin fundust í tveimur flutningabílum sem lagt hafði verið nálægt verslunarmiðstöð í borginni Boca del Rio. Búið er að bera kennsl á sjö líkann og er þar um að ræða menn sem hafa langar sakaskrár. Enn er þó allt á huldu um hver stóð að baki morðunum. 21.9.2011 08:58 Fyrrverandi forseti Afganistans myrtur Afganski stjórnmálamaðurinn Burhanuddin Rabbani sem um tíma var forseti landsins var myrtur á heimili sínu í gærkvöldi þegar tveir menn fóru inn til hans og sprengdi sig í loft upp. 21.9.2011 08:08 Obama hittir Abbas í dag Barack Obama Bandaríkjaforseti ætlar í dag að hitta Mahmoud Abbas á fundi í New York en þar stendur nú yfir allsherjarþing sameinuðu þjóðanna. Palestínumenn ætla á föstudaginn kemur að sækja um fulla aðild að Sameinuðu þjóðunum en Bandaríkjamenn hafa þegar lýst því yfir að þeir muni neita slíkri beiðni í Öryggisráðinu. Nú keppast menn við að reyna að koma í veg fyrir að til þess þurfi að koma að Bandaríkjamenn beiti neitunarvaldi og á meðal hugmynda sem ræddar hafa verið er að Abbas leggi formlegt bréf fyrir Öryggisráðið þar sem þess er óskað að ríkið verði viðurkennt sem fullgildur meðlimur. Með því að senda bréf þyrfti öryggisráðið ekki að greiða atkvæði um tillöguna heldur aðeins að ræða hana. 21.9.2011 07:57 Reyndu að flýja undan lögreglunni - óku á 130 kílómetra hraða Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu veitti tveimur mönnum eftirför í nótt. Komið var að mönnunum þar sem þeir voru að reyna að brjótast inn í fjölbýlishú í Breiðholti um klukkan þrjú. Mennirnir forðuðu sér á bíl og elti lögreglan. 21.9.2011 07:05 Faldar myndavélar á snyrtingum Bandarískur karlmaður hefur stefnt Starbucks kaffihúsakeðjunni vinsælu. Ástæðan er sú að fimm ára gömul dóttir hans fann falda myndatökuvél á snyrtingu á einu kaffihúsanna í Washington. 21.9.2011 07:00 Gögnum um þrotabú safnað ESA, eftirlitsstofnun EFTA, féllst á þá röksemd íslenskra stjórnvalda að bíða eftir gögnum, sem varða þrotabú Landsbankans, áður en ákvörðun yrði tekin í Icesave-málinu. 21.9.2011 07:00 Hrefnuveiðiskip verði útilokuð frá Faxaflóa „Það er ekki hlustað á okkur og hrefnuveiðarnar í Faxaflóa stöðvaðar þó að við séum grenjandi af áhyggjum,“ segir Vignir Sigursveinsson, forsvarsmaður hvalaskoðunarfyrirtækisins Eldingar í Reykjavík. 21.9.2011 06:00 Strandveiðimenn læri rétta meðferð á afla „Við skynjuðum það á bryggjunni þegar við vorum að gera þessar mælingar að vilji er til að gera rétt, en oft skortir þekkinguna. Menn átta sig kannski ekki á því en margir hafa gott af smá kennslu í réttri aflameðferð og örverufræði,“ segir Jónas R. Viðarsson, fagstjóri Matís. 21.9.2011 04:00 Kvótalaus skip lönduðu í gær Nokkrir smábátar útgerða sem eru í Samtökum íslenskra fiskimanna héldu til veiða í gær þrátt yfir að hafa ekki útgefnar aflaheimildir. Meðal annars var róið frá Hólmavík, Kópavogi og Sandgerði. Fulltrúar Fiskistofu fylgdust með þegar afla úr einum bátanna var landað í Kópavogi. 21.9.2011 04:00 Rafrænt eftirlit talið spara 10 til 15 pláss Gera má ráð fyrir að um tíu til fimmtán fangelsisrými sparist á ári hverju með rýmkun samfélagsþjónustu og upptöku rafræns eftirlits með föngum í afplánun. Þetta segir Páll E. Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar. 21.9.2011 03:30 Herlífið gekk sinn vanagang Innan Bandaríkjahers kipptu sér fáir upp við að samkynhneigðum hermönnum væri á hádegi í gær loksins leyft að tala opinskátt um kynhneigð sína, þrátt fyrir margra ára deilur um afnám lygakvaðar þeirra. 21.9.2011 03:15 Ísland vinsælt í hinsegin ritum Helstu alþjóðlegu tímarit samkynhneigðra beina nú sjónum að Íslandi. Landinu er lýst sem ákjósanlegum áfangastað meðal annars sökum þess hversu langt á veg réttindabaráttan er komin og höfuðborgin og náttúran hafin upp til skýjanna. 21.9.2011 05:00 Sextánhundruð heimili eyðilögðust í eldum Nærri sextánhundruð heimili eyðilögðust í eldum í miðhluta Texasfylkis í Bandaríkjunum í mánuðinum. Yfirvöld telja að upphaf eldanna megi rekja til þess að tré hafi fallið á rafmagnslínur. 20.9.2011 23:33 Óvíst hverjir bjóða sig fram fyrir Besta flokkinn Heiða Kristín Helgadóttir, framkvæmdastjóri Besta flokksins, hefur fyrir hönd flokksins unnið að stofnun nýs framboðs til Alþingis með Guðmundi Steingrímssyni þingmanni. Hún segir ekki liggja fyrir nein nöfn á fólki sem mun bjóða sig fram fyrir hönd flokksins. 20.9.2011 22:25 Guðmundur Steingrímsson og Besti flokkurinn undirbúa þingframboð Guðmundur Steingrímsson og Besti flokkurinn ætla að bjóða fram saman í næstu þingkosningum. Guðmundur Steingrímsson staðfesti þetta í samtali við RÚV í kvöld. Hann segir að menn hafi verið að hittast að undanförnu og tala saman. 20.9.2011 22:06 Meira en milljón Japana flýr heimili sín Meira en milljón manns í miðhluta Japan hefur ýmist verið ráðlagt, eða skipað, að yfirgefa heimili sín vegna fellibyljarins Roke sem er að nálgast landið. 20.9.2011 21:46 Bygging hrundi á strætisvagn Betur fór en á horfðist þegar bygging á mótum 125. strætis og St. Nicholas breiðgötu í Harlem í New York hrundi á strætisvagn í dag. Þrettán manns, þar á meðal tveir lögregluþjónar, voru fluttir á sjúkrahús þar sem gert var að minniháttar sárum sem þeir hlutu. 20.9.2011 21:27 Vísað af veitingastöðum fyrir að gefa brjóst Viðhorf gagnvart brjóstagjöf á almannafæri hér á landi virðist hafa versnað síðustu ár segir einn skipuleggjandi brjóstagjafarviku. Dæmi eru um að konum hafi verið vísað út af veitingastöðum fyrir það eitt að gefa brjóst. 20.9.2011 21:08 Samkynhneigðir bjóða Friðriki í heimsókn Prestur íslensku krists-kirkjunnar í Reykjavík segir kynlíf einstaklinga af sama kyni vera rangt. Formaður Samtakanna 78 segir prestinn breiða út fordóma og skorar á hann að kíkja í heimsókn og fræðast. 20.9.2011 20:54 Hollywoodstjarna handtekin Hollywoodleikarinn Tom Sizemore, sem lék í myndunum Saving Private Ryan og Black Hawk Down, var handtekinn í Los Angeles í dag. 20.9.2011 20:29 Vilja ekki fjölga borgarfulltrúum Sjálfstæðismenn í borgarstjórn telja óþarft að fjölga borgarfulltrúum líkt og gert er ráð fyrir í lagafrumvarpi sem samþykkt voru á Alþingi þann 17. september. Borgarfulltrúar sjálfstæðisflokksins óskuðu í dag eftir sérstakri umræðu um frumvarpið. Samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir að borgarfulltrúum verði fjölgað úr 15 í 23-31. 20.9.2011 20:26 Synti með selunum í Húsdýragarðinum Selirnir í Húsdýragarðinum fengu óvænta heimsókn í dag þegar róðrarkappinn Fiann Paul gerði sér lítið fyrir og fékk sér sundsprett í tjörninni þeirra. Uppátækinu var meðal annars ætlað að undirbúa hann fyrir samveru með mun hættulegri dýrum. 20.9.2011 19:09 Dæmdur á skilorð fyrir að hóta Piu Fimmtán ára gamall piltur var dæmdur í skilorðsbundið fangelsi í Danmörku í dag fyrir að birta hótanir, í garð Pia Kjærsgard formanns Danska Þjóðaflokksins, á Facebook. 20.9.2011 18:30 Vilja Torfajökulssvæðið á minjaskrá UNESCO Torfajökulssvæðinu verður bætt á yfirlitsskrá Íslands með tilnefningu til heimsminjaskrár UNESCO í huga, samkvæmt tillögu sem samþykkt var á ríkisstjórnarfundi í morgun. 20.9.2011 18:03 Tekinn af lífi á fimmtudaginn Hinn 42 ára gamli Troy Davis verður tekinn af lífi með banvænni sprautu fangelsi í Georgíufylki aðfaranótt fimmtudagsins, gangi fyrirætlanir yfirvalda þar eftir. Hann var dæmdur sekur um morð í Svannah í Georgíu árið 1989. Aftökunni hefur verið frestað fjórum sinnum og það finnast ekki efnislega sannanir fyrir sekt hans. Amnesty International segjast óttast að verið sé að refsa röngum manni. 20.9.2011 17:41 Þjóðskrá fær alþjóðlega viðurkenningu Alþjóðasamtök sérfræðinga á sviði fasteignamats (The International Association of Assessing Officers - IAAO) veittu Þjóðskrá Íslands í dag æðstu viðurkenningu sína fyrir aðferðir og tæknilega vinnu við nýtt fasteignamat á Íslandi. Þetta var tilkynnt á ársþingi samtakanna, sem stendur yfir í Phoenix í Arizona í Bandaríkjunum. Þjóðskrá deildi viðurkenningunni með matsstofnun í Seattle í Bandaríkjunum. 20.9.2011 16:59 Álfheiður og Siv kjörnar formenn í Norðulandaráði Álfheiður Ingadóttir og Siv Friðleifsdóttir voru í dag kjörnar formenn í norrænum flokkahópum sínum í Norðurlandaráði í Osló. 20.9.2011 16:40 Karlmaður um sjötugt stunginn í miðborginni Karl um sjötugt var stunginn með hnífi í húsi miðborginni síðdegis í gær. Árásarmaðurinn, sem er nokkru yngri, var handtekinn af lögreglunni á staðnum og vísaði sá á hnífinn, sem var haldlagður. Sá sem var stunginn var fluttur á slysadeild til aðhlynningar en meiðsli hans voru ekki talin ekki alvarleg. 20.9.2011 16:36 Skákeinvígi aldarinnar fagnað í Reykjavík Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í dag með öllum greiddum atkvæðum tillögu að þess verði minnst á næsta ári að þá verða fjörutíu ár liðin frá heimsmeistaraeinvíginu í skák milli Bobby Ficher og Boris Spassky, sem hefur verið nefnt mesta skákeinvígi síðustu aldar. Einvígið fór fram 1. júlí til 3. september 1972 í Reykjavík. Samþykkt var að efnt verði til sérstakrar afmælisdagskrár og sýningarhalds af þessu tilefni. Í greinargerð tillögunnar segir a það sé vel við hæfi að halda minningunni á lofti og stuðla að því að það geti orðið íþróttinni hérlendis lyftistöng. 20.9.2011 16:27 Gert að greiða ríkisstarfsmanni milljónir vegna starfslokasamnings Íslenska ríkinu er gert að greiða fyrrverandi varðstjóra öryggisdeildar á Keflavíkurflugvelli 2,6 milljónir króna samkvæmt starfslokasamningi sem varðstjórinn gerði við þáverandi stjórnanda öryggisdeildarinnar árið 2008. 20.9.2011 16:13 Rauf skilorð Karlmaður á fertugsaldri hefur verið dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir að hafa í júlí á síðasta ári haft í vörslum sínum þrjátíu og sjö kannabisplöntur. Maðurinn var í febrúar 2009 dæmdur í þriggja mánaða fangelsi, skilorðsbundið í tvö ár, fyrir hótanir, brot gegn valdstjórninni og vopnalagabrot. Hann rauf því skilorð og verður því skilorðsdómurinn tekinn upp. Maðurinn játaði brot sitt fyrir dómara. 20.9.2011 15:55 Sigmundur Ernir vill ekki styrkja Kristskirkju: „Heyr á endemi“ Þingmaður Samfylkingarinnar, Sigmundur Ernir Rúnarsson, telur það vera rétta ákvörðun hjá Reykjavíkurborg að styrkja ekki Kristskirkjuna í Reykjavík, vegna viðhorfa söfnuðarins til samkynhneigðar. 20.9.2011 15:21 Geymdi lík frænku sinnar í frysti til að fá ellilífeyrinn Fjörutíu og sjö ára gamall karlmaður frá bænum Neuhofen í Austurríki hefur játað að hafa geymt lík gamallar frænku sinnar í frysti í marga mánuði. 20.9.2011 14:45 Sjá næstu 50 fréttir
Koma úr Reykjavík til að kaupa eina röð "Það er búið að vera brjálað að gera og mikið um að fólk sé að koma og kaupa eina röð," segir Líney Ragnarsdóttir, rekstrarstjóri Jolla í Hafnarfirði. 21.9.2011 14:27
Ók á brugghús undir áhrifum fíkniefna Karlmaður ók á brugghús Víkings á Akureyri seint í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri var maðurinn að taka fram úr annarri bifreið þegar hann missti stjórn á bílnum. 21.9.2011 14:24
Kristni í lagi meðan fólk fer ekki í kirkju "Staðreyndin er sú að málflutningur á borð við þann sem Friðrik stendur fyrir veldur því að samkynhneigð ungmenni jafnt á Íslandi sem um heim allan líða miklar kvalir og í versta falli fremja sjálfsmorð því einhver prestur segir þeim að tilfinningarnar sem þau eru að upplifa séu ekki Guði þóknanlegar. Það eru þung og erfið skilaboð fyrir óharðnaða unglinga,“ skrifar Guðmundur Helgason, formaður samtaka 78´, og svarar grein sem Friðrik Schram, prestur Kristskirkjunnar í Reykjavík, ritað og birti í Fréttablaðinu og á Vísi í gær. 21.9.2011 13:45
Aldrei fleiri horft á Two and a Half Men Talið er að um 30 milljónir Bandaríkjamanna hafi horft á síðasta þátt af gamanþættinum Two and a Half Men sem er mesti fjöldi frá því að þættirnir hófu göngu sína árið 2003. 21.9.2011 13:00
Veiða ólöglega og vonast til að lenda fyrir dómi Tugum smábáta verður siglt á næstu vikum og munu þeir veiða án kvóta í mótmælaskyni. Formælandi sjómannana segist vonast til þess að bátarnir verði sviptir veiðileyfi sínu svo hægt sé að höfða mál til að breyta framkvæmd laga um stjórn fiskveiða. 21.9.2011 12:24
Kannast þú við tölurnar 2-9-16-17-38-42? "Við höfum áhyggjur af því að sá sem vann hafi hent miðanum sínum og því hvet ég alla til að skoða miðana sína," segir Stefán Konráðsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar Getspá. 21.9.2011 11:03
Ísland vinsælt í hinsegin ritum Öll helstu alþjóðlegu tímarit samkynhneigðra beina sjónum að Íslandi um þessar mundir. Landinu er lýst sem ákjósanlegum áfangastað fyrir hinsegin fólk og athygli vakin á náttúru og fjölbreyttri afþreyingu. 21.9.2011 11:00
Jón Ásgeir búinn að stefna Birni og vill um miljón í miskabætur Birni Bjarnasyni hefur verið afhent stefna vegna meintra meiðyrða í garð Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, sem birtust í bók Björns, Rosabaugur. 21.9.2011 10:59
Nýtt Facebook kynnt á morgun - miklar breytingar í vændum Facebook mun gjörbreyta viðmóti síðunnar í þessari viku. Sumir íslenskir notendur hafa nú þegar tekið eftir einhverjum breytingum en samkvæmt heimildum erlendra fjölmiðla mun stærsta breytingin verða gerð á morgun. 21.9.2011 10:35
Fellibylurinn Roke ógnar Fukushima Fellibylurinn Roke stefnir nú að japönsku borginni Fukushima sem varð afar illa úti í jarðskálftanum og flóðbylgjunni sem fylgdi í kjölfarið í mars síðastliðnum. Gríðarlegar rigningar fylgja fellibylnum og óttast menn að geislavirk efni gætu borist út í sjó þegar stormurinn skellur á kjarnorkuveri borgarinnar sem enn er laskað eftir flóðbylgjuna. 21.9.2011 10:21
Gröfumaður lokaði óvart metan-afgreiðslustöðum Gröfumaður sleit í sundur raflögn í gærdag sem varð til þess að viðskiptavinir bensínstöðvarinnar gátu ekki dælt metan eldsneyti á bíla sína. Í kjölfarið þurfti fyrirtækið að leggjast í lagfæringar til þess að opna metanstöðvarnar á ný. 21.9.2011 10:02
Umferðarljós tengd - en sjóndaprir ökumenn óku full hratt Betur gekk en áætlað var að endurnýja og tengja umferðarljós á gatnamótum Stekkjarbakka, Skógarsels og Breiðholtsbrautar, en þeirri vinnu lauk í gærkvöldi samkvæmt tilkynningu frá borginni. 21.9.2011 09:38
Fundu 35 lík úti á götu í Mexíkó Að minnsta kosti 35 lík fundust í vegarkanti í gær í mexíkanska ríkinu Verakruz. Líkin fundust í tveimur flutningabílum sem lagt hafði verið nálægt verslunarmiðstöð í borginni Boca del Rio. Búið er að bera kennsl á sjö líkann og er þar um að ræða menn sem hafa langar sakaskrár. Enn er þó allt á huldu um hver stóð að baki morðunum. 21.9.2011 08:58
Fyrrverandi forseti Afganistans myrtur Afganski stjórnmálamaðurinn Burhanuddin Rabbani sem um tíma var forseti landsins var myrtur á heimili sínu í gærkvöldi þegar tveir menn fóru inn til hans og sprengdi sig í loft upp. 21.9.2011 08:08
Obama hittir Abbas í dag Barack Obama Bandaríkjaforseti ætlar í dag að hitta Mahmoud Abbas á fundi í New York en þar stendur nú yfir allsherjarþing sameinuðu þjóðanna. Palestínumenn ætla á föstudaginn kemur að sækja um fulla aðild að Sameinuðu þjóðunum en Bandaríkjamenn hafa þegar lýst því yfir að þeir muni neita slíkri beiðni í Öryggisráðinu. Nú keppast menn við að reyna að koma í veg fyrir að til þess þurfi að koma að Bandaríkjamenn beiti neitunarvaldi og á meðal hugmynda sem ræddar hafa verið er að Abbas leggi formlegt bréf fyrir Öryggisráðið þar sem þess er óskað að ríkið verði viðurkennt sem fullgildur meðlimur. Með því að senda bréf þyrfti öryggisráðið ekki að greiða atkvæði um tillöguna heldur aðeins að ræða hana. 21.9.2011 07:57
Reyndu að flýja undan lögreglunni - óku á 130 kílómetra hraða Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu veitti tveimur mönnum eftirför í nótt. Komið var að mönnunum þar sem þeir voru að reyna að brjótast inn í fjölbýlishú í Breiðholti um klukkan þrjú. Mennirnir forðuðu sér á bíl og elti lögreglan. 21.9.2011 07:05
Faldar myndavélar á snyrtingum Bandarískur karlmaður hefur stefnt Starbucks kaffihúsakeðjunni vinsælu. Ástæðan er sú að fimm ára gömul dóttir hans fann falda myndatökuvél á snyrtingu á einu kaffihúsanna í Washington. 21.9.2011 07:00
Gögnum um þrotabú safnað ESA, eftirlitsstofnun EFTA, féllst á þá röksemd íslenskra stjórnvalda að bíða eftir gögnum, sem varða þrotabú Landsbankans, áður en ákvörðun yrði tekin í Icesave-málinu. 21.9.2011 07:00
Hrefnuveiðiskip verði útilokuð frá Faxaflóa „Það er ekki hlustað á okkur og hrefnuveiðarnar í Faxaflóa stöðvaðar þó að við séum grenjandi af áhyggjum,“ segir Vignir Sigursveinsson, forsvarsmaður hvalaskoðunarfyrirtækisins Eldingar í Reykjavík. 21.9.2011 06:00
Strandveiðimenn læri rétta meðferð á afla „Við skynjuðum það á bryggjunni þegar við vorum að gera þessar mælingar að vilji er til að gera rétt, en oft skortir þekkinguna. Menn átta sig kannski ekki á því en margir hafa gott af smá kennslu í réttri aflameðferð og örverufræði,“ segir Jónas R. Viðarsson, fagstjóri Matís. 21.9.2011 04:00
Kvótalaus skip lönduðu í gær Nokkrir smábátar útgerða sem eru í Samtökum íslenskra fiskimanna héldu til veiða í gær þrátt yfir að hafa ekki útgefnar aflaheimildir. Meðal annars var róið frá Hólmavík, Kópavogi og Sandgerði. Fulltrúar Fiskistofu fylgdust með þegar afla úr einum bátanna var landað í Kópavogi. 21.9.2011 04:00
Rafrænt eftirlit talið spara 10 til 15 pláss Gera má ráð fyrir að um tíu til fimmtán fangelsisrými sparist á ári hverju með rýmkun samfélagsþjónustu og upptöku rafræns eftirlits með föngum í afplánun. Þetta segir Páll E. Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar. 21.9.2011 03:30
Herlífið gekk sinn vanagang Innan Bandaríkjahers kipptu sér fáir upp við að samkynhneigðum hermönnum væri á hádegi í gær loksins leyft að tala opinskátt um kynhneigð sína, þrátt fyrir margra ára deilur um afnám lygakvaðar þeirra. 21.9.2011 03:15
Ísland vinsælt í hinsegin ritum Helstu alþjóðlegu tímarit samkynhneigðra beina nú sjónum að Íslandi. Landinu er lýst sem ákjósanlegum áfangastað meðal annars sökum þess hversu langt á veg réttindabaráttan er komin og höfuðborgin og náttúran hafin upp til skýjanna. 21.9.2011 05:00
Sextánhundruð heimili eyðilögðust í eldum Nærri sextánhundruð heimili eyðilögðust í eldum í miðhluta Texasfylkis í Bandaríkjunum í mánuðinum. Yfirvöld telja að upphaf eldanna megi rekja til þess að tré hafi fallið á rafmagnslínur. 20.9.2011 23:33
Óvíst hverjir bjóða sig fram fyrir Besta flokkinn Heiða Kristín Helgadóttir, framkvæmdastjóri Besta flokksins, hefur fyrir hönd flokksins unnið að stofnun nýs framboðs til Alþingis með Guðmundi Steingrímssyni þingmanni. Hún segir ekki liggja fyrir nein nöfn á fólki sem mun bjóða sig fram fyrir hönd flokksins. 20.9.2011 22:25
Guðmundur Steingrímsson og Besti flokkurinn undirbúa þingframboð Guðmundur Steingrímsson og Besti flokkurinn ætla að bjóða fram saman í næstu þingkosningum. Guðmundur Steingrímsson staðfesti þetta í samtali við RÚV í kvöld. Hann segir að menn hafi verið að hittast að undanförnu og tala saman. 20.9.2011 22:06
Meira en milljón Japana flýr heimili sín Meira en milljón manns í miðhluta Japan hefur ýmist verið ráðlagt, eða skipað, að yfirgefa heimili sín vegna fellibyljarins Roke sem er að nálgast landið. 20.9.2011 21:46
Bygging hrundi á strætisvagn Betur fór en á horfðist þegar bygging á mótum 125. strætis og St. Nicholas breiðgötu í Harlem í New York hrundi á strætisvagn í dag. Þrettán manns, þar á meðal tveir lögregluþjónar, voru fluttir á sjúkrahús þar sem gert var að minniháttar sárum sem þeir hlutu. 20.9.2011 21:27
Vísað af veitingastöðum fyrir að gefa brjóst Viðhorf gagnvart brjóstagjöf á almannafæri hér á landi virðist hafa versnað síðustu ár segir einn skipuleggjandi brjóstagjafarviku. Dæmi eru um að konum hafi verið vísað út af veitingastöðum fyrir það eitt að gefa brjóst. 20.9.2011 21:08
Samkynhneigðir bjóða Friðriki í heimsókn Prestur íslensku krists-kirkjunnar í Reykjavík segir kynlíf einstaklinga af sama kyni vera rangt. Formaður Samtakanna 78 segir prestinn breiða út fordóma og skorar á hann að kíkja í heimsókn og fræðast. 20.9.2011 20:54
Hollywoodstjarna handtekin Hollywoodleikarinn Tom Sizemore, sem lék í myndunum Saving Private Ryan og Black Hawk Down, var handtekinn í Los Angeles í dag. 20.9.2011 20:29
Vilja ekki fjölga borgarfulltrúum Sjálfstæðismenn í borgarstjórn telja óþarft að fjölga borgarfulltrúum líkt og gert er ráð fyrir í lagafrumvarpi sem samþykkt voru á Alþingi þann 17. september. Borgarfulltrúar sjálfstæðisflokksins óskuðu í dag eftir sérstakri umræðu um frumvarpið. Samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir að borgarfulltrúum verði fjölgað úr 15 í 23-31. 20.9.2011 20:26
Synti með selunum í Húsdýragarðinum Selirnir í Húsdýragarðinum fengu óvænta heimsókn í dag þegar róðrarkappinn Fiann Paul gerði sér lítið fyrir og fékk sér sundsprett í tjörninni þeirra. Uppátækinu var meðal annars ætlað að undirbúa hann fyrir samveru með mun hættulegri dýrum. 20.9.2011 19:09
Dæmdur á skilorð fyrir að hóta Piu Fimmtán ára gamall piltur var dæmdur í skilorðsbundið fangelsi í Danmörku í dag fyrir að birta hótanir, í garð Pia Kjærsgard formanns Danska Þjóðaflokksins, á Facebook. 20.9.2011 18:30
Vilja Torfajökulssvæðið á minjaskrá UNESCO Torfajökulssvæðinu verður bætt á yfirlitsskrá Íslands með tilnefningu til heimsminjaskrár UNESCO í huga, samkvæmt tillögu sem samþykkt var á ríkisstjórnarfundi í morgun. 20.9.2011 18:03
Tekinn af lífi á fimmtudaginn Hinn 42 ára gamli Troy Davis verður tekinn af lífi með banvænni sprautu fangelsi í Georgíufylki aðfaranótt fimmtudagsins, gangi fyrirætlanir yfirvalda þar eftir. Hann var dæmdur sekur um morð í Svannah í Georgíu árið 1989. Aftökunni hefur verið frestað fjórum sinnum og það finnast ekki efnislega sannanir fyrir sekt hans. Amnesty International segjast óttast að verið sé að refsa röngum manni. 20.9.2011 17:41
Þjóðskrá fær alþjóðlega viðurkenningu Alþjóðasamtök sérfræðinga á sviði fasteignamats (The International Association of Assessing Officers - IAAO) veittu Þjóðskrá Íslands í dag æðstu viðurkenningu sína fyrir aðferðir og tæknilega vinnu við nýtt fasteignamat á Íslandi. Þetta var tilkynnt á ársþingi samtakanna, sem stendur yfir í Phoenix í Arizona í Bandaríkjunum. Þjóðskrá deildi viðurkenningunni með matsstofnun í Seattle í Bandaríkjunum. 20.9.2011 16:59
Álfheiður og Siv kjörnar formenn í Norðulandaráði Álfheiður Ingadóttir og Siv Friðleifsdóttir voru í dag kjörnar formenn í norrænum flokkahópum sínum í Norðurlandaráði í Osló. 20.9.2011 16:40
Karlmaður um sjötugt stunginn í miðborginni Karl um sjötugt var stunginn með hnífi í húsi miðborginni síðdegis í gær. Árásarmaðurinn, sem er nokkru yngri, var handtekinn af lögreglunni á staðnum og vísaði sá á hnífinn, sem var haldlagður. Sá sem var stunginn var fluttur á slysadeild til aðhlynningar en meiðsli hans voru ekki talin ekki alvarleg. 20.9.2011 16:36
Skákeinvígi aldarinnar fagnað í Reykjavík Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í dag með öllum greiddum atkvæðum tillögu að þess verði minnst á næsta ári að þá verða fjörutíu ár liðin frá heimsmeistaraeinvíginu í skák milli Bobby Ficher og Boris Spassky, sem hefur verið nefnt mesta skákeinvígi síðustu aldar. Einvígið fór fram 1. júlí til 3. september 1972 í Reykjavík. Samþykkt var að efnt verði til sérstakrar afmælisdagskrár og sýningarhalds af þessu tilefni. Í greinargerð tillögunnar segir a það sé vel við hæfi að halda minningunni á lofti og stuðla að því að það geti orðið íþróttinni hérlendis lyftistöng. 20.9.2011 16:27
Gert að greiða ríkisstarfsmanni milljónir vegna starfslokasamnings Íslenska ríkinu er gert að greiða fyrrverandi varðstjóra öryggisdeildar á Keflavíkurflugvelli 2,6 milljónir króna samkvæmt starfslokasamningi sem varðstjórinn gerði við þáverandi stjórnanda öryggisdeildarinnar árið 2008. 20.9.2011 16:13
Rauf skilorð Karlmaður á fertugsaldri hefur verið dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir að hafa í júlí á síðasta ári haft í vörslum sínum þrjátíu og sjö kannabisplöntur. Maðurinn var í febrúar 2009 dæmdur í þriggja mánaða fangelsi, skilorðsbundið í tvö ár, fyrir hótanir, brot gegn valdstjórninni og vopnalagabrot. Hann rauf því skilorð og verður því skilorðsdómurinn tekinn upp. Maðurinn játaði brot sitt fyrir dómara. 20.9.2011 15:55
Sigmundur Ernir vill ekki styrkja Kristskirkju: „Heyr á endemi“ Þingmaður Samfylkingarinnar, Sigmundur Ernir Rúnarsson, telur það vera rétta ákvörðun hjá Reykjavíkurborg að styrkja ekki Kristskirkjuna í Reykjavík, vegna viðhorfa söfnuðarins til samkynhneigðar. 20.9.2011 15:21
Geymdi lík frænku sinnar í frysti til að fá ellilífeyrinn Fjörutíu og sjö ára gamall karlmaður frá bænum Neuhofen í Austurríki hefur játað að hafa geymt lík gamallar frænku sinnar í frysti í marga mánuði. 20.9.2011 14:45