Innlent

Aftur kveikt í á Bergstaðastræti - fimmta sinn á skömmum tíma

Slökkviliðið var kallað út seint í nótt vegna bruna í Bergstaðastræti en þar hafði verið kveikt í einangrun sem er utan á sökkli nýbyggingar í götunni. Fljótlega gekk að slökkva eldinn og hlaust lítið tjón af. Þetta er hinsvegar í fimmta sinn á rúmum mánuði sem kveikt er í þessu sama húsi. Ekki er vitað hver þar hefur verið að verki.

Þá var slökkviliðið einnig kallað út vegna heitavatnsleka á Njálsgötu um svipað leyti í nótt. Þar hafði komið leki að ofni og voru slökkviliðsmenn snöggir að dæla vatninu út þegar þeir mættu á staðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×