Innlent

Atvinnuleitin erfið

LVP skrifar
Atvinnulaus ungmenni segja leit að vinnu geta verið erfiða en mörg hver hafa sótt um fjölda starfa án árangurs. Um fjórðungur ungmenna sem eru atvinnulaus hefur verið án án atvinnu í meira en eitt ár.

Tæplega 1900 ungmenni á aldrinum 16-24 ára atvinnulaus. Um fimm hundruð hafa verið án atvinnu í eitt ár eða lengur. Rauði krossinn hefur í samstarfi við Vinnumálastofnun boðið upp á nokkurra vikna námskeið fyrir ungt fólk í atvinnuleit en verkefnið nefnist Taktur. Þar sem meðal annars er boðið upp á starfsþjálfun og kynningu á starfsemi Rauða krossins. Verkefnið hófst í mars í fyrra og hafa sjö hundruð ungmenni tekið þátt í því. Meirihlutinn karlmenn. Margir hafa leitað lengi að vinnu og hafa fengið mörg neikvæð svör.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×