Innlent

DV-menn sýknaðir: "Sanngjörn og falleg niðurstaða“

Reynir Traustason er annar tveggja ritstjóra DV.
Reynir Traustason er annar tveggja ritstjóra DV. mynd úr safni
„Þetta gefur mér aukna trú á dómskerfið," segir Reynir Traustason, ritstjóri DV, sem var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag í meiðyrðamáli sem hagfræðingurinn Hreiðar Már Guðjónsson höfðaði gegn ritstjórum DV og fréttastjóra.

Heiðar höfðaði mál gegn ritstjórum DV, þeim Reyni og Jóni Trausta Reynissyni og Inga Frey Vilhjálmssyni, fréttastjóra blaðsins. Hann taldi að DV hafi birt rangar og meiðandi fréttir um sig og þær hafi valdið honum tjóni í viðskiptum og skaðað hann persónulega.

Umfjöllun DV snéri að því að Heiðar hafi skipulagt árás á íslensku krónuna árið 2007 ásamt alþjóðlegum vogunarsjóðum.

Reynir segir í samtali við Vísi vera ánægður með niðurstöðuna.

„Ég hafði fyrirfram áhyggjur af því að dómstóllinn yrði okkur ekki hliðhollur vegna þess að við erum DV. En í dag hef ég fengið nýja trú á dómara þessa lands, þetta er að mínu viti, sanngjörn og falleg niðurstaða," segir Reynir.

„Nú er komið nýrði í íslenska tungu og það er orðið „krónuníðingur". Hann vildi fá okkur dæmda vegna leiðara Jóns Trausta sem bar yfirskriftina krónuníðingur," segir Reynir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×