Fleiri fréttir

Bílþjófar í Kópavogi

Tilkynnt var um bílþjófnað í Kópavogi í nótt. Lögregla hóf eftirgrennslan og komst bíllinn í leitirnar. Fjórir einstaklingar sem voru í og við bílinn þegar lögreglu bar að garði voru handteknir og bíða þeir nú yfirheyrslu.

Á 175 á Reykjanesbraut

Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði ökumann á Reykjanesbrautinni um klukkan tíu í gærkvöldi en hann hafði mælst á 175 kílómetra hraða. Þegar hann gaf upp nafn kom í ljós að hann var próflaus í þokkabót og til að bæta gráu ofan á svart hefur lögreglan hann grunaðan um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Eyjafjallajökull: Nýr fasi í gosinu

Gosmökkurinn úr Eyjafjallajökli fór í um tíu kílómetra hæð yfir stöðinn um klukkan sex í gærkvöldi og hélst í þeirri hæð fram til klukkan hálfátta. Þá lækkaði hann á ný og hefur verið stöðugur í um sex kílómetra hæð. Gunnar Guðjónsson á Veðurstofu Íslands segir að töluverð gjóskuvirkni virðist vera á svæðinu og mökkurinn sýnist vera nokkuð dökkur.

Lögreglan lýsir eftir manni, leit hafin

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Eric John Burton, Englendingi sem búsettur er hér á landi, en hann fór fótgangandi frá heimili sínu um klukkan níu í gærkvöldi.

Svindlararnir halda illa fengnum hlut

Þeir sem svíkja bætur út úr Tryggingastofnun ríkisins eru ekki krafðir um endurgreiðslu jafnvel þótt upp um þá komist. Að sögn Rögnu Haraldsdóttur, staðgengils forstjóra stofnunarinnar, er þetta vegna erfiðrar sönnunarfærslu þegar fólk skráir lögheimili á rangan stað.

Spurningum er enn ósvarað

Enn er ósvarað spurningum Persónuverndar til samgönguráðuneytisins frá árinu 2005 vegna hugmynda sem þá voru uppi um að nota GSP-ökurita til að safna upplýsingum um aksturslag og ferðir ökutækja hér á landi.

Milljarðalán til LSH ef áætlanir standast

„Þetta samkomulag stendur og fellur með því að við höldum rekstri spítalans innan fjárheimilda í ár,“ segir Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans. Spítalinn og heilbrigðisráðuneytið hafa skrifað undir samkomulag um fyrirgreiðslu til að rétta af halla síðustu ára. Síðastliðin tvö ár hefur LSH greitt hátt í 500 milljónir króna í dráttarvexti.

Sumarið er greinilega komið

Landsmenn hafa greinilega fundið fyrir auknum hlýindum síðustu daga eftir langan kuldakafla sem mörgum þótti teygja sig óþarflega langt fram á vorið.

Ríkið verndar þá fjársterku

Hefði ríkisstjórn Geirs H. Haarde miðað hámarksvernd innstæðna í bönkum og sparisjóðum við fimm milljónir króna hefði inneign 95 prósent einstaklinga og 90 prósent lögaðila verið tryggð að fullu.

Reynt að stöðva mesta lekann

Hundrað tonna stál- og steinsteypuhvelfing var sett á flutningapramma í hafnarbænum Port Fourchon í gær og siglt af stað út á Mexíkóflóa. Þar verður hún látin síga niður á hafsbotn til að loka fyrir leka úr stærsta olíubrunninum af þremur, sem opnuðust þegar olíuborpallur þar sökk fyrir tveimur vikum.

Lögmenn minna dómara á hófsemi

Lögmannafélag Íslands hefur sent formanni Dómarafélags Íslands bréf í tilefni af húsleitum sem dómarar hafa heimilað á lögmannsstofum eftir hrun. Afrit af bréfinu var sent dómsmálaráðherra.

Staðreyndir þvælast fyrir

Florence Kennedy er sérfræðingur í samningatækni. Hún segir góð samskipti, upplýsingar og hvatann að baki viðræðum mikilvægasta þátt þeirra. Í öllum viðræðum, þar með talið um Icesave, verði að ríkja traust.

Slógust um hvert atkvæði allt fram á síðasta dag

Leiðtogar þriggja stærstu stjórnmálaflokka Bretlands hafa síðustu daga barist um fylgi óákveðinna kjósenda í þeirri von að sannfæra nógu marga. Hugsanlega gætu kraftaverkin gerst á síðustu stundu.

Línurnar í borginni lítt teknar að skýrast

Fundargestir á opnum fundi með oddvitum allra framboða fyrir borgarstjórnarkosningarnar þann 29. maí næstkomandi héldu að þeir hefðu orðið vitni að tímamótum í borgarstjórnar­pólitíkinni í gær.

Samkomulag tryggir aukin völd sjíaklerka

Tveir stærstu hópar sjíamúslima á þinginu í Írak hafa gert með sér samkomulag um að leggja allar pólitískar deilur sín á milli í hendur virtra sjíaklerka.

Forgangur Ölfuss er fallinn úr gildi

Orkuveita Reykjavíkur hefur hafnað ósk Ölfuss um að framlengja forgangsrétt verkefna í sveitarfélaginu að orku frá Hverahlíðarvirkjun.

Þúsundir manna að störfum vegna olíulekans í Mexíkóflóa

Nokkur þúsund manns reyna að stemma stigu við olíulekanum í Mexíkóflóa. Slæmt veður fyrr í vikunni stóð hreinsunaraðgerðum fyrir þrifum en nú reyna menn að nýta tímann vel. Meðal þeirra sem koma að aðgerðunum eru starfsmenn strandgæslunnar, breska olíurisans BP, liðsmenn þjóðvarðliðsins og fjölmargir sjálfboðaliðar. Víðsvegar hafa verið settar upp baujur, flotgirðingar og net til að koma í veg fyrir útbreiðslu olíuflekksins.

Flugbann áfram víða á Bretlandseyjum

Aska frá gosinu í Eyjafjallajökli veldur því að flugvellir á Írlandi, Norður-Írlandi og í Skotlandi verða áfram lokaðir. Vegna flugbannsins í dag voru nokkrir flugvellir lokaðir í löndunum, þar á meðal í skosku borgunum Glasgow og Edinborg.

Minna rennsli frá Gígjökli

Sérfræðingar telja að Eyjafjallajökull muni halda áfram að gjósa af fullum krafti næstu daga. Órói í dag var svipaður og í gærdag.

Nýta síðustu klukkustundirnar

Íhaldsflokkurinn nær ekki hreinum meirihluta í bresku þingkosningunum sem fram fara á morgun ef eitthvað er að marka skoðanakannanir sem breskir fjölmiðlar birtu í kvöld. Líkt og í fyrri könnunum hafa íhaldsmenn enn nokkra forystu á Verkamannflokkinn og Frjálslynda demókrata en forskotið dugar flokknum ekki til að ná meirihluta þingmanna.

Seinagangur Ríkissaksóknara

Seinagangur Ríkissaksóknara er ástæða þess að mál tveggja ofbeldishrotta hefur ekki verið tekið fyrir í Hæstarétti. Mennirnir voru dæmdir fyrir hrottalega árás á áttræðan úrsmið fyrir hálfu ári. Í fyrrakvöld endurtóku þeir leikinn þegar þeir réðust á eldri hjón í Reykjanesbæ. Annar mannanna hefur verið nefndur yngsti mannræningi Íslands.

Unglingur stunginn til bana í London

Enn einn unglingurinn var stunginn til bana í Bretlandi í dag. Um var að ræða 16 ára gamlan dreng sem hlaut alvarlega áverka eftir eggvopn í almenningsgarði í suðurhluta London seinnipartinn í dag. Hann var úrskurðaður látinn við komuna á sjúkrahús. Lögregla handtók nokkra drengi á svipuðum aldri sem grunaðir eru um aðild að morðinu.

Papandreou fordæmir aðgerðir mótmælenda

George Papandreou, forsætisráðherra Grikklands, fordæmdir aðgerðir mótmælenda í Aþenu fyrr í dag þegar þrír létu lífið og fleiri hlutu brunasár. „Mótmæli eru eitt en morð er allt annað,“ segir forsætisráðherrann.

Suðurlandsvegur opinn

Búið er að opna fyrir umferð um Suðurlandsvegs og störfum lögreglu lokið á vettvangi. Vegfarendur eru beðnir að fara varlega en svarta þoka er á svæðinu.

Barist um orkuna

Sýnt þykir að samningar um kísilver í Þorlákshöfn nást ekki áður en forgangur sveitarfélagsins Ölfuss að orku Hverahlíðarvirkjunar rennur út í lok mánaðarins. Kapphlaup gæti þá hafist milli kísilversins og álversins í Helguvík um hvort verkefnið verði fyrra til að tryggja sér orkuna.

Vísindaráð sjúkrahússins á Akureyri stofnað

Á ársfundi Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri sem haldinn var í dag, var vísindaráð sjúkrahússins formlega stofnað og skipað í það. Í erindisbréfi vísindaráðs kemur fram að hlutverk þess sé að vera til ráðgjafar um vísindastarf á sjúkrahúsinu, móta vísindastefnu þess, bæði inn á við og gagnvart öðrum stofnunum, háskólastofnunum og einkafyrirtækjum. Ragnheiður Harpa Arnardóttir, sjúkraþjálfari, er formaður ráðsins.

Starfsmenn ráðuneytisins hætti að nota bíla

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og nokkrir starfsmenn ráðuneytisins skrifuðu í dag undir fyrstu samgöngusamningana sem ráðuneytið gerir við starfsmenn sína. Tilgangur þeirra er að hvetja til vistvæns samgöngumáta starfsmanna.

Þrír hljóta Rannsóknastyrk Bjarna Ben

Þremur styrkjum var úthlutað úr sjóðnum Rannsóknastyrkir Bjarna Benediktssonar í Norræna húsinu í dag. Um er að ræða styrki til rannsókna á sviði lögfræði og sagnfræði.

Opið fyrir umferð um Suðurlandsveg í austur

Ekki er útlit fyrir að Suðurlandsvegur um Hellisheiði eða Þrengsli opnist fyrir umferð til borgarinnar næstu 1-2 klukkutíma, að sögn lögreglu. Búið er að opna fyrir umferð um Suðurlandsveg austur frá höfuðborgarsvæðinu og er umferð hleypt um Þrengslaveg.

Flestir nota farsímann undir stýri

Samkvæmt nýrri könnun MMR hafa 83,1 prósent aðspurðra notað farsíma undir stýri síðastliðna tólf mánuði. Algengast er að fólk noti farsíma fyrir símtöl án handfrjáls búnaðar eða um 71 prósent.

Tvö umferðaróhöpp með skömmu millibili við Hellisheiðarvirkjun

Umferðaróhapp varð á Suðurlandsvegi í Svínahrauni við Hellisheiðarvirkjun á fimmta tímanum. Mikil þoka er á svæðinu og ók bifreið aftan á aðra. Lögregla og sjúkralið voru kölluð á vettvang en ekki vildi betur til en svo að ekið var aftan á sjúkrabílinn skömmu eftir að hann var kominn á staðinn. Að sögn slökkviliðsins varð enginn fyrir alvarlegum meiðslum.

Fólk brennt til bana í grískum óeirðum

Bensínsprengjur flugu þétt innan um grjóthnullunga og kantsteina í Aþenu í dag. Logandi sprengjunum var ekki aðeins kastað í lögregluna heldur einnig inn í stofnanir og fyrirtæki.

Bísuðu bensíni í Kópavogi

Tveir karlar á þrítugsaldri voru handteknir í Kópavogi í nótt en þar höfðu þeir stolið bensíni af einum bíl og reynt að gera það sama við annan. Í tilkynningu frá lögreglu segir að mennirnir, sem áður hafa komið við sögu hjá lögreglu, játi sök í málinu og hefur annar þeirra áður gerst sekur um bensínþjófnað.

Facebook nauðgarinn dæmdur í fimm ára fangelsi

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag hinn 22 ára gamla Ívar Anton Jóhansson í fimm ára fangelsi fyrir að nauðga fjórum barnungum stúlkum. Þá var hann einnig dæmdur fyrir vörslu á grófu klámefni og auðgunarbrot.

Lélegur skíðavetur að baki

Samtök skíðasvæða á Íslandi hafa nú að loknum vetri gert hann upp og kemur í ljós að færri skelltu sér á skíði þetta árið en árið á undan. Veturinn var misjafn eftir landshlutum en allt í allt fóru 178,548 á skíði í vetur.

Facebook hópur vill Black til starfa á Íslandi

Rúmlega tvö þúsund manns hafa skráð sig á Facebook síðu þar sem þess er krafist að stjórnvöld ráði Bandaríkjamanninn William K. Black til þess að veita ráðgjöf þegar kemur að því að sækja menn til saka fyrir afbrot í aðdraganda bankahrunsins. Black hefur dvalist hér á landi undanfarna daga og haldið fyrirlestra í Háskóla Íslands.

Rændu dóttur sinni frá kærastanum

Foreldrar í Noregi hafa verið ákærðir fyrir beita miklu ofbeldi og skapa hættu þegar þeir rændu nítján ára gamalli dóttur sinni frá tuttugu og sjö ára gömlum kærasta hennar.

Gleðiganga stöðvuð í Litháen

Amnesty International krefjast þess að rétturinn til fundar- og tjáningarfrelsis sé virtur í Litháen. Samkynhneigðir, tvíkynhneigðir og transgender í Eystrasaltslöndunum mæta miklu andstreymi í aðdraganda Gleðigöngu, sem fyrirhugað var að halda í fyrsta sinn í Vilníus, höfuðborg Litháen, þann 8. maí næstkomandi.

Eyjafjallajökull: Nýtt kvikuskot í jöklinum

Eyjafjallajökull heldur áfram að gjósa af fullum krafti næstu daga að því er sérfræðingar segja en ný kvika virðist vera að þrýsta sér upp neðst í kvikurásinni. Á heimasíðu Veðurstofunnar er bent á að aukin jarðskálftavirkni hafi verið undir jöklinum frá því á mánudag. Nákvæm staðsetning skjálftanna sýnir að þeir fyrstu verða djúpt í jörðu, á um 23 km dýpi, en færast síðan upp.

Vikulangt gæsluvarðhald vegna árásarinnar í Reykjanesbæ

Héraðsdómur Reykjaness hefur úrskurðað tvo pilta um tvítugt í vikulangt gæsluvarðhald vegna líkamsárásar í Reykjanesbæ í fyrrakvöld. Annar pilturinn unir úrskurðinum en hinn ákvað að nýta sér frest til að lýsa afstöðu til úrskurðarins.

Umferð dróst verulega saman á fyrstu mánuðum ársins

Umferðin fyrstu fjóra mánuði ársins dróst verulega saman á 16 stöðum á Hringveginum þar sem talið er. Þetta jafngildir um 3,2% minnkun. Þetta er mesti samdráttur í langan tíma. Athygli vekur að fyrstu fjóra mánuði ársins 2008 stóð umferðin í stað eftir að hafa aukist mjög mikið árin á undan eða um 8-14%. Örlítil aukning varð fyrstu fjóra mánuðina í fyrra.

Sjá næstu 50 fréttir