Innlent

Þrír hljóta Rannsóknastyrk Bjarna Ben

Þrír hlutu Rannsóknastyrk Bjarna Benediktssonar að þessu sinni. Meðal þeirra var Þór Whitehead, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands.
Þrír hlutu Rannsóknastyrk Bjarna Benediktssonar að þessu sinni. Meðal þeirra var Þór Whitehead, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. Mynd/Heiða Helgadóttir
Þremur styrkjum var úthlutað úr sjóðnum Rannsóknastyrkir Bjarna Benediktssonar í Norræna húsinu í dag. Um er að ræða styrki til rannsókna á sviði lögfræði og sagnfræði.

Kristín Benediktsdóttir, doktorsnemi við lagadeild Háskóla Íslands, hlaut styrk að upphæð 1 milljón króna til rannsóknar á réttarstöðu aldraðra, Þór Whitehead, sagnfræðingur, hlaut 500 þúsund krónu styrk til rannsóknar á Íslandi í síðari heimsstyrjöldinni og Sigríður Matthíasdóttir, Hugvísindastofnun Háskóla Íslands, hlaut 500 þúsund krónu styrk til að rannsaka hugmyndir og viðhorf í stjórnarstefnu Viðreisnarstjórnarinnar á sviði velferðar- og menntamála.




Tengdar fréttir

Úthlutað úr sjóði Bjarna Benediktssonar

Úthlutað verður úr sjóðnum Rannsóknastyrkir Bjarna Benediktssonar, til rannsókna á sviði lögfræði og sagnfræði í Norræna húsinu í dag klukkan fjögur. Björn Bjarnason setur samkomuna og fulltrúar dómnefnda kynna niðurstöður og afhenda styrkina. Þá munu styrkþegar sjóðsins í fyrra, þeir Helgi Áss Grétarsson og Gunnar Þór Bjarnason, flytja ræður. Kaffiveitingar að úthlutun lokinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×