Seinagangur Ríkissaksóknara 5. maí 2010 18:31 Seinagangur Ríkissaksóknara er ástæða þess að mál tveggja ofbeldishrotta hefur ekki verið tekið fyrir í Hæstarétti. Mennirnir voru dæmdir fyrir hrottalega árás á áttræðan úrsmið fyrir hálfu ári. Í fyrrakvöld endurtóku þeir leikinn þegar þeir réðust á eldri hjón í Reykjanesbæ. Annar mannanna hefur verið nefndur yngsti mannræningi Íslands. Piltarnir sem báðir eru um tvítugt voru dæmdir í vikulangt gæsluvarðhald hér í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Annar piltanna unir úrskurðinum en hinn kærði til Hæstaréttar. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þeir komast í kast við lögin. Piltarnir sem heita Axel Karl Gíslason og Viktor Már Axelsson fengu báðir fangelsisdóma í svokölluðu Barðastrandarráni í október á síðasta ári. Axel hlaut 20 mánaða óskilorðsbundinn dóm fyrir skipulagningu á ráninu, en Viktor fékk þyngsta dóminn, tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi. Viktor réðist þá inn á heimili tæplega áttræðs úrsmiðs á Seltjarnarnesi, við annan mann, þar sem hann var bundinn á höndum og fótum á meðan þeir fóru ránshendi um heimilið. Málið vakti mikinn óhug en þeir Axel og Viktor áfrýjuðu báðir til Hæstaréttar. Þrátt fyrir að rúmlega hálft ár sé síðan piltarnir voru dæmdir í héraði, hefur málið enn ekki verið tekið fyrir í Hæstarétti, og er ekki komið á dagskrá. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofustjóra Hæstaréttar er ástæða þess sú að málsgögn og ágrip hafa ekki enn borist frá Ríkissaksóknara, en fyrr er ekki hægt að taka málið fyrir og því hafa mennirnir ekki hlotið endanlegan dóm. Axel Karl sem hefur verið nefndur yngsti mannræningi Íslands var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi sautján ára gamall, þegar hann þvingaði jafnaldra sinn í skott á bíl, keyrði að næsta hraðbanka og neyddi hann til þess að taka út peninga og afhenda sér. Samkvæmt heimildum fréttastofu ætluðu Axel og Viktor að innheimta peningaskuld hjá barnabarni húsráðandans í Reykjanesbæ í fyrrakvöld. Til orðaskipta kom á milli þeirra og mannsins, sem er tæplega sjötugur, sem endaði með því að þeir gengu í skrokk á honum. Meðal annars er maðurinn nefbrotinn og með mikla áverka víðsvegar um líkama. Eiginkona mannsins og rúmlega þrítug dóttir þeirra reyndu að skerast í leikinn og hlutu þær áverka við þau afskipti. Þeir Axel og Viktor munu meðal annars hafa otað hnífi að fólkinu í árásinni. Valtýr Sigurðsson Ríkissaksóknari er í fríi fram yfir helgi og Sigríður Friðjónsdóttir, vararíkissaksóknari, sem meðal annars flutti Barðastrandarmálið fyrir héraðsdómi, var ekki við í dag, þegar fréttastofa leitaði viðbragða vegna seinagangsins. Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Innlent Fleiri fréttir Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Sjá meira
Seinagangur Ríkissaksóknara er ástæða þess að mál tveggja ofbeldishrotta hefur ekki verið tekið fyrir í Hæstarétti. Mennirnir voru dæmdir fyrir hrottalega árás á áttræðan úrsmið fyrir hálfu ári. Í fyrrakvöld endurtóku þeir leikinn þegar þeir réðust á eldri hjón í Reykjanesbæ. Annar mannanna hefur verið nefndur yngsti mannræningi Íslands. Piltarnir sem báðir eru um tvítugt voru dæmdir í vikulangt gæsluvarðhald hér í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Annar piltanna unir úrskurðinum en hinn kærði til Hæstaréttar. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þeir komast í kast við lögin. Piltarnir sem heita Axel Karl Gíslason og Viktor Már Axelsson fengu báðir fangelsisdóma í svokölluðu Barðastrandarráni í október á síðasta ári. Axel hlaut 20 mánaða óskilorðsbundinn dóm fyrir skipulagningu á ráninu, en Viktor fékk þyngsta dóminn, tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi. Viktor réðist þá inn á heimili tæplega áttræðs úrsmiðs á Seltjarnarnesi, við annan mann, þar sem hann var bundinn á höndum og fótum á meðan þeir fóru ránshendi um heimilið. Málið vakti mikinn óhug en þeir Axel og Viktor áfrýjuðu báðir til Hæstaréttar. Þrátt fyrir að rúmlega hálft ár sé síðan piltarnir voru dæmdir í héraði, hefur málið enn ekki verið tekið fyrir í Hæstarétti, og er ekki komið á dagskrá. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofustjóra Hæstaréttar er ástæða þess sú að málsgögn og ágrip hafa ekki enn borist frá Ríkissaksóknara, en fyrr er ekki hægt að taka málið fyrir og því hafa mennirnir ekki hlotið endanlegan dóm. Axel Karl sem hefur verið nefndur yngsti mannræningi Íslands var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi sautján ára gamall, þegar hann þvingaði jafnaldra sinn í skott á bíl, keyrði að næsta hraðbanka og neyddi hann til þess að taka út peninga og afhenda sér. Samkvæmt heimildum fréttastofu ætluðu Axel og Viktor að innheimta peningaskuld hjá barnabarni húsráðandans í Reykjanesbæ í fyrrakvöld. Til orðaskipta kom á milli þeirra og mannsins, sem er tæplega sjötugur, sem endaði með því að þeir gengu í skrokk á honum. Meðal annars er maðurinn nefbrotinn og með mikla áverka víðsvegar um líkama. Eiginkona mannsins og rúmlega þrítug dóttir þeirra reyndu að skerast í leikinn og hlutu þær áverka við þau afskipti. Þeir Axel og Viktor munu meðal annars hafa otað hnífi að fólkinu í árásinni. Valtýr Sigurðsson Ríkissaksóknari er í fríi fram yfir helgi og Sigríður Friðjónsdóttir, vararíkissaksóknari, sem meðal annars flutti Barðastrandarmálið fyrir héraðsdómi, var ekki við í dag, þegar fréttastofa leitaði viðbragða vegna seinagangsins.
Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Innlent Fleiri fréttir Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Sjá meira