Innlent

Lélegur skíðavetur að baki

Þrjú skíðasvæði voru hins vegar með aukningu á milli ára. Skíðasvæðið í Oddsskarði í Fjarðarbyggð, skíðasvæðið í Böggvisstaðafjalli við Dalvík og skíðasvæðið í Hlíðarfjalli.
Þrjú skíðasvæði voru hins vegar með aukningu á milli ára. Skíðasvæðið í Oddsskarði í Fjarðarbyggð, skíðasvæðið í Böggvisstaðafjalli við Dalvík og skíðasvæðið í Hlíðarfjalli. MYND/Vilhelm

Samtök skíðasvæða á Íslandi hafa nú að loknum vetri gert hann upp og kemur í ljós að færri skelltu sér á skíði þetta árið en árið á undan. Veturinn var misjafn eftir landshlutum en allt í allt fóru 178,548 á skíði í vetur.

Í fyrravetur var aðsóknin hins vegar töluvert betri en þá fóru 249,420 í fjöllin. Ein aðal ástæðan fyrir fækkuninni var lélegur vetur á skíðsvæðum höfuðborgarsvæðisins.

Þrjú skíðasvæði voru hins vegar með aukningu á milli ára. Skíðasvæðið í Oddsskarði í Fjarðarbyggð, skíðasvæðið í Böggvisstaðafjalli við Dalvík og skíðasvæðið í Hlíðarfjalli.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×