Innlent

Vikulangt gæsluvarðhald vegna árásarinnar í Reykjanesbæ

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Tveir menn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna árásarinnar í Reykjanesbæ.
Tveir menn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna árásarinnar í Reykjanesbæ.
Héraðsdómur Reykjaness hefur úrskurðað tvo pilta um tvítugt í vikulangt gæsluvarðhald vegna líkamsárásar í Reykjanesbæ í fyrrakvöld. Annar pilturinn unir úrskurðinum en hinn ákvað að nýta sér frest til að lýsa afstöðu til úrskurðarins.

Fréttavefur DV segist hafa heimildir fyrir því að mennirnir séu Viktor Már Axelsson og Axel Karl Gíslason en þeir voru báðir dæmdir fyrir aðild að árás á úrsmið á Barðaströnd á Seltjarnarnesi.

Maðurinn sem ráðist var á í Reykjanesbæ hlaut beinbrot og skrámur en slasaðist ekki lífshættulega. Þá meiddust kona hans og dóttir einnig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×