Innlent

Spurningum er enn ósvarað

SAGA System hefur þróað tækni sem nýtist til að safna upplýsingum um aksturslag og gjaldtöku fyrir akstur. Kerfið nefnist PAYD, eða „Pay as you Drive“. Fréttablaðið/Vilhelm
SAGA System hefur þróað tækni sem nýtist til að safna upplýsingum um aksturslag og gjaldtöku fyrir akstur. Kerfið nefnist PAYD, eða „Pay as you Drive“. Fréttablaðið/Vilhelm

Enn er ósvarað spurningum Persónuverndar til samgönguráðuneytisins frá árinu 2005 vegna hugmynda sem þá voru uppi um að nota GSP-ökurita til að safna upplýsingum um aksturslag og ferðir ökutækja hér á landi.

Í tengslum við hugmyndir um sérstaka gjaldtöku til að standa undir vegaframkvæmdum, hafa í samgönguráðuneytinu verið endurvaktar hugmyndir um að safna upplýsingum og innheimta veggjöld eftir á, út frá upplýsingum úr GPS-ökuritum.

Sigrún Jóhannesdóttir, forstjóri Persónuverndar, sagðist á dögunum ætla að senda ráðuneytinu fyrirspurn um útfærslu hugmyndanna. Þær eru hins vegar ekki alveg nýjar af nálinni.

Þórður Sveinsson, lögfræðingur hjá Persónuvernd, segir að árið 1995 hafi stofnunin kallað eftir upplýsingum um útfærslu á notkun GPS-ökurita. Það var gert eftir að nefnd ráðherra skilaði skýrslu um vænleika þess að skrá akstur ökumanna. „En ekkert varð úr hugmyndunum á þessum tíma,“ segir Þórður.

- óká




Fleiri fréttir

Sjá meira


×