Fleiri fréttir Úthlutað úr sjóði Bjarna Benediktssonar Úthlutað verður úr sjóðnum Rannsóknastyrkir Bjarna Benediktssonar, til rannsókna á sviði lögfræði og sagnfræði í Norræna húsinu í dag klukkan fjögur. Björn Bjarnason setur samkomuna og fulltrúar dómnefnda kynna niðurstöður og afhenda styrkina. Þá munu styrkþegar sjóðsins í fyrra, þeir Helgi Áss Grétarsson og Gunnar Þór Bjarnason, flytja ræður. Kaffiveitingar að úthlutun lokinni. 5.5.2010 10:29 „Þurfum líka að geta fætt og klætt börnin okkar“ - myndskeið „Við fáum mikið þakklæti fyrir störf okkar en við þurfum líka krónur og aura til þess að geta fætt og klætt börnin okkar," segir Guðmundur Guðjónsson slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður hjá slökkviliðnu á höfuðborgarsvæðinu. 5.5.2010 10:27 Skelfing í Amsterdam Fjölmargir slösuðust þegar skelfing greip um sig í mannfjölda sem var við minningarathöfn í Amsterdam í gær. 5.5.2010 10:13 Kjaramálin brenna á slökkviliðsmönnum Tugir slökkviliðsmanna hafa safnast saman fyrir utan Borgartún 30 þar sem samninganefnd þeirra fundar með viðsemjendum sínum. Þar hafa þeir meðal annars kveikt eld til þess að vekja athygli á málstað sínum. Slökkviliðsmaður sem fréttastofa ræddi segir að mönnum í stétt sinni þyki hægt ganga að semja um kaup og kjör en slökkviliðsmenn hafa verið samningslausir síðan í ágúst 2009. 5.5.2010 09:41 Eyjafjallajökull: Enn sprengivirkni í gosinu Litlar breytingar hafa orðið á gosinu í Eyjafjallajökli frá því í gær, samkvæmt upplýsingum sem fengust frá Veðurstofu Íslands í morgun. Gosmökkurinn sást vel í gær en hann var töluvert dekkri en áður. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var greint frá því að ástæðuna mætti rekja til aukinnar sprengivirkni í gosinu. Búast mætti við töluverðu öskufalli næstu daga. 5.5.2010 08:50 Ónógur svefn getur leitt til ótímabærs andláts Ný rannsókn bendir til að ónógur svefn geti valdið því að fólk látist fyrir aldur fram. 5.5.2010 07:47 Allsherjarverkfall í Grikklandi Allsherjarverkfall er hafið i Grikklandi til þess að mótmæla niðurskurði í opinberum rekstri og skattahækkunum. 5.5.2010 07:15 Eyjafjallajökull: Flugvellir á Írlandi og Skotlandi áfram lokaðir vegna eldgossins Flugvellir á Írlandi og í Skotlandi eru lokaðir áfram í dag vegna öskunnar frá gosinu í Eyjafjallajökli. Samkvæmt frétt um málið á BBC er líklegt að 5.5.2010 07:12 Fundu tæki til að brugga landa Lögreglan á Selfossi fann tæki til að brugga landa í heimahúsi í Hveragerði í gærkvöld. Einungis var um búnað til bruggunar að ræða en engin landi fannst þar. Tveir menn eru taldir bera ábyrgð á tækjunum og tóku lögreglumenn skýrslu af þeim á vettvangi. Eftir það voru þeir svo frjálsir ferða sinna. 5.5.2010 07:08 Bótasvikarar gripnir í bólinu á Facebook „Það er aldrei viðunandi að fólk misnoti velferðarkerfið og sérstaklega ekki á tímum sem þessum,“ segir Sigríður Lillý Baldursdóttir, forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins, þar sem herör var skorin upp gegn bótasvindli. 5.5.2010 06:30 Ekkert persónukjör í kosningunum í vor Ekkert persónukjör er í boði í kosningum til sveitarstjórna í maí. Frumvarp um slíkt var lagt fram í haust en er inni í allsherjarnefnd. Meðal þeirra sem lögðust gegn afgreiðslu frumvarpsins var stjórn Vinstri grænna, sem vildi vísa málinu til stjórnlagaþings. Þá töldu sveitarfélögin of skamman tíma til stefnu fyrir vorið. 5.5.2010 06:15 Kettir hverfa einn af öðrum í Mosfellsbæ „Ég hef ekki aðra kenningu en þá að það hljóti að vera einhver sem er hreinlega að drepa þessa ketti,“ segir Frímann Lúðvíksson Buch, sem missti fjóra ketti af heimili sínu á aðeins einni viku. 5.5.2010 06:00 Samkynhneigð pör fái að giftast Ekkert er því til fyrirstöðu að prestum þjóðkirkjunnar verði heimilað að gefa saman samkynhneigð pör í hjónaband, að mati 82 presta, djákna og guðfræðinga sem skrifa undir grein um ein hjúskaparlög í blaðinu í dag. 5.5.2010 06:00 13 í haldi vegna gengjastríðs Danska lögreglan handtók í gærmorgun þrettán manns tengda vélhjólasamtökum Vítisengla. Handtökurnar voru hluti af aðgerð sem staðið hefur um nokkurt skeið og miðar að því að stöðva stríð sem geisað hefur milli Vítisengla og gengja innflytjenda. Fjórir mannanna eru meðlimir Vítisengla og níu meðlimir áhangendaklúbba. 5.5.2010 06:00 Ólíklegt að laun Más hækki Allt bendir til að tillaga um að Má Guðmundssyni seðlabankastjóra verði bætt upp kjararýrnun í kjölfar ákvörðunar kjararáðs verði dregin til baka. 5.5.2010 05:45 Búðarhálsvirkjun gefi af sér arð strax frá upphafi „Þetta er puð,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, um stöðu og horfur í fjármögnunarmálum fyrirtækisins. 5.5.2010 05:30 Skoðað verði hvort viðskipti voru óeðlileg Forseti Alþýðusambandsins (ASÍ) og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA) hafa rætt sín á milli um að komið verði á fót sérstakri rannsóknarnefnd um samskipti lífeyrissjóða og banka. 5.5.2010 05:30 Brown segist bera ábyrgðina Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, segist taka á sig alla ábyrgð ef Verkamannaflokkur hans tapar þingmeirihluta í kosningunum á morgun. 5.5.2010 05:00 Flugstjórnarsvæðin samhæfð Samgönguráðherrar Evrópusambandsríkjanna komu saman í gær á aukafundi í Brussel til að skiptast á skoðunum og meta afleiðingarnar af þeirri röskun sem varð á flugumferð í Evrópu vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. 5.5.2010 04:45 Sveitarfélögum hefur fækkað um þrjú Kosið var til 79 sveitarstjórna fyrir fjórum árum en á yfirstandandi kjörtímabili hefur sveitarfélögum fækkað um þrjú. Sameiningar urðu milli Aðaldælahrepps og Þingeyjarsveitar, Akureyrarbæjar og Grímseyjarhrepps og Arnarneshrepps og Hörgárbyggðar. 5.5.2010 04:30 Meta áhrifin á menntaverkefni Ráðherrar iðnaðar, mennta- og fjármála ætla að meta hvaða áhrif afnám iðnaðarmálagjalds hefur á tiltekin menntaverkefni þriggja skóla og hvernig megi standa straum af kostnaði við þau í framtíðinni. 5.5.2010 04:30 Efast um björgunarpakka AGS og ESB Um fjögur þúsund kennarar og nemendur tóku þátt í mótmælagöngu í Aþenu í gær gegn aðhaldsaðgerðum stjórnvalda, sem koma harkalega niður á almenningi. Sumir mótmælendanna lentu í átökum við lögreglu. 5.5.2010 04:30 Landgræðslustjóri ræðir við heimamenn Sérfræðingar miðla upplýsingum til íbúa á áhrifasvæði Eyjafjallajökuls þessa dagana. Fundirnir með sérfræðingum fara fram í hádeginu í þjónustumiðstöðinni í Heimalandi. 5.5.2010 04:30 Endurskoðun AGS veitti stjórnvöldum skjól „Þráðurinn á milli er óslitinn, en það eru engin tíðindi,“ segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra um viðræður um Icesave. Enn er allt á huldu um hvort og hvenær samningaviðræður verða teknar upp að nýju. 5.5.2010 04:15 Ákærður fyrir hryðjuverk -AP- Faisal Shahzad, þrítugur bandarískur ríkisborgari sem fæddur er í Pakistan, hefur viðurkennt að hafa ætlað að sprengja sprengju í bifreið við Times-torg í New York á háannatíma um helgina. 5.5.2010 04:15 Mótmælendur fagna tilboðinu Leiðtogar rauðklæddu mótmælendanna í Taílandi hafa fagnað sáttatilboði frá Abhisit Vejjajiva forsætisráðherra, en vilja fá að sjá nánari útfærsluhugmyndir áður en þeir gefa endanlegt svar. 5.5.2010 04:15 Alls tæp 21 milljón til Haítí 12,3 milljónir króna hafa safnast í páskasöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar fyrir Haítí en stofnunin hefur þá samanlagt safnað tæplega 21 milljón króna til uppbyggingar á Haítí. 5.5.2010 04:00 Brown biðlar til óákveðna kjósenda Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands og formaður Verkamannaflokksins, biðlaði til óákveðna kjósenda á kosningafundi í Manchester í kvöld og bað þá um að kjósa Verkamannaflokkinn í kosningunum á fimmtudaginn. Hann sagði að staða Bretlands og bresks almennings væri mun betri eftir að flokkurinn tók við stjórnartaumunum fyrir 13 árum. 4.5.2010 22:49 Halderman fær hálft ár fyrir að kúga Letterman Sjónvarpsframleiðandinn Robert Joel Halderman þarf að sitja í fangelsi í hálft ár fyrir að hafa hafa reynt að kúga fé út úr spjallþáttastjórnandanum David Letterman í fyrrahaust. Hann þarf auk þess að vinna 1000 klukkustundir í samfélagsvinnu. 4.5.2010 22:15 Vigta gesti og gangandi „Við erum öll mismunandi vaxin frá náttúrunnar hendi og því er ekki farsælt ef ein tegund líkamsvaxtar þykir fín og önnur ekki. Það leiðir til félagslegrar flokkunar og mismununar sem skapar togstreitu og vanlíðan,“ Sigrún Daníelsdóttir sálfræðingur sem er í forsvari fyrir Megrunarlausa daginn sem haldinn verður næstkomandi fimmtudag. Þá gefst gestum og gangandi í Kringlunni og Smáralind kost á að stíga á vigt sem er þó ekki hefðbundin. 4.5.2010 21:30 Guðlaugur ætlar að upplýsa hverjir létu hann fá 25 milljónir Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi heilbrigðisráðherra, ætlar að upplýsa hverjir styrktu hann í prófkjöri þegar hann þáði 24,8 milljónir króna í styrki fyrir kosningarnar 2007. Enginn þáði hærri styrki samkvæmt upplýsingum Ríkisendurskoðunar. Guðlaugur hefur hingað til ekki viljað gefa upp hverjir veittu þessa styrki. Undanfarnar vikur hefur verið eftir afsögn Guðlaugs og mótmælt við heimili hans. 4.5.2010 20:12 Gæsluvarðhalds krafist vegna árásarinnar í Reykjanesbæ Lögreglan á Suðurnesjum hefur farið fram á að tveir karlmenn sem gengu í skrokk á hjónum á sjötugsaldri og dóttur þeirra í gærkvöldi verði úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Dómari tekur afstöðu til kröfunnar á morgun, samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá lögreglu. Málið er litið mjög alvarlegum augum 4.5.2010 20:30 Dómarar verði hugrakkir og dæmi framámenn í fangelsi Dómarar verða að hafa hugrekki til að dæma framámenn í íslensku samfélagi í fangelsi fyrir lögbrot, segir William Black, lögfræðingur og fyrrverandi fjármálaeftirlitsmaður í Bandaríkjunum. Dómstólar þurfi að geta horft fram hjá fínu jakkafötunum og átta sig á því að bankamenn geta líka framið glæpi. 4.5.2010 19:33 Svarti listinn býður fram í Borgarbyggð Nýtt framboð, Svarti listinn, býður fram í Borgarbyggð í sveitarstjórnarkosningunum sem fara fram 29. maí næstkomandi. Svarti listinn hyggur á umbætur á stjórnsýslu sveitarfélagsins. Ástandið sé slæmt og ekki sé hægt að kenna efnahagsgruni eingöngu um. 4.5.2010 21:14 Ólafur F: Bókhaldsbrellur og fjármálasukk fjórflokksins Borgarfulltrúinn Ólafur F. Magnússon segir að fulltrúar fjórflokksins hafi reynt að halda á lofti bókhaldsbrellum í umræðum um ársreikning Reykjavíkurborgar í borgarstjórn í dag. Hann gagnrýnir það sem kann kallar fjármálasukk fjórflokksins. Í samtali við fréttastofu segir Ólafur að flokkarnir hafi skuldsett borgina nánast í þrot vegna glórulítilla framkvæmda og fjárfestinga Orkuveitu Reykjavíkur. Fyrir vikið skuldi hver borgarbúi 2,5 milljón króna. 4.5.2010 20:39 Obama: Bandaríkjamenn láta ekki hræða sig Pakistaninn sem var handtekinn vegna misheppnaðs sprengjutilræðis á Times torgi í New York hefur viðurkennt verknaðinn. Barack Obama sagði í dag að hryðjuverkamenn muni aldrei beygja Bandaríkin. 4.5.2010 19:19 Hætta á gusthlaupum niður Gígjökul Almannavarnir vöruðu í dag við hættu á lífshættulegum gusthlaupum sem gætu farið hratt niður með Gígjökli og náð niður á Markarfljótsaura. Slík eiturský geta orðið 300 stiga heit og drepa allt kvikt sem í vegi þeirra verða. 4.5.2010 19:05 Eldgosið ógnar heilli atvinnugrein Eldgosið í Eyjafjallajökli ógnar heilli atvinnugrein. Þetta kom fram í ræðu iðnaðar- og ferðamálaráðherra, á Ferðamálaþingi í dag en þar var kynnt stærsta kynningarátak fyrir ferðaþjónustuna sem ráðist hefur verið í sögu þjóðarinnar. 4.5.2010 18:57 Bjartari horfur framundan í atvinnumálum Forstjóri Vinnumálastofnunar telur að bjartari horfur séu framundan í atvinnumálum og að atvinnuleysis hafi náð hámarki í vetur. Atvinnuleysið hefur bitnað verst á ungu fólki. 4.5.2010 18:52 Engar viðræður í sjónmáli Icesave málið gæti tafist um marga mánuði til viðbótar vegna versnandi efnahagsástands í Evrópu og ríkjandi óvissu í breskum og hollenskum stjórnmálum. Fjármálaráðherra segir að engar viðræður séu í sjónmáli. 4.5.2010 18:41 Vilja auka tíðni strætóferða „Þau tíðindi urðu á fundi borgarstjórnar að fulltrúar allra flokka lýstu sig fylgjandi tillögu Samfylkingarinnar um að 10 mínútna tíðni á stofnleiðum yrði endurvakin. Þessi aukna og örugga tíðni í almenningssamgöngum var aflögð í upphafi kjörtímabilsins," segir Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík, í tilkynningu. 4.5.2010 18:20 Breyta lögum um húsnæðismál Ríkisstjórnin hefur samþykkt að leggja fyrir Alþingi frumvarp Árna Páls Árnasonar, félags- og tryggingamálaráðherra um breytingar á lögum um húsnæðismál. 4.5.2010 18:12 Sóley: Gengið of nærri grunnþjónustunni „Niðurstaða ársreiknings Reykjavíkurborgar er árangur af niðurskurði, þar sem gengið hefur verið allt of nærri grunnþjónustu sveitarfélagsins gagnvart íbúum. Athyglisverðast er þó að skoða stöðu B-hlutafyrirtækja borgarinnar, en þau sinna grunnþjónustu sem skiptir sköpum fyrir alla borgarbúa. Hæst bera þar Orkuveita Reykjavíkur, Félagsbústaðir, Strætó, Sorpa og Slökkviliðið – en staða þeirra grafalvarleg,“ segir Sóley Tómasdóttir, oddviti VG í Reykjavík, í tilkynningu. Ársreikningur Reykjavíkurborgar var lagður fram í borgarstjórn í dag. 4.5.2010 17:37 Eyjafjallajökull: Lokun hættusvæða enn í fullu gildi Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra minnir á að lokanir séu enn í fullu gildi á svæðinu umhverfis eldgosið í Eyjafjallajökli. Í tilkynningu segir að undanfarið hafi verið töluverð ásókn í að komast inn á lokuð hættusvæði í grennd við gosstöðvarnar. 4.5.2010 16:40 Dagur: Slæm staða OR varpar skugga á ársreikninginn Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn segir að slæm staða Orkuveitunnar og aðgerðarleysi í fjármálum fyrirtækisins varpi skugga á annars vel viðundandi stöðu borgarsjóðs en ársreikningur Reykjavíkurborgar var lagður fram í borgarstjórn í dag. 4.5.2010 16:30 Sjá næstu 50 fréttir
Úthlutað úr sjóði Bjarna Benediktssonar Úthlutað verður úr sjóðnum Rannsóknastyrkir Bjarna Benediktssonar, til rannsókna á sviði lögfræði og sagnfræði í Norræna húsinu í dag klukkan fjögur. Björn Bjarnason setur samkomuna og fulltrúar dómnefnda kynna niðurstöður og afhenda styrkina. Þá munu styrkþegar sjóðsins í fyrra, þeir Helgi Áss Grétarsson og Gunnar Þór Bjarnason, flytja ræður. Kaffiveitingar að úthlutun lokinni. 5.5.2010 10:29
„Þurfum líka að geta fætt og klætt börnin okkar“ - myndskeið „Við fáum mikið þakklæti fyrir störf okkar en við þurfum líka krónur og aura til þess að geta fætt og klætt börnin okkar," segir Guðmundur Guðjónsson slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður hjá slökkviliðnu á höfuðborgarsvæðinu. 5.5.2010 10:27
Skelfing í Amsterdam Fjölmargir slösuðust þegar skelfing greip um sig í mannfjölda sem var við minningarathöfn í Amsterdam í gær. 5.5.2010 10:13
Kjaramálin brenna á slökkviliðsmönnum Tugir slökkviliðsmanna hafa safnast saman fyrir utan Borgartún 30 þar sem samninganefnd þeirra fundar með viðsemjendum sínum. Þar hafa þeir meðal annars kveikt eld til þess að vekja athygli á málstað sínum. Slökkviliðsmaður sem fréttastofa ræddi segir að mönnum í stétt sinni þyki hægt ganga að semja um kaup og kjör en slökkviliðsmenn hafa verið samningslausir síðan í ágúst 2009. 5.5.2010 09:41
Eyjafjallajökull: Enn sprengivirkni í gosinu Litlar breytingar hafa orðið á gosinu í Eyjafjallajökli frá því í gær, samkvæmt upplýsingum sem fengust frá Veðurstofu Íslands í morgun. Gosmökkurinn sást vel í gær en hann var töluvert dekkri en áður. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var greint frá því að ástæðuna mætti rekja til aukinnar sprengivirkni í gosinu. Búast mætti við töluverðu öskufalli næstu daga. 5.5.2010 08:50
Ónógur svefn getur leitt til ótímabærs andláts Ný rannsókn bendir til að ónógur svefn geti valdið því að fólk látist fyrir aldur fram. 5.5.2010 07:47
Allsherjarverkfall í Grikklandi Allsherjarverkfall er hafið i Grikklandi til þess að mótmæla niðurskurði í opinberum rekstri og skattahækkunum. 5.5.2010 07:15
Eyjafjallajökull: Flugvellir á Írlandi og Skotlandi áfram lokaðir vegna eldgossins Flugvellir á Írlandi og í Skotlandi eru lokaðir áfram í dag vegna öskunnar frá gosinu í Eyjafjallajökli. Samkvæmt frétt um málið á BBC er líklegt að 5.5.2010 07:12
Fundu tæki til að brugga landa Lögreglan á Selfossi fann tæki til að brugga landa í heimahúsi í Hveragerði í gærkvöld. Einungis var um búnað til bruggunar að ræða en engin landi fannst þar. Tveir menn eru taldir bera ábyrgð á tækjunum og tóku lögreglumenn skýrslu af þeim á vettvangi. Eftir það voru þeir svo frjálsir ferða sinna. 5.5.2010 07:08
Bótasvikarar gripnir í bólinu á Facebook „Það er aldrei viðunandi að fólk misnoti velferðarkerfið og sérstaklega ekki á tímum sem þessum,“ segir Sigríður Lillý Baldursdóttir, forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins, þar sem herör var skorin upp gegn bótasvindli. 5.5.2010 06:30
Ekkert persónukjör í kosningunum í vor Ekkert persónukjör er í boði í kosningum til sveitarstjórna í maí. Frumvarp um slíkt var lagt fram í haust en er inni í allsherjarnefnd. Meðal þeirra sem lögðust gegn afgreiðslu frumvarpsins var stjórn Vinstri grænna, sem vildi vísa málinu til stjórnlagaþings. Þá töldu sveitarfélögin of skamman tíma til stefnu fyrir vorið. 5.5.2010 06:15
Kettir hverfa einn af öðrum í Mosfellsbæ „Ég hef ekki aðra kenningu en þá að það hljóti að vera einhver sem er hreinlega að drepa þessa ketti,“ segir Frímann Lúðvíksson Buch, sem missti fjóra ketti af heimili sínu á aðeins einni viku. 5.5.2010 06:00
Samkynhneigð pör fái að giftast Ekkert er því til fyrirstöðu að prestum þjóðkirkjunnar verði heimilað að gefa saman samkynhneigð pör í hjónaband, að mati 82 presta, djákna og guðfræðinga sem skrifa undir grein um ein hjúskaparlög í blaðinu í dag. 5.5.2010 06:00
13 í haldi vegna gengjastríðs Danska lögreglan handtók í gærmorgun þrettán manns tengda vélhjólasamtökum Vítisengla. Handtökurnar voru hluti af aðgerð sem staðið hefur um nokkurt skeið og miðar að því að stöðva stríð sem geisað hefur milli Vítisengla og gengja innflytjenda. Fjórir mannanna eru meðlimir Vítisengla og níu meðlimir áhangendaklúbba. 5.5.2010 06:00
Ólíklegt að laun Más hækki Allt bendir til að tillaga um að Má Guðmundssyni seðlabankastjóra verði bætt upp kjararýrnun í kjölfar ákvörðunar kjararáðs verði dregin til baka. 5.5.2010 05:45
Búðarhálsvirkjun gefi af sér arð strax frá upphafi „Þetta er puð,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, um stöðu og horfur í fjármögnunarmálum fyrirtækisins. 5.5.2010 05:30
Skoðað verði hvort viðskipti voru óeðlileg Forseti Alþýðusambandsins (ASÍ) og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA) hafa rætt sín á milli um að komið verði á fót sérstakri rannsóknarnefnd um samskipti lífeyrissjóða og banka. 5.5.2010 05:30
Brown segist bera ábyrgðina Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, segist taka á sig alla ábyrgð ef Verkamannaflokkur hans tapar þingmeirihluta í kosningunum á morgun. 5.5.2010 05:00
Flugstjórnarsvæðin samhæfð Samgönguráðherrar Evrópusambandsríkjanna komu saman í gær á aukafundi í Brussel til að skiptast á skoðunum og meta afleiðingarnar af þeirri röskun sem varð á flugumferð í Evrópu vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. 5.5.2010 04:45
Sveitarfélögum hefur fækkað um þrjú Kosið var til 79 sveitarstjórna fyrir fjórum árum en á yfirstandandi kjörtímabili hefur sveitarfélögum fækkað um þrjú. Sameiningar urðu milli Aðaldælahrepps og Þingeyjarsveitar, Akureyrarbæjar og Grímseyjarhrepps og Arnarneshrepps og Hörgárbyggðar. 5.5.2010 04:30
Meta áhrifin á menntaverkefni Ráðherrar iðnaðar, mennta- og fjármála ætla að meta hvaða áhrif afnám iðnaðarmálagjalds hefur á tiltekin menntaverkefni þriggja skóla og hvernig megi standa straum af kostnaði við þau í framtíðinni. 5.5.2010 04:30
Efast um björgunarpakka AGS og ESB Um fjögur þúsund kennarar og nemendur tóku þátt í mótmælagöngu í Aþenu í gær gegn aðhaldsaðgerðum stjórnvalda, sem koma harkalega niður á almenningi. Sumir mótmælendanna lentu í átökum við lögreglu. 5.5.2010 04:30
Landgræðslustjóri ræðir við heimamenn Sérfræðingar miðla upplýsingum til íbúa á áhrifasvæði Eyjafjallajökuls þessa dagana. Fundirnir með sérfræðingum fara fram í hádeginu í þjónustumiðstöðinni í Heimalandi. 5.5.2010 04:30
Endurskoðun AGS veitti stjórnvöldum skjól „Þráðurinn á milli er óslitinn, en það eru engin tíðindi,“ segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra um viðræður um Icesave. Enn er allt á huldu um hvort og hvenær samningaviðræður verða teknar upp að nýju. 5.5.2010 04:15
Ákærður fyrir hryðjuverk -AP- Faisal Shahzad, þrítugur bandarískur ríkisborgari sem fæddur er í Pakistan, hefur viðurkennt að hafa ætlað að sprengja sprengju í bifreið við Times-torg í New York á háannatíma um helgina. 5.5.2010 04:15
Mótmælendur fagna tilboðinu Leiðtogar rauðklæddu mótmælendanna í Taílandi hafa fagnað sáttatilboði frá Abhisit Vejjajiva forsætisráðherra, en vilja fá að sjá nánari útfærsluhugmyndir áður en þeir gefa endanlegt svar. 5.5.2010 04:15
Alls tæp 21 milljón til Haítí 12,3 milljónir króna hafa safnast í páskasöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar fyrir Haítí en stofnunin hefur þá samanlagt safnað tæplega 21 milljón króna til uppbyggingar á Haítí. 5.5.2010 04:00
Brown biðlar til óákveðna kjósenda Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands og formaður Verkamannaflokksins, biðlaði til óákveðna kjósenda á kosningafundi í Manchester í kvöld og bað þá um að kjósa Verkamannaflokkinn í kosningunum á fimmtudaginn. Hann sagði að staða Bretlands og bresks almennings væri mun betri eftir að flokkurinn tók við stjórnartaumunum fyrir 13 árum. 4.5.2010 22:49
Halderman fær hálft ár fyrir að kúga Letterman Sjónvarpsframleiðandinn Robert Joel Halderman þarf að sitja í fangelsi í hálft ár fyrir að hafa hafa reynt að kúga fé út úr spjallþáttastjórnandanum David Letterman í fyrrahaust. Hann þarf auk þess að vinna 1000 klukkustundir í samfélagsvinnu. 4.5.2010 22:15
Vigta gesti og gangandi „Við erum öll mismunandi vaxin frá náttúrunnar hendi og því er ekki farsælt ef ein tegund líkamsvaxtar þykir fín og önnur ekki. Það leiðir til félagslegrar flokkunar og mismununar sem skapar togstreitu og vanlíðan,“ Sigrún Daníelsdóttir sálfræðingur sem er í forsvari fyrir Megrunarlausa daginn sem haldinn verður næstkomandi fimmtudag. Þá gefst gestum og gangandi í Kringlunni og Smáralind kost á að stíga á vigt sem er þó ekki hefðbundin. 4.5.2010 21:30
Guðlaugur ætlar að upplýsa hverjir létu hann fá 25 milljónir Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi heilbrigðisráðherra, ætlar að upplýsa hverjir styrktu hann í prófkjöri þegar hann þáði 24,8 milljónir króna í styrki fyrir kosningarnar 2007. Enginn þáði hærri styrki samkvæmt upplýsingum Ríkisendurskoðunar. Guðlaugur hefur hingað til ekki viljað gefa upp hverjir veittu þessa styrki. Undanfarnar vikur hefur verið eftir afsögn Guðlaugs og mótmælt við heimili hans. 4.5.2010 20:12
Gæsluvarðhalds krafist vegna árásarinnar í Reykjanesbæ Lögreglan á Suðurnesjum hefur farið fram á að tveir karlmenn sem gengu í skrokk á hjónum á sjötugsaldri og dóttur þeirra í gærkvöldi verði úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Dómari tekur afstöðu til kröfunnar á morgun, samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá lögreglu. Málið er litið mjög alvarlegum augum 4.5.2010 20:30
Dómarar verði hugrakkir og dæmi framámenn í fangelsi Dómarar verða að hafa hugrekki til að dæma framámenn í íslensku samfélagi í fangelsi fyrir lögbrot, segir William Black, lögfræðingur og fyrrverandi fjármálaeftirlitsmaður í Bandaríkjunum. Dómstólar þurfi að geta horft fram hjá fínu jakkafötunum og átta sig á því að bankamenn geta líka framið glæpi. 4.5.2010 19:33
Svarti listinn býður fram í Borgarbyggð Nýtt framboð, Svarti listinn, býður fram í Borgarbyggð í sveitarstjórnarkosningunum sem fara fram 29. maí næstkomandi. Svarti listinn hyggur á umbætur á stjórnsýslu sveitarfélagsins. Ástandið sé slæmt og ekki sé hægt að kenna efnahagsgruni eingöngu um. 4.5.2010 21:14
Ólafur F: Bókhaldsbrellur og fjármálasukk fjórflokksins Borgarfulltrúinn Ólafur F. Magnússon segir að fulltrúar fjórflokksins hafi reynt að halda á lofti bókhaldsbrellum í umræðum um ársreikning Reykjavíkurborgar í borgarstjórn í dag. Hann gagnrýnir það sem kann kallar fjármálasukk fjórflokksins. Í samtali við fréttastofu segir Ólafur að flokkarnir hafi skuldsett borgina nánast í þrot vegna glórulítilla framkvæmda og fjárfestinga Orkuveitu Reykjavíkur. Fyrir vikið skuldi hver borgarbúi 2,5 milljón króna. 4.5.2010 20:39
Obama: Bandaríkjamenn láta ekki hræða sig Pakistaninn sem var handtekinn vegna misheppnaðs sprengjutilræðis á Times torgi í New York hefur viðurkennt verknaðinn. Barack Obama sagði í dag að hryðjuverkamenn muni aldrei beygja Bandaríkin. 4.5.2010 19:19
Hætta á gusthlaupum niður Gígjökul Almannavarnir vöruðu í dag við hættu á lífshættulegum gusthlaupum sem gætu farið hratt niður með Gígjökli og náð niður á Markarfljótsaura. Slík eiturský geta orðið 300 stiga heit og drepa allt kvikt sem í vegi þeirra verða. 4.5.2010 19:05
Eldgosið ógnar heilli atvinnugrein Eldgosið í Eyjafjallajökli ógnar heilli atvinnugrein. Þetta kom fram í ræðu iðnaðar- og ferðamálaráðherra, á Ferðamálaþingi í dag en þar var kynnt stærsta kynningarátak fyrir ferðaþjónustuna sem ráðist hefur verið í sögu þjóðarinnar. 4.5.2010 18:57
Bjartari horfur framundan í atvinnumálum Forstjóri Vinnumálastofnunar telur að bjartari horfur séu framundan í atvinnumálum og að atvinnuleysis hafi náð hámarki í vetur. Atvinnuleysið hefur bitnað verst á ungu fólki. 4.5.2010 18:52
Engar viðræður í sjónmáli Icesave málið gæti tafist um marga mánuði til viðbótar vegna versnandi efnahagsástands í Evrópu og ríkjandi óvissu í breskum og hollenskum stjórnmálum. Fjármálaráðherra segir að engar viðræður séu í sjónmáli. 4.5.2010 18:41
Vilja auka tíðni strætóferða „Þau tíðindi urðu á fundi borgarstjórnar að fulltrúar allra flokka lýstu sig fylgjandi tillögu Samfylkingarinnar um að 10 mínútna tíðni á stofnleiðum yrði endurvakin. Þessi aukna og örugga tíðni í almenningssamgöngum var aflögð í upphafi kjörtímabilsins," segir Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík, í tilkynningu. 4.5.2010 18:20
Breyta lögum um húsnæðismál Ríkisstjórnin hefur samþykkt að leggja fyrir Alþingi frumvarp Árna Páls Árnasonar, félags- og tryggingamálaráðherra um breytingar á lögum um húsnæðismál. 4.5.2010 18:12
Sóley: Gengið of nærri grunnþjónustunni „Niðurstaða ársreiknings Reykjavíkurborgar er árangur af niðurskurði, þar sem gengið hefur verið allt of nærri grunnþjónustu sveitarfélagsins gagnvart íbúum. Athyglisverðast er þó að skoða stöðu B-hlutafyrirtækja borgarinnar, en þau sinna grunnþjónustu sem skiptir sköpum fyrir alla borgarbúa. Hæst bera þar Orkuveita Reykjavíkur, Félagsbústaðir, Strætó, Sorpa og Slökkviliðið – en staða þeirra grafalvarleg,“ segir Sóley Tómasdóttir, oddviti VG í Reykjavík, í tilkynningu. Ársreikningur Reykjavíkurborgar var lagður fram í borgarstjórn í dag. 4.5.2010 17:37
Eyjafjallajökull: Lokun hættusvæða enn í fullu gildi Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra minnir á að lokanir séu enn í fullu gildi á svæðinu umhverfis eldgosið í Eyjafjallajökli. Í tilkynningu segir að undanfarið hafi verið töluverð ásókn í að komast inn á lokuð hættusvæði í grennd við gosstöðvarnar. 4.5.2010 16:40
Dagur: Slæm staða OR varpar skugga á ársreikninginn Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn segir að slæm staða Orkuveitunnar og aðgerðarleysi í fjármálum fyrirtækisins varpi skugga á annars vel viðundandi stöðu borgarsjóðs en ársreikningur Reykjavíkurborgar var lagður fram í borgarstjórn í dag. 4.5.2010 16:30