Innlent

Opið fyrir umferð um Suðurlandsveg í austur

Frá Suðurlandsvegi. Mikil þoka er á svæðinu.
Frá Suðurlandsvegi. Mikil þoka er á svæðinu. Mynd/Sigurjón
Ekki er útlit fyrir að Suðurlandsvegur um Hellisheiði eða Þrengsli opnist fyrir umferð til borgarinnar næstu 1-2 klukkutíma, að sögn lögreglu. Búið er að opna fyrir umferð um Suðurlandsveg austur frá höfuðborgarsvæðinu og er umferð hleypt um Þrengslaveg.

Umferðaróhapp varð á Suðurlandsvegi skammt frá Hellisheiðarvirkjun á fjórða tímanum. Mikil þoka er á svæðinu og ók bifreið aftan á aðra. Lögregla og sjúkralið voru kölluð á vettvang en ekki vildi betur til en svo að ekið var aftan á sjúkrabílinn skömmu eftir að hann var kominn á staðinn. Að sögn slökkviliðsins varð enginn fyrir alvarlegum meiðslum.

Ekki er hægt að hleypa umferð að austan, hvorki um Hellisheiði né Þrengsli. Lögregla bendir því á Biskupstungnabraut og Þingvelli og eftir atvikum Nesjavallaleið. Vegfarendur er beðnir að fara varlega vegna þokunnar og vinnu á vettvangi.


Tengdar fréttir

Tvö umferðaróhöpp með skömmu millibili við Hellisheiðarvirkjun

Umferðaróhapp varð á Suðurlandsvegi í Svínahrauni við Hellisheiðarvirkjun á fimmta tímanum. Mikil þoka er á svæðinu og ók bifreið aftan á aðra. Lögregla og sjúkralið voru kölluð á vettvang en ekki vildi betur til en svo að ekið var aftan á sjúkrabílinn skömmu eftir að hann var kominn á staðinn. Að sögn slökkviliðsins varð enginn fyrir alvarlegum meiðslum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×