Innlent

Lögreglan lýsir eftir manni, leit hafin

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Eric John Burton, Englendingi sem búsettur er hér á landi, en hann fór fótgangandi frá heimili sínu um klukkan níu í gærkvöldi.

Töluverður fjöldi björgunarsveitarmanna er nú að leita að manninum við Safamýri og Háaleitisbraut en sú leit hófst strax í nótt.

Eric John býr að Háaleitisbraut í Reykjavík og er fæddur 1940. Hann er um 180 cm. á hæð, grannur og með grásprengt hár. Eric var íklæddur rauðum og brúnum jakka, rauðri skyrtu, bláum gallabuxum og brúnum skóm.

Þeir sem geta veitt upplýsingar um ferðir hans eftir klukkan níu í gærkvöldi eru beðnir um að hafa samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í síma 444-1104.

 
















Fleiri fréttir

Sjá meira


×