Innlent

Bílþjófar í Kópavogi

Tilkynnt var um bílþjófnað í Kópavogi í nótt. Lögregla hóf eftirgrennslan og komst bíllinn í leitirnar. Fjórir einstaklingar sem voru í og við bílinn þegar lögreglu bar að garði voru handteknir og bíða þeir nú yfirheyrslu.

Þá var einn ökumaður tekinn grunaður um akstur undir áhrifum lyfja í Reykjavík. Lögregla veitti bifreið mannsins athygli enda vantaði allt loft í hjólbarðana að aftan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×