Innlent

Gæsluvarðhalds krafist vegna árásarinnar í Reykjanesbæ

Árásarmennirnir eru báðir á þrítugsaldri og hafa áður komið við sögu lögreglu.
Árásarmennirnir eru báðir á þrítugsaldri og hafa áður komið við sögu lögreglu. Mynd/GVA
Lögreglan á Suðurnesjum hefur farið fram á að tveir karlmenn sem gengu í skrokk á hjónum á sjötugsaldri og dóttur þeirra í gærkvöldi verði úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Dómari tekur afstöðu til kröfunnar á morgun, samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá lögreglu. Málið er litið mjög alvarlegum augum.

Árásin átti sér stað fyrir utan heimili hjónanna í Reykjanesbæ. Karlmaðurinn var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík eftir árásina en hann er ekki alvarlega slasaður.

Árásarmennirnir eru báðir á þrítugsaldri og hafa áður komið við sögu lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×