Erlent

Allsherjarverkfall í Grikklandi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Papandreou, forsætisráðherra Grikklands, hefur boðað sársaukafullar aðgerðir í ríkisfjármálum.
Papandreou, forsætisráðherra Grikklands, hefur boðað sársaukafullar aðgerðir í ríkisfjármálum.
Allsherjarverkfall er hafið i Grikklandi til þess að mótmæla niðurskurði í opinberum rekstri og skattahækkunum.

Lestir, flugvélar og ferjur eru kyrrar vegna þess að áhafnir þeirra hafa ákveðið að taka þátt í verkfallinu sem hófst í gær og mun standa yfir í 48 klukkustundir.

Mikil reiði ríkir á meðal Grikkja vegna fyrirhugaðra aðgerða til að takast á við vanda ríkissjóðs í landinu. Gríska þingið mun greiða atkvæði um aðgerðirnar í lok þessarar viku. Niðurskurðaráætlanir stjórnvalda fela meðal annars í sér frystingu launa og lægri lífeyrissjóðsgreiðslur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×