Innlent

Úthlutað úr sjóði Bjarna Benediktssonar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, setur samkomuna. Mynd/ Vilhelm.
Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, setur samkomuna. Mynd/ Vilhelm.
Úthlutað verður úr sjóðnum Rannsóknastyrkir Bjarna Benediktssonar, til rannsókna á sviði lögfræði og sagnfræði í Norræna húsinu í dag klukkan fjögur. Björn Bjarnason setur samkomuna og fulltrúar dómnefnda kynna niðurstöður og afhenda styrkina. Þá munu styrkþegar sjóðsins í fyrra, þeir Helgi Áss Grétarsson og Gunnar Þór Bjarnason, flytja ræður. Kaffiveitingar að úthlutun lokinni.

Hinn 30. apríl árið 2008 voru 100 ár liðin frá fæðingu Bjarna Benediktssonar lagaprófessors og forsætisráðherra. Til að minnast þeirra tímamóta var ákveðið að stofna til styrkveitinga á sviði lögfræði og sagnfræði. Árlega eru veittir styrkir til lögfræði- og sagnfræðirannsókna.

Annars vegar eru veittir rannsóknastyrkir á sviði stjórnsýslu- og stjórnskipunarréttar með það að markmiði að efla rannsóknir á þeim sviðum lögfræðinnar, sem snerta innviði stjórnskipunarinnar og réttaröryggi borgaranna gagnvart leyfisvaldi og eftirliti stjórnvalda.

Hins vegar eru veittir rannsóknarstyrkir á sviði hag- og stjórnmálasögu 20. aldar til okkar daga með það að markmiði að efla rannsóknir og dýpka skilning á umbreytingum í íslensku efnahagslífi, stjórnmálum og utanríkismálum á 20. öld, segir í tilkynningu frá sjóðnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×