Erlent

Skelfing í Amsterdam

Óli Tynes skrifar
Fólk vissi ekkert af hverju það var að reyna að forða sér.
Fólk vissi ekkert af hverju það var að reyna að forða sér. Mynd/AP

Fjölmargir slösuðust þegar skelfing greip um sig í mannfjölda sem var við minningarathöfn í Amsterdam í gær.

Meðal viðstaddra var Beatrix drottning Hollands. Fólkið hafði safnast saman í miðborg Amsterdams til að minnast þess að 65 ár voru liðin frá því Holland var frelsað undan hernámi Þjóðverja í síðari heimsstyrjöldinni.

Liður í dagskránni var tveggja mínútna þögn til að minnast þeirra sem létu lífið í stríðinu. Skyndilega byrjaði maður nokkur að öskra hárri röddu og greip þá um sig mikil skelfing.

Fólk ruddist til þess að forða sér og margir tróðust undir. Líklega hafa einhverjir verið með hugann við það að á svokölluðum Drottningardegi á síðasta ári létu fimm manns lífið þegar atvinnulaus öryggisvörður reyndi að keyra á konungsfjölskylduna.

Hann ók á fullri ferð í gegnum mannfjöldann með þeim afleiðingum að fimm manns létu lífið og fjölmargir slösuðust. Öryggisvörðurinn lét sjálfur lífið en hann náði ekki til konungsfjölskyldunnar sem var í opnum vagni við athöfnina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×