Innlent

Fundu tæki til að brugga landa

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lögreglan fann tæki til að brugga landa. Mynd/ Pjetur.
Lögreglan fann tæki til að brugga landa. Mynd/ Pjetur.
Lögreglan á Selfossi fann tæki til að brugga landa í heimahúsi í Hveragerði í gærkvöld. Einungis var um búnað til bruggunar að ræða en engin landi fannst þar. Tveir menn eru taldir bera ábyrgð á tækjunum og tóku lögreglumenn skýrslu af þeim á vettvangi. Eftir það voru þeir svo frjálsir ferða sinna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×