Erlent

Ónógur svefn getur leitt til ótímabærs andláts

Tölfræðin segir að þeir sem sofa minna en 6 tíma á nóttu séu í 12% meiri hættu á ótímabæru andláti en þeir sem fá hefðbundinn sex til átta tíma svefn.
Tölfræðin segir að þeir sem sofa minna en 6 tíma á nóttu séu í 12% meiri hættu á ótímabæru andláti en þeir sem fá hefðbundinn sex til átta tíma svefn.

Ný rannsókn bendir til að ónógur svefn geti valdið því að fólk látist fyrir aldur fram.

Rannsóknin var samvinnuverkefni breskra og ítalskra vísindamanna en helstu niðurstöður hennar eru að ef fólk fær minna en sex tíma svefn á hverri nóttu geti slíkt leitt til ótímabærs andláts.

Rannsóknin náði til hálfrar annarar milljóna manna í 16 könnunum víða um heiminn. Tölfræðin úr henni segir að þeir sem sofa minna en 6 tíma á nóttu séu í 12% meiri hættu á ótímabæru andláti en þeir sem fá hefðbundinn sex til átta tíma svefn.

Greint er frá þessum niðurstöðum á vefsíðu BBC. Þar kemur fram að ónógur svefn sé oft fylgikvilli nútíma lifnaðarhátta, þar sem langir vinnudagar, vaktavinna og félagslegur þrýstringur stuðli að því að fólk fái ekki nægilegan svefn.

Vitnað er í prófessor Jim Horne við svefnrannsóknarstöðina í Loughborough sem segir að svefninn endurspegli líkamlega og andlega heilsu okkar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×