Innlent

Samkynhneigð pör fái að giftast

Ekkert er því til fyrirstöðu að prestum þjóðkirkjunnar verði heimilað að gefa saman samkynhneigð pör í hjónaband, að mati 82 presta, djákna og guðfræðinga sem skrifa undir grein um ein hjúskaparlög í blaðinu í dag.

Greinarhöfundar segja að það sé hlutverk biskups og kenningarnefndar að taka afstöðu til frumvarpsins um ein hjúskaparlög á Íslandi. Þeir minna á að sænska kirkjan hafi þegar samþykkt hjónaband samkynhneigðra.

„Við teljum mikilvægt að þjóðkirkjan fylgi því fordæmi, hafi áfram vígsluvald og stuðli þannig að áframhaldandi samfylgd kirkju og þjóðar í hjúskaparmálum."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×