Fleiri fréttir Enn talsvert gos í Eyjafjallajökli Talsvert gos er enn í gangi í Eyjafjallajökli, samkvæmt upplýsingum frá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. Eldvirkni er enn í þremur gígum sem ennþá virðast vera aðskildir. 19.4.2010 17:58 Íbúafundur á Kirkjubæjarklaustri í kvöld Íbúafundur á Kirkjubæjarklaustri í kvöld mánudag 19. apríl kl. 20:30 um almannaverndarmál. Á fundinn koma jarðvísindamaður, veðurfræðingur og fleiri sérfræðingar sem að málum koma vegna náttúruhamfaranna. 19.4.2010 17:07 Enn lýst eftir Emiliönu Lögreglan á Akureyri og Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar lýsa enn eftir Emilíönu Andrésardóttur, sem strauk frá meðferðarheimilinu Stuðlum þann 15. apríl síðastliðinn. Síðast sást til hennar í Hafnarfirði á leið til Reykjavíkur. Emilíana er fædd árið 1996. Hún er dökkhærð, um 160 sentimetrar á hæð og grannvaxin. 19.4.2010 17:03 Eiturmálið: Húsráðandi úrskurðaður í tveggja daga gæsluvarðhald Karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á miðvikudag vegna rannsóknar á því hvernig annar maður innbyrti stíflueyði um helgina. 19.4.2010 16:41 Eldgosið stórskaðar blómaframleiðslu í Kenía Eldgosið í Eyjafjallajökli er að stórskaða blómaframleiðslu í Kenía. Blómaframleiðendur þar í landi tapa þremur milljónum dollara á dag vegna öskufallsins en öll flugumferð liggur niðri vegna gossins og því geta blómaframleiðendur ekki flutt framleiðslu sína til Evrópu. 19.4.2010 16:28 Rauði krossinn veitir áfallahjálp á gossvæðinu Rauði kross Íslands vinnur nú að því í samvinnu við heimamenn að veita íbúum og þeim sem orðið hafa fyrir áhrifum af völdum eldgossins sálrænan stuðning. 19.4.2010 15:58 Starfshópur skipaður um breytingar á skattakerfinu Fjármálaráðherra hefur skipað starfshóp til að móta og setja fram heildstæðar tillögur um breytingar og umbætur á skattkerfinu. 19.4.2010 15:50 Leiðbeiningar vegna stórra loftræstikerfa og öskufalls Almannavarnir hafa sent frá sér tilkynningu vegna öskufalls við hús sem eru með stór loftræstikerfi. Þar segir að best sé að ræða við þann sem hannaði kerfið til að fá leiðbeiningar um hvað eigi að gera til að búa það sem best undir öskufall. 19.4.2010 15:48 Gæsluvarðhalds krafist yfir manni vegna eitrunarmálsins Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur krafist gæsluvarðhalds yfir húsráðandanum vegna gruns um að hafa átt þátt í því að maður innbyrti stíflueyði af gerðinni Grettir sterki. 19.4.2010 15:32 Landsfundi Sjálfstæðisflokksins flýtt verulega Fundi miðstjórnar Sjálfstæðisflokksins er lokið en þar var tillaga formanns flokksins, Bjarna Benediktssonar, samþykkt einróma, en hún kveður á um að flýta landsfundinum. 19.4.2010 15:30 Sjónrænt eldgos Þrátt fyrir að eldgosið hafi gert Evrópubúum lífið leitt þá hefur sjaldan verið jafn mikið fjör hjá ljósmyndurum hér á landi. 19.4.2010 15:14 Mikið um þjófnaði á Akranesi 6 þjófnaðir voru tilkynntir til lögreglunnar á Akranesi í síðustu viku. 19.4.2010 15:11 Ungir karlmenn andvígir lögum um bann við nektardansi Ungir karlmenn undir þrítugt eru andvígir lögum um bann við nektardansi samkvæmt könnun MMR sem var framkvæmd á dögunum. Alls voru 70 prósent svarenda í þeim hópi andvígir lögunum. 19.4.2010 15:05 Lögreglan leitar að vitnum vegna eiturmálsins Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum sem voru stödd í heimahúsi í Hlíðunum þar sem karlmaður innbyrti stíflueyði. 19.4.2010 14:47 Fimmtán ár frá árásinni í Oklahoma Fimmtán ár eru í dag liðin frá sprengjuárásinni á stjórnsýsluhúsið í Oklahoma í Bandaríkjunum. Í árásinni létu 168 lífið og yfir 600 slösuðust. 19.4.2010 14:42 Icelandair flýgur til Bretlands og Norðurlanda á morgun Icelandair mun fljúga samkvæmt áætlun á í fyrramálið, þriðjudagsmorgun 20. apríl, til Stokkhólms og Osló. 19.4.2010 14:42 Á annan tug erlendra farþega- og flutningavéla fastar hér á landi Á annan tug erlendra farþega- og flutningaflugvéla eru nú á flugvélastæðum á Keflavíkurflugvelli og bíða átekta að komast til áfangastaða sinna í Evrópu samkvæmt fréttavef Víkurfrétta (vf.is). 19.4.2010 14:21 Vilja opna lofthelgi að hluta til Á símafundi evrópskra flugmálayfirvalda sem haldinn var í morgun var ákveðið að þróa aðferðafræði sem gæti gert kleift að opna evrópskt loftrými án þess að ógna flugöryggi á nokkurn hátt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Flugstoðum. 19.4.2010 13:19 Tveir handteknir vegna eiturmáls- atburðarás óljós Atburðarrásin er óljós varðandi fertugan mann sem innbyrti stíflueyði í teiti um helgina að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 19.4.2010 13:12 Ekki sprenging innanborðs í herskipinu Forseti Suður-Kóreu hefur lofað þjóðinni að gripið verði til ákveðinna aðgerða ef í ljós komi að herskipið sem sprakk í tvennt og sökk í síðasta mánuði hafi orðið fyrir einhverskonar árás. 19.4.2010 13:04 Líkur á öskufalli í Reykjavík hverfandi Samkvæmt Veðurstofu Íslands eru líkur á öskufalli úr eldgosinu í Eyjafjallajökli á höfuðborgarsvæðinu hverfandi. Í tilkynningu frá Almannavörnum segir að samkvæmt veðurspá muni vindátt breytast á fimmtudag og verða austanstæð en gert er ráð fyrir rigningu sem dregur verulega úr líkum á öskufalli. 19.4.2010 12:40 Sjálfstæðismenn funda vegna afsagnar Þorgerðar Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins kemur saman til fundar í dag til að ræða þá stöðu sem upp er kominn í flokknum eftir að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sagði af sér sem varaformaður um helgina. Þá verður einnig ræddur sá möguleiki að flýta Landsfundi flokksins. 19.4.2010 12:14 Dæmdur nauðgari einn þeirra sem var handtekinn í kókaínmáli Átta manns, sjö karlar og ein kona, hafa verið úrskurðuð í gæsluvarðhald til vikuloka. Þau eru grunuð um stórfelldan fíkniefnainnflutning. Europol rannsakar málið í samvinnu við lögregluna hér á landi. Einn hinna handteknu er Davíð Garðarsson, dæmdur nauðgari sem var á flótta undan lögreglunni í tæp tvö ár. 19.4.2010 12:03 Gosið að breytast í hraungos Gosmökkurinn yfir Eyjafjallajökli er talsvert lægri en hann hefur verið að undanförnu, sem talið er vita á að farið sé að draga úr öskugosinu og að gosið sé að verða hraungos. Gosvirkni jókst i gærkvköldi, dalaði aðeins í nótt en óx aftur í morgun. 19.4.2010 11:59 Varðskipið Ægir gleður börn í Senegal Varðskipið Ægir er á leið til Senegal á morgun þar sem stendur til að taka þátt í eftirliti með Frontex, Landamærastofnun Evrópu sem Ísland er aðili að í gegnum Schengen samstarfið. 19.4.2010 11:42 Lögreglan í Vestmannaeyjum gagnrýnir samninganefnd harðlega Lögreglufélag Vestmannaeyja lýsir yfir mikilli óánægju með það sem þeir kalla virðingaleysi samninganefnd ríkisins í ályktun sem þeir sendu fjölmiðlum í dag. 19.4.2010 11:25 Engin aska í tilraunaflugi British Airways Flugfélagið British Airways fann engin merki um ösku á Boeing 747 breiðþotu sem það sendi á loft í gær. 19.4.2010 11:13 Alþjóðleg rannsókn á kókaíninnflutningi Átta manns, sjö karlar og ein kona, hafa verið úrskurðuð í gæsluvarðhald til vikuloka að minnsta kosti grunuð um stórfelldan fíkniefnainnflutning. Europol rannsakar málið í samvinnu við lögregluna. 19.4.2010 10:57 Bretar senda flotann til að sækja ferðamenn Bresk stjórnvöld hafa ákveðið að senda flota af herskipum til að ná í breska ferðamenn og ríkisborgara sem eru strandaðir víða um Evrópu vegna öskunnar úr Eyjafjallajökli. Meðal þeirra herskipa sem nota á eru þau stærstu í flotanum, flugmóðurskipin HMS Ark Royal og HMS Ocean. 19.4.2010 10:49 Átta í haldi grunaðir um stórfellt fíkniefnasmygl Átta menn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til vikuloka að minnsta kosti grunaðir um stórfelldan fíkniefnainnflutning. Heimildir fréttastofu herma að um hvítt efni í kílóavís sé að ræða. Upp komst um smyglið á Keflavíkurflugvelli en reynt var að smygla efnunum í ferðatösku. 19.4.2010 10:29 Neyddur til þess að drekka stíflueyði - liggur á gjörgæslu Karlmaður um fertugt liggur þungt haldinn á gjörgæslu eftir að menn neyddu ofan í hann ætandi stíflueyði um helgina. 19.4.2010 09:50 Sýna Hrafni stuðning með því að flagga fánum í Laugarnesinu Reykjavíkurborg hefur ákveðið að láta til skarar skríða gegn Hrafni Gunnlaugssyni kvikmyndagerðarmanni og var honum gefinn frestur til klukkan níu í morgun til þess að fjarlægja muni sem hann telur sig eiga en liggja utan lóðamarka við heimili hans í Laugarnesinu. Að öðrum kosti mun borgin láta fjarlægja munina án frekari fyrirvara. Í gegnum árin hefur Hrafn sankað að sér alls kyns munum á lóð sinni og þar í kring. 19.4.2010 09:18 Fimm fangar hefja afplánun að Bitru Fimm fangar eru nú komnir í nýja fangelsið að Bitru í Flóahreppi, en þar verður rými fyrir 20 fanga. Að sögn Margrétar Frímannsdóttur forstöðumanns fangelsins að Litla Hrauni afgreiddu allar stofnanir umsóknir um tilheyrandi leyfi hratt og vel, bæði skipulagsyfirvöld eystra og viðkomandi ráðuneyti. Fangelsið verður svo fromlega opnað innan tíðar. 19.4.2010 09:09 Strangari siglingareglur við kóralrifið mikla Áströlsk yfirvöld undirbúa nú að setja mun strangari reglur varðandi flutningaskip sem sigla nálægt stóra Kóralrifinu undan ströndum landsins. Kínverskt kolaflutningaskip strandaði á rifinu á dögunum og olli miklum skemmdum á kóralnum en rifið er það stærsta sinnar tegundar í heiminum. 19.4.2010 09:04 Makríll aðeins veiddur á línu Sjávarútvegsráðherra hefur að áeggjan laxveiðimanna breytt nýrri reglugerð um makrílveiðar á þann veg að þær verða bannaðar með netum. 19.4.2010 09:02 Fundað með íbúum á áhrifasvæði gossins Íbúafundir verða haldnir á næstunni með íbúum, sem hafa orðið fyrir búsifjum vegna eldgossins. Sá fyrsti verður að Gunnarshólma klukkan hálf ellefu í dag. Þar munu almannavarnanefndir í héraði, dýralæknar, jarðvísindamenn og fleiri sérfærðingar, ásamt fulltrúum frá stofnunum, fara yfir stöðuna og fjalla um aðgerðir. 19.4.2010 08:27 Tekinn á 136 þar sem hámarkið er 30 Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn á Eyrarbakka í gær eftir að hann hafði ekið á að minnstakosti 136 kílómetra hraða á götu þar sem hámarkshraði er 30 kílómetrar á klukkusutnd. 19.4.2010 08:25 Lá við stórtjóni Minnstu munaði að stórtjón yrði, þegar eldur kviknaði í ruslagámi við félagsheimilið Félagslund í Gaulverjabæjarhreppi suðuaustur af Selfossi á tólfta tímanum í gærkvöldi. 19.4.2010 08:24 Búið að gera við veginn við Markarfljót - enn lokað þó Það snjóaði víða á norðan- og austanverðu landinu í nótt og er víða hálka, einkum á fjallvegum. Það var til dæmis al hvít jörð og hálka á Akureyri í morgunsárið. 19.4.2010 08:20 Gera ráð fyrir að lögreglumönnum fækki Fjármálaráðuneytið gerir ráð fyrir að lögreglumönnum og öðru starfsfólki lögreglunnar fækki á næstu árum. Þetta verði gert með því að nánast engar nýráðningar komi á móti fækkun vegna þeirra starfsmanna sem fara á eftirlaun eða hverfa til annarra starfa. Þetta kemur fram í umsögn fjármálaráðuneytisins um nýtt frumvarp um breytingar á lögreglulögum sem liggur fyrir þinginu. 19.4.2010 08:00 Enn kraftur í gosinu Gosórói jókst í Eyjafjallajökli í gærkvöldi og er enn kraftur í gosinu. Gosmökkurinn er hinsvegar margfalt lægri en áður, hann stígur rétt upp fyrir jökulinn. Þetta staðfesta ratsjár og myndir úr gerfihnöttum. 19.4.2010 07:16 Flogið til Noregs, Svíþjóðar og Finnlands Staðan á flugi frá Íslandi er sú að flug Icelandair til Kaupmannahafnar sem fara átti í dag hefur verið fellt niður en í stað þess er boðið upp á aukaflug til Osló. Einnig hefur flugi sem fara átti til Helsinki verið breytt og verður nú flogið til Tampere þess í stað. 19.4.2010 07:08 Askan í Evrópu: Útlitið aðeins bjartara Askan úr eyjafjallajökli heldur áfram að hrella evrópubúa og lama flugsamgöngur. Þó hafa flugvellir verið opnaði í Noregi og Svíþjóð þótt það gæti verið tímabundið. 19.4.2010 06:59 Efast um lögmæti landsdóms Vafi leikur á hvort landsdómur standist Mannréttindasáttmála Evrópu. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, benti á í grein á laugardag að samkvæmt Mannréttindasáttmála Evrópu verði allir að eiga þess kost að mál þeirra sé tekið fyrir á tveimur dómstigum. „Landsdómur uppfyllir ekki þetta skilyrði. Hann er því ónothæfur,“ skrifar Þorsteinn. 19.4.2010 06:45 Sló út rafmagni á Litla-Hrauni Óheppin álft flaug á rafmagnsstreng skammt frá fangelsinu á Litla-Hrauni um klukkan 13.30 í gær með þeim afleiðingum að rafmagni sló út víða á Suðurlandi. 19.4.2010 06:30 Sjá næstu 50 fréttir
Enn talsvert gos í Eyjafjallajökli Talsvert gos er enn í gangi í Eyjafjallajökli, samkvæmt upplýsingum frá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. Eldvirkni er enn í þremur gígum sem ennþá virðast vera aðskildir. 19.4.2010 17:58
Íbúafundur á Kirkjubæjarklaustri í kvöld Íbúafundur á Kirkjubæjarklaustri í kvöld mánudag 19. apríl kl. 20:30 um almannaverndarmál. Á fundinn koma jarðvísindamaður, veðurfræðingur og fleiri sérfræðingar sem að málum koma vegna náttúruhamfaranna. 19.4.2010 17:07
Enn lýst eftir Emiliönu Lögreglan á Akureyri og Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar lýsa enn eftir Emilíönu Andrésardóttur, sem strauk frá meðferðarheimilinu Stuðlum þann 15. apríl síðastliðinn. Síðast sást til hennar í Hafnarfirði á leið til Reykjavíkur. Emilíana er fædd árið 1996. Hún er dökkhærð, um 160 sentimetrar á hæð og grannvaxin. 19.4.2010 17:03
Eiturmálið: Húsráðandi úrskurðaður í tveggja daga gæsluvarðhald Karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á miðvikudag vegna rannsóknar á því hvernig annar maður innbyrti stíflueyði um helgina. 19.4.2010 16:41
Eldgosið stórskaðar blómaframleiðslu í Kenía Eldgosið í Eyjafjallajökli er að stórskaða blómaframleiðslu í Kenía. Blómaframleiðendur þar í landi tapa þremur milljónum dollara á dag vegna öskufallsins en öll flugumferð liggur niðri vegna gossins og því geta blómaframleiðendur ekki flutt framleiðslu sína til Evrópu. 19.4.2010 16:28
Rauði krossinn veitir áfallahjálp á gossvæðinu Rauði kross Íslands vinnur nú að því í samvinnu við heimamenn að veita íbúum og þeim sem orðið hafa fyrir áhrifum af völdum eldgossins sálrænan stuðning. 19.4.2010 15:58
Starfshópur skipaður um breytingar á skattakerfinu Fjármálaráðherra hefur skipað starfshóp til að móta og setja fram heildstæðar tillögur um breytingar og umbætur á skattkerfinu. 19.4.2010 15:50
Leiðbeiningar vegna stórra loftræstikerfa og öskufalls Almannavarnir hafa sent frá sér tilkynningu vegna öskufalls við hús sem eru með stór loftræstikerfi. Þar segir að best sé að ræða við þann sem hannaði kerfið til að fá leiðbeiningar um hvað eigi að gera til að búa það sem best undir öskufall. 19.4.2010 15:48
Gæsluvarðhalds krafist yfir manni vegna eitrunarmálsins Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur krafist gæsluvarðhalds yfir húsráðandanum vegna gruns um að hafa átt þátt í því að maður innbyrti stíflueyði af gerðinni Grettir sterki. 19.4.2010 15:32
Landsfundi Sjálfstæðisflokksins flýtt verulega Fundi miðstjórnar Sjálfstæðisflokksins er lokið en þar var tillaga formanns flokksins, Bjarna Benediktssonar, samþykkt einróma, en hún kveður á um að flýta landsfundinum. 19.4.2010 15:30
Sjónrænt eldgos Þrátt fyrir að eldgosið hafi gert Evrópubúum lífið leitt þá hefur sjaldan verið jafn mikið fjör hjá ljósmyndurum hér á landi. 19.4.2010 15:14
Mikið um þjófnaði á Akranesi 6 þjófnaðir voru tilkynntir til lögreglunnar á Akranesi í síðustu viku. 19.4.2010 15:11
Ungir karlmenn andvígir lögum um bann við nektardansi Ungir karlmenn undir þrítugt eru andvígir lögum um bann við nektardansi samkvæmt könnun MMR sem var framkvæmd á dögunum. Alls voru 70 prósent svarenda í þeim hópi andvígir lögunum. 19.4.2010 15:05
Lögreglan leitar að vitnum vegna eiturmálsins Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum sem voru stödd í heimahúsi í Hlíðunum þar sem karlmaður innbyrti stíflueyði. 19.4.2010 14:47
Fimmtán ár frá árásinni í Oklahoma Fimmtán ár eru í dag liðin frá sprengjuárásinni á stjórnsýsluhúsið í Oklahoma í Bandaríkjunum. Í árásinni létu 168 lífið og yfir 600 slösuðust. 19.4.2010 14:42
Icelandair flýgur til Bretlands og Norðurlanda á morgun Icelandair mun fljúga samkvæmt áætlun á í fyrramálið, þriðjudagsmorgun 20. apríl, til Stokkhólms og Osló. 19.4.2010 14:42
Á annan tug erlendra farþega- og flutningavéla fastar hér á landi Á annan tug erlendra farþega- og flutningaflugvéla eru nú á flugvélastæðum á Keflavíkurflugvelli og bíða átekta að komast til áfangastaða sinna í Evrópu samkvæmt fréttavef Víkurfrétta (vf.is). 19.4.2010 14:21
Vilja opna lofthelgi að hluta til Á símafundi evrópskra flugmálayfirvalda sem haldinn var í morgun var ákveðið að þróa aðferðafræði sem gæti gert kleift að opna evrópskt loftrými án þess að ógna flugöryggi á nokkurn hátt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Flugstoðum. 19.4.2010 13:19
Tveir handteknir vegna eiturmáls- atburðarás óljós Atburðarrásin er óljós varðandi fertugan mann sem innbyrti stíflueyði í teiti um helgina að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 19.4.2010 13:12
Ekki sprenging innanborðs í herskipinu Forseti Suður-Kóreu hefur lofað þjóðinni að gripið verði til ákveðinna aðgerða ef í ljós komi að herskipið sem sprakk í tvennt og sökk í síðasta mánuði hafi orðið fyrir einhverskonar árás. 19.4.2010 13:04
Líkur á öskufalli í Reykjavík hverfandi Samkvæmt Veðurstofu Íslands eru líkur á öskufalli úr eldgosinu í Eyjafjallajökli á höfuðborgarsvæðinu hverfandi. Í tilkynningu frá Almannavörnum segir að samkvæmt veðurspá muni vindátt breytast á fimmtudag og verða austanstæð en gert er ráð fyrir rigningu sem dregur verulega úr líkum á öskufalli. 19.4.2010 12:40
Sjálfstæðismenn funda vegna afsagnar Þorgerðar Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins kemur saman til fundar í dag til að ræða þá stöðu sem upp er kominn í flokknum eftir að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sagði af sér sem varaformaður um helgina. Þá verður einnig ræddur sá möguleiki að flýta Landsfundi flokksins. 19.4.2010 12:14
Dæmdur nauðgari einn þeirra sem var handtekinn í kókaínmáli Átta manns, sjö karlar og ein kona, hafa verið úrskurðuð í gæsluvarðhald til vikuloka. Þau eru grunuð um stórfelldan fíkniefnainnflutning. Europol rannsakar málið í samvinnu við lögregluna hér á landi. Einn hinna handteknu er Davíð Garðarsson, dæmdur nauðgari sem var á flótta undan lögreglunni í tæp tvö ár. 19.4.2010 12:03
Gosið að breytast í hraungos Gosmökkurinn yfir Eyjafjallajökli er talsvert lægri en hann hefur verið að undanförnu, sem talið er vita á að farið sé að draga úr öskugosinu og að gosið sé að verða hraungos. Gosvirkni jókst i gærkvköldi, dalaði aðeins í nótt en óx aftur í morgun. 19.4.2010 11:59
Varðskipið Ægir gleður börn í Senegal Varðskipið Ægir er á leið til Senegal á morgun þar sem stendur til að taka þátt í eftirliti með Frontex, Landamærastofnun Evrópu sem Ísland er aðili að í gegnum Schengen samstarfið. 19.4.2010 11:42
Lögreglan í Vestmannaeyjum gagnrýnir samninganefnd harðlega Lögreglufélag Vestmannaeyja lýsir yfir mikilli óánægju með það sem þeir kalla virðingaleysi samninganefnd ríkisins í ályktun sem þeir sendu fjölmiðlum í dag. 19.4.2010 11:25
Engin aska í tilraunaflugi British Airways Flugfélagið British Airways fann engin merki um ösku á Boeing 747 breiðþotu sem það sendi á loft í gær. 19.4.2010 11:13
Alþjóðleg rannsókn á kókaíninnflutningi Átta manns, sjö karlar og ein kona, hafa verið úrskurðuð í gæsluvarðhald til vikuloka að minnsta kosti grunuð um stórfelldan fíkniefnainnflutning. Europol rannsakar málið í samvinnu við lögregluna. 19.4.2010 10:57
Bretar senda flotann til að sækja ferðamenn Bresk stjórnvöld hafa ákveðið að senda flota af herskipum til að ná í breska ferðamenn og ríkisborgara sem eru strandaðir víða um Evrópu vegna öskunnar úr Eyjafjallajökli. Meðal þeirra herskipa sem nota á eru þau stærstu í flotanum, flugmóðurskipin HMS Ark Royal og HMS Ocean. 19.4.2010 10:49
Átta í haldi grunaðir um stórfellt fíkniefnasmygl Átta menn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til vikuloka að minnsta kosti grunaðir um stórfelldan fíkniefnainnflutning. Heimildir fréttastofu herma að um hvítt efni í kílóavís sé að ræða. Upp komst um smyglið á Keflavíkurflugvelli en reynt var að smygla efnunum í ferðatösku. 19.4.2010 10:29
Neyddur til þess að drekka stíflueyði - liggur á gjörgæslu Karlmaður um fertugt liggur þungt haldinn á gjörgæslu eftir að menn neyddu ofan í hann ætandi stíflueyði um helgina. 19.4.2010 09:50
Sýna Hrafni stuðning með því að flagga fánum í Laugarnesinu Reykjavíkurborg hefur ákveðið að láta til skarar skríða gegn Hrafni Gunnlaugssyni kvikmyndagerðarmanni og var honum gefinn frestur til klukkan níu í morgun til þess að fjarlægja muni sem hann telur sig eiga en liggja utan lóðamarka við heimili hans í Laugarnesinu. Að öðrum kosti mun borgin láta fjarlægja munina án frekari fyrirvara. Í gegnum árin hefur Hrafn sankað að sér alls kyns munum á lóð sinni og þar í kring. 19.4.2010 09:18
Fimm fangar hefja afplánun að Bitru Fimm fangar eru nú komnir í nýja fangelsið að Bitru í Flóahreppi, en þar verður rými fyrir 20 fanga. Að sögn Margrétar Frímannsdóttur forstöðumanns fangelsins að Litla Hrauni afgreiddu allar stofnanir umsóknir um tilheyrandi leyfi hratt og vel, bæði skipulagsyfirvöld eystra og viðkomandi ráðuneyti. Fangelsið verður svo fromlega opnað innan tíðar. 19.4.2010 09:09
Strangari siglingareglur við kóralrifið mikla Áströlsk yfirvöld undirbúa nú að setja mun strangari reglur varðandi flutningaskip sem sigla nálægt stóra Kóralrifinu undan ströndum landsins. Kínverskt kolaflutningaskip strandaði á rifinu á dögunum og olli miklum skemmdum á kóralnum en rifið er það stærsta sinnar tegundar í heiminum. 19.4.2010 09:04
Makríll aðeins veiddur á línu Sjávarútvegsráðherra hefur að áeggjan laxveiðimanna breytt nýrri reglugerð um makrílveiðar á þann veg að þær verða bannaðar með netum. 19.4.2010 09:02
Fundað með íbúum á áhrifasvæði gossins Íbúafundir verða haldnir á næstunni með íbúum, sem hafa orðið fyrir búsifjum vegna eldgossins. Sá fyrsti verður að Gunnarshólma klukkan hálf ellefu í dag. Þar munu almannavarnanefndir í héraði, dýralæknar, jarðvísindamenn og fleiri sérfærðingar, ásamt fulltrúum frá stofnunum, fara yfir stöðuna og fjalla um aðgerðir. 19.4.2010 08:27
Tekinn á 136 þar sem hámarkið er 30 Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn á Eyrarbakka í gær eftir að hann hafði ekið á að minnstakosti 136 kílómetra hraða á götu þar sem hámarkshraði er 30 kílómetrar á klukkusutnd. 19.4.2010 08:25
Lá við stórtjóni Minnstu munaði að stórtjón yrði, þegar eldur kviknaði í ruslagámi við félagsheimilið Félagslund í Gaulverjabæjarhreppi suðuaustur af Selfossi á tólfta tímanum í gærkvöldi. 19.4.2010 08:24
Búið að gera við veginn við Markarfljót - enn lokað þó Það snjóaði víða á norðan- og austanverðu landinu í nótt og er víða hálka, einkum á fjallvegum. Það var til dæmis al hvít jörð og hálka á Akureyri í morgunsárið. 19.4.2010 08:20
Gera ráð fyrir að lögreglumönnum fækki Fjármálaráðuneytið gerir ráð fyrir að lögreglumönnum og öðru starfsfólki lögreglunnar fækki á næstu árum. Þetta verði gert með því að nánast engar nýráðningar komi á móti fækkun vegna þeirra starfsmanna sem fara á eftirlaun eða hverfa til annarra starfa. Þetta kemur fram í umsögn fjármálaráðuneytisins um nýtt frumvarp um breytingar á lögreglulögum sem liggur fyrir þinginu. 19.4.2010 08:00
Enn kraftur í gosinu Gosórói jókst í Eyjafjallajökli í gærkvöldi og er enn kraftur í gosinu. Gosmökkurinn er hinsvegar margfalt lægri en áður, hann stígur rétt upp fyrir jökulinn. Þetta staðfesta ratsjár og myndir úr gerfihnöttum. 19.4.2010 07:16
Flogið til Noregs, Svíþjóðar og Finnlands Staðan á flugi frá Íslandi er sú að flug Icelandair til Kaupmannahafnar sem fara átti í dag hefur verið fellt niður en í stað þess er boðið upp á aukaflug til Osló. Einnig hefur flugi sem fara átti til Helsinki verið breytt og verður nú flogið til Tampere þess í stað. 19.4.2010 07:08
Askan í Evrópu: Útlitið aðeins bjartara Askan úr eyjafjallajökli heldur áfram að hrella evrópubúa og lama flugsamgöngur. Þó hafa flugvellir verið opnaði í Noregi og Svíþjóð þótt það gæti verið tímabundið. 19.4.2010 06:59
Efast um lögmæti landsdóms Vafi leikur á hvort landsdómur standist Mannréttindasáttmála Evrópu. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, benti á í grein á laugardag að samkvæmt Mannréttindasáttmála Evrópu verði allir að eiga þess kost að mál þeirra sé tekið fyrir á tveimur dómstigum. „Landsdómur uppfyllir ekki þetta skilyrði. Hann er því ónothæfur,“ skrifar Þorsteinn. 19.4.2010 06:45
Sló út rafmagni á Litla-Hrauni Óheppin álft flaug á rafmagnsstreng skammt frá fangelsinu á Litla-Hrauni um klukkan 13.30 í gær með þeim afleiðingum að rafmagni sló út víða á Suðurlandi. 19.4.2010 06:30