Innlent

Ungir karlmenn andvígir lögum um bann við nektardansi

Ungir karlmenn eru ósammála þingheimi um bann við nektardansi.
Ungir karlmenn eru ósammála þingheimi um bann við nektardansi.

Ungir karlmenn undir þrítugt eru andvígir lögum um bann við nektardansi samkvæmt könnun MMR sem var framkvæmd á dögunum. Alls voru 70 prósent svarenda í þeim hópi andvígir lögunum.

Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 54,1% vera fylgjandi lögunum og 45,9% sögðust andvíg lögunum. Töluverður munur var á afstöðu svarenda eftir kyni og aldri. Þannig voru 76% kvenna sem sögðust fylgjandi lögunum en eingöngu 33% karla.

Þá voru 44% svarenda undir þrítugu fylgjandi lögunum borið saman við 53% hjá aldurshópnum 30-49 ára og 64% meðal 50 ára og eldri.

Lögin taka gildi 1. júlí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×