Innlent

Sýna Hrafni stuðning með því að flagga fánum í Laugarnesinu

„Það var tvennt í stöðunni, að tuða um þetta á Facebook eða bara mæta á svæðið. Við völdum seinni kostinn."
„Það var tvennt í stöðunni, að tuða um þetta á Facebook eða bara mæta á svæðið. Við völdum seinni kostinn." MYND/Sigurjón
Reykjavíkurborg hefur ákveðið að láta til skarar skríða gegn Hrafni Gunnlaugssyni kvikmyndagerðarmanni og var honum gefinn frestur til klukkan níu í morgun til þess að fjarlægja muni sem hann telur sig eiga en liggja utan lóðamarka við heimili hans í Laugarnesinu. Að öðrum kosti mun borgin láta fjarlægja munina án frekari fyrirvara. Í gegnum árin hefur Hrafn sankað að sér alls kyns munum á lóð sinni og þar í kring.

Ekkert bólar hinsvegar á borgarstarfsmönnum en tveir menn hafa mætt í Laugarnesið með íslenska fána og hyggjast sýna Hrafni samstöðu og mótmæla áætlunum borgarinnar. „Við erum búnir að fá nóg af þessu lýðskrumi. Það er búið að fara illa með íslenskt lýðræði," segir Sveinn Hjörtur Guðfinnsson, annar þeirra sem mættu í Laugarnesið í morgunsárið.

„Við viljum fyrst og fremst að menn líti í eigin barm og hugsi aðeins um í hvað er verið að eyða tímanum," segir Sveinn og bætir við að tíma og fé borgarinnar sé illa varið með því að einbeita sér að málum á borð við þetta. Sveinn ítrekar að um friðsamleg mótmæli sé að ræða og að ekki standi til að koma í veg fyrir áætlanir borgarinnar. „Það var tvennt í stöðunni, að tuða um þetta á Facebook eða bara mæta á svæðið. Við völdum seinni kostinn."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×