Innlent

Lögreglan í Vestmannaeyjum gagnrýnir samninganefnd harðlega

Lögreglufélag Vestmannaeyja lýsir yfir mikilli óánægju með það sem þeir kalla virðingaleysi samninganefnd ríkisins í ályktun sem þeir sendu fjölmiðlum í dag.

Í ályktuninni segir orðrétt:

„það virðingarleysi sem samninganefnd ríkisins hefur sýnt lögreglumönnum með því að ganga ekki þegar til samninga við Landsamband lögreglumanna, en nú hafa samningar verið lausir í 318 daga. Jafnframt lýsir fundurinn yfir ánægju með það skref LL að vísa deilunni til gerðardóms og hvetur þá sem sitja í gerðardómi að líta með sanngirni á kröfur lögreglumanna varðandi samanburð á launaþróun hjá þeim viðmiðunarstéttum sem lögreglumenn hafa verið að bera sig við á undanförnum árum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×