Innlent

Tekinn á 136 þar sem hámarkið er 30

Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn á Eyrarbakka í gær eftir að hann hafði ekið á að minnstakosti 136 kílómetra hraða á götu þar sem hámarkshraði er 30 kílómetrar á klukkusutnd.

Hann hafði þá reynt að stinga lögregluna af, en hún reyndi að stöðva hann utan við Eyrarbakka. Þegar inn í plássið var komið, stöðvaði maðurinn bílinn og hljóp í felur, en lögregla fann hann.

Hann reyndist réttindalaus eftir að hafa verið sviftur ökuréttindum, og var auk þess undir áhrifum fíkniefna. Mál hans fer að öllum líkindum fyrir dóm, enda var hann á rúmlega hundrað kílómetra hraða yfir leyfilegum hámarkshraða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×