Innlent

Enn talsvert gos í Eyjafjallajökli

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Enn er talsvert gos í Eyjafjallajökli. Mynd/ Pjetur.
Enn er talsvert gos í Eyjafjallajökli. Mynd/ Pjetur.
Talsvert gos er enn í gangi í Eyjafjallajökli, samkvæmt upplýsingum frá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. Eldvirkni er enn í þremur gígum sem ennþá virðast vera aðskildir.

Gosmökkurinn rís enn en er lítill og ljósleitur sem bendir til að gjóska sé ekki mikil í honum. Gjóskan úr eldstöðinni virðist hlaðast upp á brúnina og mynda þar hrygg. Kleprar úr sprengingum í gígnum náðu í um 1,5 - 3 kílómetra hæð í morgun. Ekkert hraunrennsli var frá gígunum. Sunnar náðu öskuskýin í um 5-6 km hæð. Ekki hægt að merkja hraunrennsli frá gosinu, hvorki til norðurs né suðurs.

Þá segir almannavarnadeild að hætta á hlaupi sé ekki til staðar vegna sírennslis vatns niður jökulinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×