Erlent

Strangari siglingareglur við kóralrifið mikla

Kínverskt kolaflutningaskip strandaði á rifinu á dögunum og olli miklum skemmdum á kóralnum en rifið er það stærsta sinnar tegundar í heiminum.
Kínverskt kolaflutningaskip strandaði á rifinu á dögunum og olli miklum skemmdum á kóralnum en rifið er það stærsta sinnar tegundar í heiminum. Mynd/ap

Áströlsk yfirvöld undirbúa nú að setja mun strangari reglur varðandi flutningaskip sem sigla nálægt stóra Kóralrifinu undan ströndum landsins. Kínverskt kolaflutningaskip strandaði á rifinu á dögunum og olli miklum skemmdum á kóralnum en rifið er það stærsta sinnar tegundar í heiminum.

Kínverska skipið var komið langt frá upphaflegri siglingaleið og nú á að koma í veg fyrir að slys af þessu tagi komi fyrir aftur með hertu eftirliti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×