Erlent

Fimmtán ár frá árásinni í Oklahoma

Oklahoma 19. apríl 1995.
Oklahoma 19. apríl 1995. Mynd/AP

Fimmtán ár eru í dag liðin frá sprengjuárásinni á stjórnsýsluhúsið í Oklahoma í Bandaríkjunum.

Í árásinni létu 168 lífið og yfir 600 slösuðust. Tilræðismennirnir Timothy McVeigh og Terry Nicols voru fljótlega handteknir.

Þeir tilheyrðu öfgasamtökum sem börðust gegn því sem þeir álitu vera sósíalíska alræðisstjórn.

McVeigh var tekinn af lífi árið 2001 og Nicols situr í fangelsi samkvæmt margföldum lífstíðardómi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×