Fleiri fréttir Leitað að bankaræningja á áttræðisaldri Lögreglan í Kalíforníu í Bandaríkjunum leitar nú logandi ljósi að bankaræningja sem rænt hefur sjö banka í San Diego undanfarin misseri. Bankarán eru daglegt brauð í Bandaríkjunum en þessi ræningi sker sig úr en hann er talinn vera á áttræðisaldri. 23.4.2010 08:56 Síðasta hálmstrá Polanskis brást Dómstóll í Kalíforníu hefur hafnað beiðni kvikmyndaleikstjórans Romans Polanskis að dæmt verði í máli hans að honum fjarverandi. Polanski var á áttund áratugi síðustu aldar dæmdur fyrir að eiga samræði við stúlku undir lögaldri en hann flúði land áður en afplánun hófst. 23.4.2010 08:54 Sluppu ótrúlega vel þegar bíllinn féll 30 metra Tvær rosknar manneskjur þykja hafa sloppið með ólíkindum vel, þegar bíll þeirra rann aftur á bak í flug hálku í brekku við Kaldbaksvík á Ströndum um níuleitið í gærkvöldi, fór út af veginum og að minnstakosti 30 metra ofan í fjöru. 23.4.2010 08:51 Varað við ferðalögum til Tælands Hörð mótmæli halda áfram í höfuðborg Tælands Bangkok þar sem stuðningsmenn fyrrverandi forsætisráðherra landsins hafa mótmælt ríkjandi stjórnvöldum í sex vikur samfleytt. 23.4.2010 08:47 Enginn skýr sigurvegari í kappræðunum í Bretlandi Aðrar kappræður breskra stjórnmálaleiðtoga fóru fram í gær og í þetta skiptið var enginn ótvíræður sigurvegari. Önnur útsendingin af þremur þar sem formenn þriggja stærstu flokka Bretlands takast á í sjónvarpskappræðum fyrir komandi kosningar fór fram í gærkvöldi. 23.4.2010 08:14 Ekið á hross og það aflífað í kjölfarið Aflífa þurfti hross, eftir að stórum pallbíl var ekið á það á þjóðveginum á milli Selfoss og Hveragerðis um miðnætti. 23.4.2010 08:08 Engar breytingar á gosinu - öskufall til vesturs Engar breytingar urðu á eldgosinu í Eyjafjallajökli frá því sem hefur verið í rúmann sólarhring. Vindur hefur hinsvegar snúist í austurátt þannig að líitlsháttar öskufall er nú vestur af eldstöðinni. 23.4.2010 07:10 Flugvellir lokaðir: Stóraukinn viðbúnaður á Akureyri Fjölgað verður í slökkviliðinu á Akureyrarflugvelli í dag og liðsauki landamæravarða af Keflavíkurflugvelli verður sendur þangað til að mæta þar stór aukinni alþjóðaflugumferð, eftir að Keflavíkur- og Reykjavíkurflugvöllum var lokað undir morgun vegna hættu á eldfjallaösku í lofti. 23.4.2010 06:55 Lundaholur sviðnuðu í Vigur Yfir þrjátíu slökkviliðsmönnum tókst í gærkvöld að slökkva mikinn bruna sem kraumaði í jarðvegi í eynni Vigur í Ísafjarðardjúpi. 23.4.2010 06:00 Meiri flúor frá Eyjafjallajökli Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur segir ljóst að flúorinnihald gjósku hafi aukist eftir að kvika hætti að fara í gegnum vatn í gosgígnum í Eyjafjallajökli. Enn fremur kemur fram í tilkynningu frá fjölmiðlateymi samhæfingarstöðvar almannavarna að Freysteinn brýni fyrir fólki að halda áfram að hafa klút eða grímur fyrir vitum þegar það er úti við á þeim svæðum þar sem aska er að falla eða þar sem aska hefur fallið. „Gosaska í grennd við eldstöðvarnar á Eyjafjallajökli getur haft í för með sér ertingu og særindi í hálsi, sérstaklega fyrir fólk með astmaveikindi í öndunarfærum,“ segir í tilkynningunni. 23.4.2010 06:00 Mesta dópmál í sögu Akureyrar Akureyrarlögreglan fann 1,2 kíló af amfetamíni og 100 grömm af hassi þegar ráðist var í húsleitir á þremur stöðum samtímis á þriðjudagskvöldið var. 23.4.2010 06:00 Skítur hvala nærir höfin Hvalaskítur gerir heimshöfin járnríkari. Þessu hafa ástralskir vísindamenn komist að eftir að hafa stundað rannsóknir í Suðurhöfum. 23.4.2010 06:00 Hvalveiðar verði leyfðar Íslendingar fá að veiða 80 langreyðar og 80 hrefnur á ári ef málamiðlunartillaga formanns og varaformanns Alþjóðahvalveiðiráðsins nær fram að ganga á næsta fundi ráðsins í júní. 23.4.2010 06:00 Mega ekki lista upp leyfislausa Ferðamálastofu er ekki heimilt að birta á heimasíðu sinni lista yfir þá aðila sem stunda leyfis- eða skráningarskylda starfsemi án þess að hafa tilskilin leyfi. Í fyrirspurn til Persónuverndar segir að Ferðamálastofu hafi borist margar ábendingar um að ferðaþjónustuaðilar stundi starfsemi án leyfa. 23.4.2010 05:30 Viðmiðunarmörk vegna gosöskunnar voru færð til Flugbannið í Evrópulöndum stóð í tæpa viku og varð til þess að fella þurfti niður meira en 100 þúsund flugferðir. Beinn kostnaður flugfélaga er kominn yfir 200 milljarða króna að mati alþjóðlegu flugmálastofnunarinnar IATA, og ómæld eru þá hvers kyns óþægindi flugfarþega sem urðu innlyksa víðs vegar um Evrópu sem og annarra er treystu á vöruflutning með flugvélum. 23.4.2010 05:30 Vilja ekki hús í fuglafriðland Sjálfstæðismenn í umhverfis- og skipulagsnefnd Árborgar gagnrýna ákvörðun meirihlutans um að reisa 200 fermetra þjónustuhús í fuglafriðlandi á bökkum Ölfusár ofan við Eyrarbakka. „Við fögnum bættu aðgengi að friðlandinu en leggjumst gegn samkeppni sveitarfélagsins í kaffisölu. Nær væri að beina fjármagni sveitarfélagsins í kynningarstarf á fuglafriðlandinu,“ segir í bókun sjálfstæðismanna. 23.4.2010 03:30 Getum margt lært af Íslandi Þýskaland Þýska þingið samþykkti með yfirgnæfandi meirihluta að heimila Evrópusambandinu að hefja aðildarviðræður við Ísland. 23.4.2010 03:30 Færeyingar heiðra Vigdísi Ræðismaður Færeyja afhenti Vigdísi Finnbogadóttur heiðursgjöf frá Færeyingum á áttatíu ára afmæli forsetans fyrrverandi. Gjöfin, loforð um nítján milljónir króna á núverandi gengi, 825.000 danskar, eiga að renna til Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum. 23.4.2010 03:00 Aukin harka í kappræðum Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi Verkamannaflokksins, sagði andstæðinga sína, þá Nick Clegg, leiðtoga Frjálslynda demókrataflokksins, og David Cameron, leiðtoga Íhaldsflokksins, báða vera hættulega Bretlandi í sjónvarpskappræðum þeirra í gærkvöld. Meiri harka var í kappræðunum nú en fyrir viku, en allra augu beindust að Nick Clegg sem óvænt stóð sig það vel í fyrstu kappræðunum að flokkarnir þrír standa nú nokkuð jafnt að vígi fyrir þingkosningarnar 6. maí.- gb 23.4.2010 02:30 Björgólfur Thor verður þér góður vinur Actavis naut stuðnings Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, til að hasla sér völl í lýðveldinu Serbíu. 23.4.2010 02:00 Obama taki ábyrgð Vinsældir Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, hafa aukist um 3% og segjast nú 46% Bandaríkjamanna vera ánægðir með störf hans. Jafnmargir segjast vera ósáttir við störf hans sem forseta. Þetta kemur fram í skoðanakönnun bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar Fox News. 22.4.2010 23:00 Fundar með Ísraelum og Palestínumönnum George Mitchell, sérstakur erindreki Bandaríkjastjórnar í málefnum Mið-Austurlanda, er á leið Ísraels og Palestínu. Hann hyggst reyna hvað hann getur til að fá Ísraela og Palestínumenn til að setjast á nýjan leik við samningaborðið. 22.4.2010 21:45 Neyðarfundur í kjölfar sprenginga í Bangkok Að minnsta kosti þrír eru látnir og meira en 80 eru særðir eftir að fimm sprengjur sprungu í dag í Bangkok, höfuðborg Tælands, í dag. Meðal hinna særðu eru útlendingar. Í framhaldinu kallaði forsætisráðherrann Abhisit Vejjajiva ríkisstjórn landsins saman til neyðarfundar. 22.4.2010 20:30 Líkur á að ferðaáætlanir þúsunda manna raskist Líkur eru á að tveimur stærstu flugvöllum landsins í Keflavík og Reykjavík verði lokað í fyrramálið vegna öskufalls. Þar með raskast ferðaáætlanir þúsunda manna í millilanda- og innanlandsflugi. Flugvellirnir á Egilsstöðum og á Akureyri taka við millilandaflugi og Icelandair flytur miðstöð sína til Glasgow í Skotlandi. 22.4.2010 18:46 Fleiri vilja Dag heldur en Hönnu Birnu Fleiri vilja að Dagur B. Eggertsson verði borgarstjóri en Hanna Birna Kristjánsdóttir, ef marka má niðurstöður könnunar sem Capacent vann fyrir Samfylkinguna. Dagur nýtur meira fylgis hjá konum. 22.4.2010 18:36 Flugi til London flýtt Flugi Iceland Express til London Gatwick hefur verið flýtt til klukkan 23 í kvöld, en vélin átti að fara í loftið í fyrramálið klukkan 7. Ástæðan er væntanleg lokun Keflavíkurflugvallar í fyrramálið. Farþegar sem eiga bókað flug með félaginu eru beðnir að fylgjast vel með, því áætlun getur breyst með stuttum fyrirvara. 22.4.2010 19:12 Vill að iðnaðarnefnd komi saman Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, hefur óskað eftir því að iðnaðarnefnd Alþingis komi saman til að ræða stöðu ferðaþjónustunnar vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. 22.4.2010 19:04 Mótmæla fyrir utan höfuðstöðvar Sky Aðrar sjónvarpskappræður leiðtoga þriggja stærstu stjórnmálaflokka Bretlands fara fram klukkan sjö að íslenskum tíma. Mikill fjöldi mótmælenda eru samankomnir fyrir utan höfuðstöðvar Sky sjónvarpsstöðvarinnar sem sýnir beint frá kappræðunum. Í hópnum eru andstæðingar stríðsrekstrar Breta í Írak og Afganistan áberandi. 22.4.2010 18:15 Flugvöllum líklega lokað á morgun Allar líkur eru á að Keflavíkurflugvöllur og Reykjavíkurflugvöllur lokist í fyrramálið vegna öskustróks frá Eyfjallajökli en spáð er suðaustan átt á morgun. 22.4.2010 18:05 Aska féll norðan og sunnan við eldstöðina Samkvæmt upplýsingum Landhelgisgæslunnar reis gufumökkurinn í eldstöðinni á Eyjafjallajökli í um 18.000 feta 6 km hæð seinnipartinn í dag. Aska féll bæði norðan og sunnan við eldstöðina og náði öskumökkurinn í um 14.000 feta (4,5–5 km) hæð, að fram kemur í tilkynningu frá samhæfingarstöð almannavarna. 22.4.2010 17:47 Sinubruni í Hafnarfirði Töluverður sinubruni varð í grennd við Vallarhverfi í Hafnarfirði í dag. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var tvívegis kallað út vegna þessa og reyndist erfitt að slökkva eldanna þar sem bruninn kom upp í mosa og hrauni. Á fimmta tímanum var búið að ná slökkva eldinn sem kom upp seinnipartinn í dag. 22.4.2010 17:11 Höfundum South Park hótað Höfundum teiknimyndaþáttanna South Park hefur verið hótað líkamsmeiðingum eftir að Múhameð spámaður birtist í þættinum í bjarnarbúningi. Þættirnir hafa alla tíð þótt umdeildir og höfundarnir Matt Stone og Trey Parker oft þurft að svara fyrir efni þáttanna. 22.4.2010 17:08 Forsetinn heimsótti í samhæfingarstöð almannavarna Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, heimsótti í morgun Samhæfingarstöðina í Skógarhlíð. Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri. og Ragna Árnadóttir, dómsmálaráðherra tóku á móti forsetanum sem sat síðan upplýsingafund með fulltrúum ýmissa aðila sem manna samhæfingarstöðina. 22.4.2010 16:38 Søren Langvad handhafi Verðlauna Jóns Sigurðssonar Hátíð Jóns Sigurðssonar var haldin í Jónshúsi í Kaupmannhöfn í dag, sumardaginn fyrsta. Markmiðið með hátíðinni er að heiðra minningu Jóns Sigurðssonar og halda á loft verkum hans og hugsjónum. Stjórn húss Jóns Sigurðssonar hefur umsjón með hátíðinni með fulltingi forseta Alþingis og forsætisnefndar. 22.4.2010 15:58 Obama skipar sendiherra á Íslandi Barack Obama, forseti Bandaríkjanna hefur skipað Luis E. Arreaga til að gegna embætti sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Bandaríkjamenn hafa ekki verið sendiherra hér á landi í tæpt ár. 22.4.2010 15:14 Tveir í varðhaldi eftir húsleitir á Akureyri Síðastliðið þriðjudagskvöld framkvæmdi lögreglan á Akureyri viðamiklar húsleitir á þremur stöðum samtímis á Akureyri vegna gruns um fíkniefnamisferli. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að hald hafi verið lagt á 1,2 kíló af ætluðu amfetamíni og rúmlega 100 grömm af hassi. Einnig hafi fundist rými sem ljóst sé að hafði verið notað til kannabisframleiðslu og þar hafi verið lagt hald á tólf ljósalampa og annan búnað til slíkrar framleiðslu. Auk þessa var lagt hald á búnað til landaframleiðslu. 22.4.2010 14:59 Ríkisstjórn Belgíu fallin Ríkisstjórn Belgíu er fallin eftir að forsætisráðherrann Yves Leterme tilkynnti um afsögn sína í dag. Það gerði hann kjölfar þess að einn af stjórnarflokkunum ákvað að slíta stjórnarsamstarfinu. Erfiðasta verkefni stjórnarinnar hefur verið að halda í skefjum deilum Vallóna og Flæmingja, sem búa hvorir í sínum helmingi landsins. 22.4.2010 14:40 Fólk á öskusvæðinu noti klúta eða grímur Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur, segir ljóst að flúorinnhald gjósku hefur aukist eftir að kvikan hætti að fara í gegnum vatn í gosgígnum á Eyjafjallajöli. Gosaska í grennd við eldstöðvarnar á getur haft í för með sér ertingu og særindi í hálsi, sérstaklega fyrir fólk með astma. 22.4.2010 14:07 Vill þingkosningar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, vill ganga til kosninga sem fyrst þegar uppgjöri eftir bankahrunið verður lokið. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, er sömu skoðunar og segir að ríkisstjórnin þurfi að fara frá því hún standi í vegi fyrir uppbyggingu og framförum í landinu. 22.4.2010 13:55 Aðstoða bændur Að sögn Kristínar Þórðardóttir, staðgengils sýslumanns á Hvolsvelli, eru 25 teymi með 120 félögum björgunarsveita Slysavarnarfélagsins Landsbjargar víðs vegar að af landinu að aðstoða bændur á um 20 bæjum undir Eyjafjöllum með ýmsum hætti. 22.4.2010 13:35 Öskuský á leið til Danmerkur Öll flugumferð frá Íslandi hefur verið samkvæmt áætlun í morgun en svo gæti farið að flugvöllum yrði lokað í Danmörku í kvöld. 22.4.2010 12:30 Alþjóðlegir friðargæsluliðar verði sendir til Tælands Nokkur hundruð mótmælendur komu saman í friðsömum mótmælum fyrir utan svæðisskrifstofu Sameinuðu þjóðanna í Bangkok í Tælandi í dag og kröfðust þess að alþjóðlegir friðargæsluliðar verði sendir til landsins til að fylgjast með ástandinu þar. 22.4.2010 12:21 Greiða atkvæði um bann við höfuðslæðum Belgíska þingið greiðir atkvæði í dag um frumvarp sem bannar klæðnað íslamskra kvenna á almannafæri sem alfarið hylur andlit þeirra og líkama. Belgía yrði þar með fyrsta landið í Evrópu sem bannaði slíkan klæðnað með lögum. Málið hefur verið afgreitt út úr nefnd í belgíska þinginu með atkvæðum allra flokka á þingi. Níkap sem er klæðnaður sem hylur allan líkamann og allt andlitið nema augun verður bannaður ásamt Búrku sem einnig hylur augun. 22.4.2010 12:15 Áfram virkni í jarðskorpunni Á upplýsingafundum sérfræðinga í Skógarhlíð og á Hvolsvelli í morgun kom fram að lítil aska féll úr gosinu í Eyjafjallajökli í gær og gosvirkni var róleg á yfirborðinu. Þóranna Pálsdóttir, veðurfræðingur, og Steinunn Jakobsdóttir, jarðeðlisfræðingur, voru í Skógarhlíð og greindu frá stöðunni og útskýrðu veður- og öskudreifingarspá en á annan tug erlendra blaðamanna auk fulltrúa erlendra sendiráða sátu fundinn. Fram kom að yfirborð eldstöðvarinnar er rólegt og þar sem vatn virðist lítið hefur sprengivirkni farið minnkandi. Órói kemur áfram fram á mælum Veðurstofunnar sem þýðir að virkni er áfram í jarðskorpunni. 22.4.2010 11:55 Bílvelta skammt frá Smáralind Bíll valt á Reykjanesbraut skammt frá verslunarmiðstöðinni Smáralind á níunda tímanum í morgun. Einn var í bílnum og reyndist ökumaðurinn ómeiddur og þurfti ekki að flytja hann á sjúkrahús. Maðurinn sem er 32 ára er grunaður um að hafa ekið undir áhrifum áfengis. 22.4.2010 11:51 Sjá næstu 50 fréttir
Leitað að bankaræningja á áttræðisaldri Lögreglan í Kalíforníu í Bandaríkjunum leitar nú logandi ljósi að bankaræningja sem rænt hefur sjö banka í San Diego undanfarin misseri. Bankarán eru daglegt brauð í Bandaríkjunum en þessi ræningi sker sig úr en hann er talinn vera á áttræðisaldri. 23.4.2010 08:56
Síðasta hálmstrá Polanskis brást Dómstóll í Kalíforníu hefur hafnað beiðni kvikmyndaleikstjórans Romans Polanskis að dæmt verði í máli hans að honum fjarverandi. Polanski var á áttund áratugi síðustu aldar dæmdur fyrir að eiga samræði við stúlku undir lögaldri en hann flúði land áður en afplánun hófst. 23.4.2010 08:54
Sluppu ótrúlega vel þegar bíllinn féll 30 metra Tvær rosknar manneskjur þykja hafa sloppið með ólíkindum vel, þegar bíll þeirra rann aftur á bak í flug hálku í brekku við Kaldbaksvík á Ströndum um níuleitið í gærkvöldi, fór út af veginum og að minnstakosti 30 metra ofan í fjöru. 23.4.2010 08:51
Varað við ferðalögum til Tælands Hörð mótmæli halda áfram í höfuðborg Tælands Bangkok þar sem stuðningsmenn fyrrverandi forsætisráðherra landsins hafa mótmælt ríkjandi stjórnvöldum í sex vikur samfleytt. 23.4.2010 08:47
Enginn skýr sigurvegari í kappræðunum í Bretlandi Aðrar kappræður breskra stjórnmálaleiðtoga fóru fram í gær og í þetta skiptið var enginn ótvíræður sigurvegari. Önnur útsendingin af þremur þar sem formenn þriggja stærstu flokka Bretlands takast á í sjónvarpskappræðum fyrir komandi kosningar fór fram í gærkvöldi. 23.4.2010 08:14
Ekið á hross og það aflífað í kjölfarið Aflífa þurfti hross, eftir að stórum pallbíl var ekið á það á þjóðveginum á milli Selfoss og Hveragerðis um miðnætti. 23.4.2010 08:08
Engar breytingar á gosinu - öskufall til vesturs Engar breytingar urðu á eldgosinu í Eyjafjallajökli frá því sem hefur verið í rúmann sólarhring. Vindur hefur hinsvegar snúist í austurátt þannig að líitlsháttar öskufall er nú vestur af eldstöðinni. 23.4.2010 07:10
Flugvellir lokaðir: Stóraukinn viðbúnaður á Akureyri Fjölgað verður í slökkviliðinu á Akureyrarflugvelli í dag og liðsauki landamæravarða af Keflavíkurflugvelli verður sendur þangað til að mæta þar stór aukinni alþjóðaflugumferð, eftir að Keflavíkur- og Reykjavíkurflugvöllum var lokað undir morgun vegna hættu á eldfjallaösku í lofti. 23.4.2010 06:55
Lundaholur sviðnuðu í Vigur Yfir þrjátíu slökkviliðsmönnum tókst í gærkvöld að slökkva mikinn bruna sem kraumaði í jarðvegi í eynni Vigur í Ísafjarðardjúpi. 23.4.2010 06:00
Meiri flúor frá Eyjafjallajökli Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur segir ljóst að flúorinnihald gjósku hafi aukist eftir að kvika hætti að fara í gegnum vatn í gosgígnum í Eyjafjallajökli. Enn fremur kemur fram í tilkynningu frá fjölmiðlateymi samhæfingarstöðvar almannavarna að Freysteinn brýni fyrir fólki að halda áfram að hafa klút eða grímur fyrir vitum þegar það er úti við á þeim svæðum þar sem aska er að falla eða þar sem aska hefur fallið. „Gosaska í grennd við eldstöðvarnar á Eyjafjallajökli getur haft í för með sér ertingu og særindi í hálsi, sérstaklega fyrir fólk með astmaveikindi í öndunarfærum,“ segir í tilkynningunni. 23.4.2010 06:00
Mesta dópmál í sögu Akureyrar Akureyrarlögreglan fann 1,2 kíló af amfetamíni og 100 grömm af hassi þegar ráðist var í húsleitir á þremur stöðum samtímis á þriðjudagskvöldið var. 23.4.2010 06:00
Skítur hvala nærir höfin Hvalaskítur gerir heimshöfin járnríkari. Þessu hafa ástralskir vísindamenn komist að eftir að hafa stundað rannsóknir í Suðurhöfum. 23.4.2010 06:00
Hvalveiðar verði leyfðar Íslendingar fá að veiða 80 langreyðar og 80 hrefnur á ári ef málamiðlunartillaga formanns og varaformanns Alþjóðahvalveiðiráðsins nær fram að ganga á næsta fundi ráðsins í júní. 23.4.2010 06:00
Mega ekki lista upp leyfislausa Ferðamálastofu er ekki heimilt að birta á heimasíðu sinni lista yfir þá aðila sem stunda leyfis- eða skráningarskylda starfsemi án þess að hafa tilskilin leyfi. Í fyrirspurn til Persónuverndar segir að Ferðamálastofu hafi borist margar ábendingar um að ferðaþjónustuaðilar stundi starfsemi án leyfa. 23.4.2010 05:30
Viðmiðunarmörk vegna gosöskunnar voru færð til Flugbannið í Evrópulöndum stóð í tæpa viku og varð til þess að fella þurfti niður meira en 100 þúsund flugferðir. Beinn kostnaður flugfélaga er kominn yfir 200 milljarða króna að mati alþjóðlegu flugmálastofnunarinnar IATA, og ómæld eru þá hvers kyns óþægindi flugfarþega sem urðu innlyksa víðs vegar um Evrópu sem og annarra er treystu á vöruflutning með flugvélum. 23.4.2010 05:30
Vilja ekki hús í fuglafriðland Sjálfstæðismenn í umhverfis- og skipulagsnefnd Árborgar gagnrýna ákvörðun meirihlutans um að reisa 200 fermetra þjónustuhús í fuglafriðlandi á bökkum Ölfusár ofan við Eyrarbakka. „Við fögnum bættu aðgengi að friðlandinu en leggjumst gegn samkeppni sveitarfélagsins í kaffisölu. Nær væri að beina fjármagni sveitarfélagsins í kynningarstarf á fuglafriðlandinu,“ segir í bókun sjálfstæðismanna. 23.4.2010 03:30
Getum margt lært af Íslandi Þýskaland Þýska þingið samþykkti með yfirgnæfandi meirihluta að heimila Evrópusambandinu að hefja aðildarviðræður við Ísland. 23.4.2010 03:30
Færeyingar heiðra Vigdísi Ræðismaður Færeyja afhenti Vigdísi Finnbogadóttur heiðursgjöf frá Færeyingum á áttatíu ára afmæli forsetans fyrrverandi. Gjöfin, loforð um nítján milljónir króna á núverandi gengi, 825.000 danskar, eiga að renna til Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum. 23.4.2010 03:00
Aukin harka í kappræðum Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi Verkamannaflokksins, sagði andstæðinga sína, þá Nick Clegg, leiðtoga Frjálslynda demókrataflokksins, og David Cameron, leiðtoga Íhaldsflokksins, báða vera hættulega Bretlandi í sjónvarpskappræðum þeirra í gærkvöld. Meiri harka var í kappræðunum nú en fyrir viku, en allra augu beindust að Nick Clegg sem óvænt stóð sig það vel í fyrstu kappræðunum að flokkarnir þrír standa nú nokkuð jafnt að vígi fyrir þingkosningarnar 6. maí.- gb 23.4.2010 02:30
Björgólfur Thor verður þér góður vinur Actavis naut stuðnings Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, til að hasla sér völl í lýðveldinu Serbíu. 23.4.2010 02:00
Obama taki ábyrgð Vinsældir Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, hafa aukist um 3% og segjast nú 46% Bandaríkjamanna vera ánægðir með störf hans. Jafnmargir segjast vera ósáttir við störf hans sem forseta. Þetta kemur fram í skoðanakönnun bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar Fox News. 22.4.2010 23:00
Fundar með Ísraelum og Palestínumönnum George Mitchell, sérstakur erindreki Bandaríkjastjórnar í málefnum Mið-Austurlanda, er á leið Ísraels og Palestínu. Hann hyggst reyna hvað hann getur til að fá Ísraela og Palestínumenn til að setjast á nýjan leik við samningaborðið. 22.4.2010 21:45
Neyðarfundur í kjölfar sprenginga í Bangkok Að minnsta kosti þrír eru látnir og meira en 80 eru særðir eftir að fimm sprengjur sprungu í dag í Bangkok, höfuðborg Tælands, í dag. Meðal hinna særðu eru útlendingar. Í framhaldinu kallaði forsætisráðherrann Abhisit Vejjajiva ríkisstjórn landsins saman til neyðarfundar. 22.4.2010 20:30
Líkur á að ferðaáætlanir þúsunda manna raskist Líkur eru á að tveimur stærstu flugvöllum landsins í Keflavík og Reykjavík verði lokað í fyrramálið vegna öskufalls. Þar með raskast ferðaáætlanir þúsunda manna í millilanda- og innanlandsflugi. Flugvellirnir á Egilsstöðum og á Akureyri taka við millilandaflugi og Icelandair flytur miðstöð sína til Glasgow í Skotlandi. 22.4.2010 18:46
Fleiri vilja Dag heldur en Hönnu Birnu Fleiri vilja að Dagur B. Eggertsson verði borgarstjóri en Hanna Birna Kristjánsdóttir, ef marka má niðurstöður könnunar sem Capacent vann fyrir Samfylkinguna. Dagur nýtur meira fylgis hjá konum. 22.4.2010 18:36
Flugi til London flýtt Flugi Iceland Express til London Gatwick hefur verið flýtt til klukkan 23 í kvöld, en vélin átti að fara í loftið í fyrramálið klukkan 7. Ástæðan er væntanleg lokun Keflavíkurflugvallar í fyrramálið. Farþegar sem eiga bókað flug með félaginu eru beðnir að fylgjast vel með, því áætlun getur breyst með stuttum fyrirvara. 22.4.2010 19:12
Vill að iðnaðarnefnd komi saman Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, hefur óskað eftir því að iðnaðarnefnd Alþingis komi saman til að ræða stöðu ferðaþjónustunnar vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. 22.4.2010 19:04
Mótmæla fyrir utan höfuðstöðvar Sky Aðrar sjónvarpskappræður leiðtoga þriggja stærstu stjórnmálaflokka Bretlands fara fram klukkan sjö að íslenskum tíma. Mikill fjöldi mótmælenda eru samankomnir fyrir utan höfuðstöðvar Sky sjónvarpsstöðvarinnar sem sýnir beint frá kappræðunum. Í hópnum eru andstæðingar stríðsrekstrar Breta í Írak og Afganistan áberandi. 22.4.2010 18:15
Flugvöllum líklega lokað á morgun Allar líkur eru á að Keflavíkurflugvöllur og Reykjavíkurflugvöllur lokist í fyrramálið vegna öskustróks frá Eyfjallajökli en spáð er suðaustan átt á morgun. 22.4.2010 18:05
Aska féll norðan og sunnan við eldstöðina Samkvæmt upplýsingum Landhelgisgæslunnar reis gufumökkurinn í eldstöðinni á Eyjafjallajökli í um 18.000 feta 6 km hæð seinnipartinn í dag. Aska féll bæði norðan og sunnan við eldstöðina og náði öskumökkurinn í um 14.000 feta (4,5–5 km) hæð, að fram kemur í tilkynningu frá samhæfingarstöð almannavarna. 22.4.2010 17:47
Sinubruni í Hafnarfirði Töluverður sinubruni varð í grennd við Vallarhverfi í Hafnarfirði í dag. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var tvívegis kallað út vegna þessa og reyndist erfitt að slökkva eldanna þar sem bruninn kom upp í mosa og hrauni. Á fimmta tímanum var búið að ná slökkva eldinn sem kom upp seinnipartinn í dag. 22.4.2010 17:11
Höfundum South Park hótað Höfundum teiknimyndaþáttanna South Park hefur verið hótað líkamsmeiðingum eftir að Múhameð spámaður birtist í þættinum í bjarnarbúningi. Þættirnir hafa alla tíð þótt umdeildir og höfundarnir Matt Stone og Trey Parker oft þurft að svara fyrir efni þáttanna. 22.4.2010 17:08
Forsetinn heimsótti í samhæfingarstöð almannavarna Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, heimsótti í morgun Samhæfingarstöðina í Skógarhlíð. Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri. og Ragna Árnadóttir, dómsmálaráðherra tóku á móti forsetanum sem sat síðan upplýsingafund með fulltrúum ýmissa aðila sem manna samhæfingarstöðina. 22.4.2010 16:38
Søren Langvad handhafi Verðlauna Jóns Sigurðssonar Hátíð Jóns Sigurðssonar var haldin í Jónshúsi í Kaupmannhöfn í dag, sumardaginn fyrsta. Markmiðið með hátíðinni er að heiðra minningu Jóns Sigurðssonar og halda á loft verkum hans og hugsjónum. Stjórn húss Jóns Sigurðssonar hefur umsjón með hátíðinni með fulltingi forseta Alþingis og forsætisnefndar. 22.4.2010 15:58
Obama skipar sendiherra á Íslandi Barack Obama, forseti Bandaríkjanna hefur skipað Luis E. Arreaga til að gegna embætti sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Bandaríkjamenn hafa ekki verið sendiherra hér á landi í tæpt ár. 22.4.2010 15:14
Tveir í varðhaldi eftir húsleitir á Akureyri Síðastliðið þriðjudagskvöld framkvæmdi lögreglan á Akureyri viðamiklar húsleitir á þremur stöðum samtímis á Akureyri vegna gruns um fíkniefnamisferli. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að hald hafi verið lagt á 1,2 kíló af ætluðu amfetamíni og rúmlega 100 grömm af hassi. Einnig hafi fundist rými sem ljóst sé að hafði verið notað til kannabisframleiðslu og þar hafi verið lagt hald á tólf ljósalampa og annan búnað til slíkrar framleiðslu. Auk þessa var lagt hald á búnað til landaframleiðslu. 22.4.2010 14:59
Ríkisstjórn Belgíu fallin Ríkisstjórn Belgíu er fallin eftir að forsætisráðherrann Yves Leterme tilkynnti um afsögn sína í dag. Það gerði hann kjölfar þess að einn af stjórnarflokkunum ákvað að slíta stjórnarsamstarfinu. Erfiðasta verkefni stjórnarinnar hefur verið að halda í skefjum deilum Vallóna og Flæmingja, sem búa hvorir í sínum helmingi landsins. 22.4.2010 14:40
Fólk á öskusvæðinu noti klúta eða grímur Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur, segir ljóst að flúorinnhald gjósku hefur aukist eftir að kvikan hætti að fara í gegnum vatn í gosgígnum á Eyjafjallajöli. Gosaska í grennd við eldstöðvarnar á getur haft í för með sér ertingu og særindi í hálsi, sérstaklega fyrir fólk með astma. 22.4.2010 14:07
Vill þingkosningar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, vill ganga til kosninga sem fyrst þegar uppgjöri eftir bankahrunið verður lokið. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, er sömu skoðunar og segir að ríkisstjórnin þurfi að fara frá því hún standi í vegi fyrir uppbyggingu og framförum í landinu. 22.4.2010 13:55
Aðstoða bændur Að sögn Kristínar Þórðardóttir, staðgengils sýslumanns á Hvolsvelli, eru 25 teymi með 120 félögum björgunarsveita Slysavarnarfélagsins Landsbjargar víðs vegar að af landinu að aðstoða bændur á um 20 bæjum undir Eyjafjöllum með ýmsum hætti. 22.4.2010 13:35
Öskuský á leið til Danmerkur Öll flugumferð frá Íslandi hefur verið samkvæmt áætlun í morgun en svo gæti farið að flugvöllum yrði lokað í Danmörku í kvöld. 22.4.2010 12:30
Alþjóðlegir friðargæsluliðar verði sendir til Tælands Nokkur hundruð mótmælendur komu saman í friðsömum mótmælum fyrir utan svæðisskrifstofu Sameinuðu þjóðanna í Bangkok í Tælandi í dag og kröfðust þess að alþjóðlegir friðargæsluliðar verði sendir til landsins til að fylgjast með ástandinu þar. 22.4.2010 12:21
Greiða atkvæði um bann við höfuðslæðum Belgíska þingið greiðir atkvæði í dag um frumvarp sem bannar klæðnað íslamskra kvenna á almannafæri sem alfarið hylur andlit þeirra og líkama. Belgía yrði þar með fyrsta landið í Evrópu sem bannaði slíkan klæðnað með lögum. Málið hefur verið afgreitt út úr nefnd í belgíska þinginu með atkvæðum allra flokka á þingi. Níkap sem er klæðnaður sem hylur allan líkamann og allt andlitið nema augun verður bannaður ásamt Búrku sem einnig hylur augun. 22.4.2010 12:15
Áfram virkni í jarðskorpunni Á upplýsingafundum sérfræðinga í Skógarhlíð og á Hvolsvelli í morgun kom fram að lítil aska féll úr gosinu í Eyjafjallajökli í gær og gosvirkni var róleg á yfirborðinu. Þóranna Pálsdóttir, veðurfræðingur, og Steinunn Jakobsdóttir, jarðeðlisfræðingur, voru í Skógarhlíð og greindu frá stöðunni og útskýrðu veður- og öskudreifingarspá en á annan tug erlendra blaðamanna auk fulltrúa erlendra sendiráða sátu fundinn. Fram kom að yfirborð eldstöðvarinnar er rólegt og þar sem vatn virðist lítið hefur sprengivirkni farið minnkandi. Órói kemur áfram fram á mælum Veðurstofunnar sem þýðir að virkni er áfram í jarðskorpunni. 22.4.2010 11:55
Bílvelta skammt frá Smáralind Bíll valt á Reykjanesbraut skammt frá verslunarmiðstöðinni Smáralind á níunda tímanum í morgun. Einn var í bílnum og reyndist ökumaðurinn ómeiddur og þurfti ekki að flytja hann á sjúkrahús. Maðurinn sem er 32 ára er grunaður um að hafa ekið undir áhrifum áfengis. 22.4.2010 11:51
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent