Erlent

Mótmæla fyrir utan höfuðstöðvar Sky

Fyrir kappræðurnar í síðustu viku. Nick Clegg, David Cameron leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherrann Gordon Brown sem leiðir Verkamannaflokkinn. Mynd/AP
Fyrir kappræðurnar í síðustu viku. Nick Clegg, David Cameron leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherrann Gordon Brown sem leiðir Verkamannaflokkinn. Mynd/AP

Aðrar sjónvarpskappræður leiðtoga þriggja stærstu stjórnmálaflokka Bretlands fara fram klukkan sjö að íslenskum tíma. Mikill fjöldi mótmælenda eru samankomnir fyrir utan höfuðstöðvar Sky sjónvarpsstöðvarinnar sem sýnir beint frá kappræðunum. Í hópnum eru andstæðingar stríðsrekstrar Breta í Írak og Afganistan áberandi.

Leiðtogar stærstu flokkanna hafa ekki áður tekist á í sjónvarpskappræðum. Fyrstu kappræðurnar fóru fram í síðustu viku og þar þótti Nick Clegg, leiðtogi Frjálslyndra demókrata, hafa staðið sig best. Nú mælast Íhaldsflokkurinn, Verkamannaflokkurinn og flokkur Clegg með álíka mikið fylgi, tæplega þriðjung hver. Haldist þetta mun enginn flokkur fá hreinan meirihluta í þingkosningunum 6. maí.

Þriðju og síðustu sjónvarpskappræðurnar fara fram í næstu viku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×