Erlent

Neyðarfundur í kjölfar sprenginga í Bangkok

Frá Bangkok fyrr í dag.
Frá Bangkok fyrr í dag. Mynd/AP
Að minnsta kosti þrír eru látnir og meira en 80 eru særðir eftir að fimm sprengjur sprungu í Bangkok, höfuðborg Tælands, í dag. Meðal hinna særðu eru útlendingar. Í framhaldinu kallaði forsætisráðherrann Abhisit Vejjajiva ríkisstjórn landsins saman til neyðarfundar.

Fyrr í dag komu nokkur hundruð mótmælendur komu saman fyrir utan svæðisskrifstofu Sameinuðu þjóðanna í Bangkok og kröfðust þess að alþjóðlegir friðargæsluliðar verði sendir til landsins til að fylgjast með ástandinu þar.

Á þriðja tug féll og tæplega 900 særðust í átökum lögreglu og mótmælenda í höfuðborginni fyrir tæpum hálfum mánuði. Það voru verstu pólitísku átök í landinu í 20 ár, en mótmælendur hafa staðið fyrir aðgerðum í meira en mánuð mánuð. Þeir krefjast þess að þing landsins verði leyst upp, boðað til kosninga og að forsætisráðherrann fari úr landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×