Innlent

Obama skipar sendiherra á Íslandi

Sendiráð Bandaríkjanna við Laufásveg.
Sendiráð Bandaríkjanna við Laufásveg. Mynd/Vilhelm Gunnarsson
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna hefur skipað Luis E. Arreaga til að gegna embætti sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Bandaríkjamenn hafa ekki verið sendiherra hér á landi í tæpt ár.

Arreaga er doktor í hagfræði en hann hefur víðtæka reynslu úr utanríkisþjónustunni og meðal annars starfað í sendiráðum Bandaríkjanna í Panama, Kanada og Spáni og sendinefnd Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum í Genf. Auk þess hefur Arreaga starfað í Perú, El Salvador og Honduras.

Carol van Voorst lét af embætti sendiherra í fyrra. Obama skipaði Robert S. Connan sem eftirmann hennar í maí á síðasta ári en Connan hætti síðar við að þiggja tilnefninguna. Þannig að allt frá því að van Voorst hélt af landi brott í fyrra hafa Bandaríkjamenn ekki verið með sendiherra á Íslandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×