Innlent

Mega ekki lista upp leyfislausa

Margir í ferðaþjónustu starfa án tilskilinna leyfa.
Margir í ferðaþjónustu starfa án tilskilinna leyfa.

Ferðamálastofu er ekki heimilt að birta á heimasíðu sinni lista yfir þá aðila sem stunda leyfis- eða skráningarskylda starfsemi án þess að hafa tilskilin leyfi. Í fyrirspurn til Persónuverndar segir að Ferðamálastofu hafi borist margar ábendingar um að ferðaþjónustuaðilar stundi starfsemi án leyfa.

Til þess að koma þessum málum í betra horf vilji Ferðamálastofa birta á heimasíðu sinni skrá yfir leyfis- og skráningarskylda aðila. „Tilgangurinn með slíkri birtingu er einnig að upplýsa fólk um hverjir hafi leyfi og hverjir ekki,“ segir í bréfinu. Stjórn Persónuverndar segir að ekki sé lagaheimild til að birta slíkan lista.

- gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×