Innlent

Vilja ekki hús í fuglafriðland

Í Fuglafriðlandinu
Unnið að gerð bílastæðis í mars í fyrra.
Í Fuglafriðlandinu Unnið að gerð bílastæðis í mars í fyrra.

Sjálfstæðismenn í umhverfis- og skipulagsnefnd Árborgar gagnrýna ákvörðun meirihlutans um að reisa 200 fermetra þjónustuhús í fuglafriðlandi á bökkum Ölfusár ofan við Eyrarbakka. „Við fögnum bættu aðgengi að friðlandinu en leggjumst gegn samkeppni sveitarfélagsins í kaffisölu. Nær væri að beina fjármagni sveitarfélagsins í kynningarstarf á fuglafriðlandinu,“ segir í bókun sjálfstæðismanna.

Ætlunin er að í húsinu verði ferðamannaþjónusta, verslun og kaffisala „þannig að allt að sex störf geti orðið að veruleika á miðju næsta kjörtímabili“, segir meirihlutinn sem kveður rekstur hússins verða boðinn út. - gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×