Erlent

Síðasta hálmstrá Polanskis brást

Þessi síðasta beiðni Polanskis var sögð hans síðasta hálmstrá og nú þykir ljóst að hann verði framseldur á næstu dögum eða vikum.
Þessi síðasta beiðni Polanskis var sögð hans síðasta hálmstrá og nú þykir ljóst að hann verði framseldur á næstu dögum eða vikum.

Dómstóll í Kalíforníu hefur hafnað beiðni kvikmyndaleikstjórans Romans Polanskis að dæmt verði í máli hans að honum fjarverandi. Polanski var á áttund áratugi síðustu aldar dæmdur fyrir að eiga samræði við stúlku undir lögaldri en hann flúði land áður en afplánun hófst.

Í fyrra var hann síðan handtekinn í Sviss þar sem hann hefur verið í stofufangelsi síðan á meðan lögfræðingar hans hafa barist gegn því að hann verði framseldur. Þessi síðasta beiðni Polanskis var sögð hans síðasta hálmstrá og nú þykir ljóst að hann verði framseldur á næstu dögum eða vikum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×