Erlent

Hvalveiðar verði leyfðar

MYND/Vilhelm

Íslendingar fá að veiða 80 langreyðar og 80 hrefnur á ári ef málamiðlunartillaga formanns og varaformanns Alþjóðahvalveiðiráðsins nær fram að ganga á næsta fundi ráðsins í júní.

Í janúar fóru fulltrúar Íslands í ráðinu fram á að Íslendingar fengju að veiða 120 langreyðar og 80 hrefnur.

Formlegt hvalveiðibann yrði áfram við lýði, en næstu tíu árin verði hvalveiðiríkjum í fyrsta sinn frá því bannið tók gildi veitt leyfi til veiða í söluskyni.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×