Erlent

Ríkisstjórn Belgíu fallin

Yves Leterme.
Yves Leterme.
Ríkisstjórn Belgíu er fallin eftir að forsætisráðherrann Yves Leterme tilkynnti um afsögn sína í dag. Það gerði hann kjölfar þess að einn af stjórnarflokkunum ákvað að slíta stjórnarsamstarfinu. Erfiðasta verkefni stjórnarinnar hefur verið að halda í skefjum deilum Vallóna og Flæmingja, sem búa hvorir í sínum helmingi landsins.

Leterme tók við forsætisráðherraembættinu af Herman Van Rompuy sem í nóvemer á síðasta ári var valinn í embætti forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins. Rompuy tók við sem Leterme ári áður þegar sá síðarnefndari sagði af sér vegna bankahneykslis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×