Fleiri fréttir Einn fluttur á spítala vegna eldsvoða Einn maður var fluttur meðvitundarlaus á spítala eftir að hann fannst í íbúð á Sóleyjarrima sem hafði kviknað í. Allt tiltækt slökkvilið hefur verið kallað á vettvang. Mikill reykur mun vera í íbúðinni en hætta steðjar ekki að nágrönnum mannsins. 6.3.2010 15:03 Gagnrýnir stjórnvöld fyrir að vannýta fjölmiðlatækifærið „Ég bið til æðri máttarvalda að stjórnvöld taki sönsum og noti þetta fjölmiðlatækifæri til þess að kynna málstað Íslendinga,“ segir einn forsvarsmanna Indefence-hópsins, Ólafur Elíasson, þegar Vísir hafði samband við hann í dag. 6.3.2010 14:57 Sigmundur Davíð ánægður með kjörsóknina „Kjörsóknin er ekki dræm, ég er ánægður með hana,“ segir formaður Framsóknarflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, sem greiddi atkvæði í Ráðhúsi Reykjavíkur upp úr hádegi í dag. 6.3.2010 14:17 Nýtt Ísland vakti Björgólf: Hann er saklaus sagði dyrasíminn Bankað var að dyrum hjá Björgólfi Guðmundssyni samkvæmt tilkynningu frá samtökunum Nýtt Ísland. Kona svaraði í dyrasíma og sagði að Björgólfur "væri saklaus og þetta væri Propaganda ríkisstjórnar Íslands, það væru þeir sem sigldu öllu í kaf". 6.3.2010 13:58 Allt tiltækt slökkvilið kallað upp í Grafarvog Allt tiltækt slökkvilið hefur verið kallað að fjölbýlishúsi í Sóleyjarrima Grafarvogi vegna tilkynningar um reyk. Engar upplýsingar fengust þegar haft var samband við slökkviliðsmenn á vettvangi en þeirra er að vænta von bráðar. 6.3.2010 14:26 Viðhald í Smáralindinni Sýningi Viðhald 2010 hófst í gær í Vetrargarðinum í Smáralind. Sýningin er hugsuð út frá þörfum húseigenda sem vilja nálgast viðhald eigna sinna á faglegan máta. Þar verða veitt svör við spurningum um flest það sem lýtur að viðhaldsmálum. Sýningin stendur í dag frá kl. 11 - 17 og er aðgangur ókeypis og allir velkomnir. 6.3.2010 13:26 Helmingi minni kjörsókn í Kópavogi Um það bil 1,65 prósent höfðu kosið í Kópavogi klukkan tíu í morgun. Það er rúmlega helmingi minna en fyrir alþingiskosningarnar árið 2009 en þá höfðu 2,84 prósent greitt atkvæði á sama tíma. 6.3.2010 10:36 Nýtt Ísland ætlar að vekja Jóhönnu og Steingrím Vakningalest Nýs Íslands fór af stað klukkan níu í morgun. Samkvæmt tilkynningu frá samtökunum er verkefni morgunsins að vekja og minna forsætisráðherra og fjármálaráðherra á kosningarétt sinn. Svo verður haldið uppboð á Fríkirkjuvegi 11 klukkan 11:00. 6.3.2010 09:39 Allir sammála um ósanngirni laganna Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, segir þá ákvörðun sína að skjóta Icesave-málinu til þjóðarinnar hafa skilað þeim árangri að allir séu nú sammála um það að Icesave-samkomulagið sem gert var í fyrra hafi verið ósanngjarnt. 6.3.2010 08:00 Óvíst að gjósi þótt atburðarásin sé hröð í Eyjafjallajökli Fyrsta háskastig viðbragðsáætlunar Almannavarna, óvissustig, var virkjað í gærmorgun vegna aukinnar skjálftavirkni í Eyjafjallajökli. Fólk á bæjum undir Eyjafjöllum hefur þó ekki orðið óróans vart og ekkert verið rætt við íbúa um rýmingu. 6.3.2010 07:00 Aukinn viðbúnaður eftir flótta „Hér eftir munum við láta landamæraeftirlit vita af dagsleyfum fanga,“ segir Páll E. Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, spurður um viðbrögð fangelsismálayfirvalda við flótta Guðbjarna Traustasonar, fanga á Litla-Hrauni. 6.3.2010 07:00 Saksóknari í deilu við dómarann Hæstiréttur mun á næstunni eyða óvissu um það hvort eðlilegt sé að brot gegn lögreglumönnum séu rannsökuð af samstarfsmönnum þeirra hjá sama embætti. Hæstiréttur hefur kveðið upp fjóra misvísandi dóma um þetta atriði og fór ríkissaksóknari vegna þess fram á að fimm manna dómur myndi dæma í enn einu slíku máli til að fyrir liggi skýr afstaða réttarins í eitt skipti fyrir öll. 6.3.2010 06:00 Ríkið gæti skapað sér bótaskyldu Stjórnvöld verða, líkt og aðrir, að bíða niðurstöðu Hæstaréttar um lögmæti gengisbundinna lána, að sögn Gylfa Magnússonar viðskiptaráðherra. „Það er eitthvað hægt að liðka fyrir niðurstöðu, en það er ekkert til sem heitir flýtimeðferð fyrir Hæstarétti," segir hann og kveður því svigrúm til að flýta niðurstöðu afar takmarkað. 6.3.2010 05:30 Kosið um virkjun í Flóahreppi í vor Líklegt þykir að stuðningur sitjandi sveitarstjórnar við fyrirhugaða Urriðafossvirkjun í Þjórsá verði stærsta kosningamálið í sveitarstjórnarkosningum í Flóahreppi í vor, enda verður virkjunin vart komin á aðalskipulag fyrir kosningar. 6.3.2010 05:00 Óvissa um fjármögnun tefur „Staða mála á Íslandi er nokkurn veginn óbreytt frá því sem verið hefur. Viðræður halda áfram,“ sagði Caroline Atkinson, forstöðumaður ytri samskipta hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS) á reglubundnum upplýsingafundi í vikulokin. 6.3.2010 04:00 Landsmótið verður í Reykjavík „Ég vona að þetta verði til góðs fyrir hestamennskuna í landinu,“ segir Haraldur Þórarinsson, formaður Landssambands hestamannafélaga. 6.3.2010 03:30 Flóð kvartana frá foreldrum Leikskólaráð Reykjavíkurborgar mun endurskoða ákvörðun sína um að afnema systkinaforgang á leikskólum borgarinnar. Er þetta gert að tillögu Oddnýjar Sturludóttur, borgarfulltrúa Samfylkingarinnar. 6.3.2010 03:00 Sérsveitarmenn sóttu Ramos Brasilískir sérsveitarmenn sóttu gæsluvarðhaldsfangann Hosmany Ramos hingað til lands í gær. Þeir fylgdu honum til Brasilíu þar sem hann heldur áfram afplánun á ellefu árum sem hann á eftir af 25 ára fangelsisvist sem hann var dæmdur til á sínum tíma fyrir mannrán, rán og fleiri alvarleg brot. 6.3.2010 02:15 Leigan fyrir skólann að sliga bæinn 1.700 milljóna króna leiguskuldbindingar Borgarbyggðar vegna Menntaskóla Borgarfjarðar valda sveitarfélaginu miklum erfiðleikum. 6.3.2010 02:00 Um 140 milljarðar króna í mútur Spilling er enn útbreidd í Grikklandi, þrátt fyrir nærri þriggja áratuga aðild þess að Evrópusambandinu. Samtökin Transparency International, sem fylgjast með spillingu í ríkjum heims, halda því fram að almenningur í Grikklandi hafi árið 2009 greitt nærri 800 milljónir evra í mútur, eða hátt í 140 milljarða íslenskra króna. 6.3.2010 02:00 Stórt skref stigið í réttlætisátt „Ég hef tekið af öll tvímæli með nýrri reglugerð að þessi hópur á rétt á 95 prósenta endurgreiðslu frá ríkinu,“ segir Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra sem undirritaði í gær nýja reglugerð um aukna þátttöku sjúkratrygginga í nauðsynlegum tannlækninga- og tannréttingakostnaði vegna alvarlegra afleiðinga fæðingargalla, sjúkdóma eða slysa. 6.3.2010 01:30 Sjóræningjar taka norskt olíuskip Sjóræningjar náðu í dag valdi á norsku olíuflutningaskipi undan strönd Madagaskar og er því nú siglt í átt að Sómalíu. Skipið heitir UBT Ocean og var það á leiðinni frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum til Tanzaníu að því er talsmaður Brovigtank skipafélagsins segir í samtali við Reuters fréttastofuna. 5.3.2010 21:00 Bretar og Hollendingar til í viðræður í næstu viku Bretar og Hollendingar hafa lýst sig reiðubúna til þess að halda viðræðum í Icesave-málinu áfram í næstu viku. Þetta kom fram í máli Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra í Kastljósi í kvöld. 5.3.2010 19:50 Vatnavextir í Ísafjarðardjúpi Vegagerðin varar ökumenn við að fara veginn um Ísafjarðardjúp vegna mikilla vatnavaxta. Vegir eru greiðfærir Á Suður- og Suðausturlandi og sama má segja um Vesturland. Þar er þó óveður í Kolgrafafirði. 5.3.2010 21:33 Ólafur kýs klukkan hálfellefu í fyrramálið Þrátt fyrir að forystumenn ríkisstjórnarinnar séu óánægðir með komandi þjóðaratkvæðagreiðslu í Icesave-málinu ætlar sá sem var þess valdandi að kosningunni var komið á ekki að sitja heima. 5.3.2010 20:25 Erlendir blaðamenn furða sig á skeytingarleysi gagnvart lýðræðinu Ólafur Elíasson, einn forsvarsmanna InDefense hópsins segist hafa orðið var við það síðustu daga að erlendir fjölmiðlamenn furði sig á því skeytingarleysi sem forystumenn ríkisstjórnarinnar sýni þjóðaratkvæðagreiðslunni sem fram fer á morgun. Mikill fjöldi erlendra blaðamanna er nú staddur hér til þess að fylgjast með atkvæðagreiðslunni og segir Ólafur að hann og hans menn hafi farið í yfir 200 viðtöl frá því forseti synjaði lögunum. 5.3.2010 19:30 Góð kjörsókn styrkir samningsstöðuna Stjórnarandstaðan leggur mikið upp úr góðri kjörsókn í þjóðaratkvæðagreiðslunni á morgun og segir hana styrkja samningsstöðu Íslendinga í Icesave málinu. 5.3.2010 19:13 Blönduóslöggan tálguð í spýtu Hin landsfræga Blönduóslögga er orðin uppspretta minjagripaframleiðslu. Listakona í bænum tálgar út lögreglumenn fyrir ökumenn til að hengja í baksýnisspegilinn. 5.3.2010 19:12 Vona að viðræður haldi áfram eftir helgi Leiðtogar stjórnarflokkanna telja að verulega hafi dregið saman með Íslendingum og viðsemjendum þeirra í Icesave deilunni og vona að samningaviðræður geti haldið áfram strax eftir helgina. 5.3.2010 18:33 „Mottu-merki“ seld á kjörstað „Mottu-mars," mánaðarlangt átak Krabbameinsfélags Íslands um karlmenn og krabbamein hefur farið vel af stað en fjölmargir karlmenn hafa sýnt átakinu stuðning með því að safna yfirvaraskeggi og skrá sig á vefsíðu átaksins. 5.3.2010 17:43 Enn skelfur jörð undir Eyjafjallajökli Enn skelfur undir Eyjafjallajökli og hafa síðustu klukkutíma orðið á bilinu 20 til 30 jarðskjálftar á klukkustund, að sögn Steinunnar Jakobsdóttur jarðeðlisfræðings á Veðurstofu Íslands. Hún segir að enginn skjálftanna hafi náð stærðinni tveir á Richter. 5.3.2010 16:46 Það var rétt að ráðast inn í Írak -Gordon Brown Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands hélt fast við það í dag að það hefði verið rétt ákvörðun að gera innrás í Írak og steypa Saddam Hussein af stóli. 5.3.2010 16:22 Forstjóri Flugstoða verður prófessor Þorgeir Pálsson, forstjóri Flugstoða, tekur við stöðu prófessors í flugleiðsögutækni við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík, þegar hann lætur af starfi forstjóra Flugstoða í lok apríl. Hann verður jafnframt starfsmaður Flug-Kef ohf., hins nýja sameinaða fyrirtækis, sem tekur við starfsemi Flugstoða og Keflavíkurflugvallar. 5.3.2010 16:19 Undirrituðu samkomulag um Landsmót hestamanna Hestamannafélagið Fákur og Landssamband hestamannafélaga undirrituðu í dag samstarfssamning um að Landsmót hestamanna árið 2012 verði haldið á félagssvæði Hestamannafélagsins Fáks í Reykjavík. 5.3.2010 16:08 Lögreglumenn lýsa yfir þungum áhyggjum Lögreglufélag Þingeyinga lýsir yfir þungum áhyggjum og megnri óánægju með seinagang og áhugaleysi í samningaviðræðum samninganefndar ríkisins við Landssamband lögreglumanna. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á aðalfundi félagsins fyrr í dag. 5.3.2010 16:02 ASÍ skoðar vinnulag bankanna Á síðasta fundi miðstjórnar Alþýðusambands Íslands var ákveðið að skipa tvo þriggja manna starfshópa, auk sérfræðinga sambandsins, sem fara munu í saumana á aðkomu bankanna að endurskipulagningu á fjárhag heimila og fyrirtækja. Frá þessu er greint á vef ASÍ. 5.3.2010 15:33 Tæplega 11 þúsund búnir að kjósa Skömmu eftir klukkan þrjú dag höfðu 10.614 greitt atkvæði utan kjörfundar í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave lögin. Þar af höfðu 6525 greitt atkvæði í Laugarhaldshöllinni, að sögn Bergþóru Sigmundsdóttur deildarstjóra hjá Sýslumanninum í Reykjavík. Meira en hálftíma biðröð myndaðist seinnipartinn í dag við Laugardalshöllina en það er svipað því sem verið hefur undanfarin ár. 5.3.2010 15:30 Prinsessa í einelti Aiko prinsessa í Japan hefur misst úr nokkra daga í skóla vegna eineltis, að sögn japönsku hirðarinnar. Prinsessan er átta ára gömul. 5.3.2010 14:54 Frumvarp um hópmálsóknir verði afgreitt sem fyrst Neytendasamtökin telja brýnt að frumvarp sem heimilar hópmálsóknir fái skjóta meðferð á Alþingi. Þingmenn allra flokka standa að frumvarpinu sem vísað var til annarrar umræðu í gær. Neytendasamtökin hafa á undangegnum árum vakið athygli á því að hér á landi skorti heimild til hópmálsóknar og því vona samtökin að frumvarpið verði að lögum sem fyrst. 5.3.2010 14:47 Sjóræningjum mætt með skothríð Sómalskir sjóræningjar voru í dag hraktir frá þrem skipum sem þeir réðust á. 5.3.2010 14:41 Handrukkarar dæmdir í 15 mánaða fangelsi Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Brynjar Loga Þórisson og Mikael Má Pálsson í 15 mánaða fangelsi í dag fyrir húsbrot, rán, eignaspjöll og tilraun til fjárkúgunar þegar þeir réðust inn á heimili manns í Reykjanesbæ í febrúar 2009. Þar ógnuðu þeir manninum með hníf og hótuðu honum stórfelldum líkamsmeiðingum yrði hann ekki við kröfum þeirra um peningagreiðslu vegna fíkniefnaskuldar hans. 5.3.2010 14:01 Íslendingur grunaður um morð í Danmörku Tuttugu og þriggja ára gamall íslenskur karlmaður situr í gæsluvarðhaldi í Danmörku grunaður um morð á 41 árs gamalli konu. Konan var skotin til bana við hús sitt í Lunde nálægt bænum Horsens í Danmörku á þriðjudaginn. 5.3.2010 14:00 Fannst látinn sunnan við Hveragerði Maðurinn sem saknað var frá dvalarheimilinu Ási í Hveragerði og björgunarsveitarmenn leituðu að í nótt og í morgun fannst látinn sunnan við Hveragerði á ellefta tímanum í morgun. Talið er að hann hafi orðið úti, að sögn lögreglunnar á Selfossi. 5.3.2010 13:16 Óvissustigi lýst yfir Vegna aukinnar virkni í Eyjafjallajökli hafa almannavarnir ákveðið að virkja viðbragðsáætlun á fyrsta háskastigi, svokölluðu óvissustigi, sem einkennist af atburðarás sem er hafin og ætla má að geti leitt til þess að öryggi fólks og/eða byggðar sé stefnt í hættu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Vísindamannaráð almannavarna fundaði um málið í hádeginu. 5.3.2010 12:50 Ekkert lát á skjálftahrinunni Mælir við rætur Eyjafjallsjökuls í landi Þorvaldseyrar, sýnir að land hefur hækkað um fimm sentímetra frá áramótum. Ekkert lát er á skjálftahrinunni í jöklinum, sem staðið hefur í hálfan annan sólarhring, og er skjálftatíðnin sú mesta sem mælst hefur til þessa. Viðbragðshópar Almannavarna sitja nú á fundi um málið. 5.3.2010 12:18 Sjá næstu 50 fréttir
Einn fluttur á spítala vegna eldsvoða Einn maður var fluttur meðvitundarlaus á spítala eftir að hann fannst í íbúð á Sóleyjarrima sem hafði kviknað í. Allt tiltækt slökkvilið hefur verið kallað á vettvang. Mikill reykur mun vera í íbúðinni en hætta steðjar ekki að nágrönnum mannsins. 6.3.2010 15:03
Gagnrýnir stjórnvöld fyrir að vannýta fjölmiðlatækifærið „Ég bið til æðri máttarvalda að stjórnvöld taki sönsum og noti þetta fjölmiðlatækifæri til þess að kynna málstað Íslendinga,“ segir einn forsvarsmanna Indefence-hópsins, Ólafur Elíasson, þegar Vísir hafði samband við hann í dag. 6.3.2010 14:57
Sigmundur Davíð ánægður með kjörsóknina „Kjörsóknin er ekki dræm, ég er ánægður með hana,“ segir formaður Framsóknarflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, sem greiddi atkvæði í Ráðhúsi Reykjavíkur upp úr hádegi í dag. 6.3.2010 14:17
Nýtt Ísland vakti Björgólf: Hann er saklaus sagði dyrasíminn Bankað var að dyrum hjá Björgólfi Guðmundssyni samkvæmt tilkynningu frá samtökunum Nýtt Ísland. Kona svaraði í dyrasíma og sagði að Björgólfur "væri saklaus og þetta væri Propaganda ríkisstjórnar Íslands, það væru þeir sem sigldu öllu í kaf". 6.3.2010 13:58
Allt tiltækt slökkvilið kallað upp í Grafarvog Allt tiltækt slökkvilið hefur verið kallað að fjölbýlishúsi í Sóleyjarrima Grafarvogi vegna tilkynningar um reyk. Engar upplýsingar fengust þegar haft var samband við slökkviliðsmenn á vettvangi en þeirra er að vænta von bráðar. 6.3.2010 14:26
Viðhald í Smáralindinni Sýningi Viðhald 2010 hófst í gær í Vetrargarðinum í Smáralind. Sýningin er hugsuð út frá þörfum húseigenda sem vilja nálgast viðhald eigna sinna á faglegan máta. Þar verða veitt svör við spurningum um flest það sem lýtur að viðhaldsmálum. Sýningin stendur í dag frá kl. 11 - 17 og er aðgangur ókeypis og allir velkomnir. 6.3.2010 13:26
Helmingi minni kjörsókn í Kópavogi Um það bil 1,65 prósent höfðu kosið í Kópavogi klukkan tíu í morgun. Það er rúmlega helmingi minna en fyrir alþingiskosningarnar árið 2009 en þá höfðu 2,84 prósent greitt atkvæði á sama tíma. 6.3.2010 10:36
Nýtt Ísland ætlar að vekja Jóhönnu og Steingrím Vakningalest Nýs Íslands fór af stað klukkan níu í morgun. Samkvæmt tilkynningu frá samtökunum er verkefni morgunsins að vekja og minna forsætisráðherra og fjármálaráðherra á kosningarétt sinn. Svo verður haldið uppboð á Fríkirkjuvegi 11 klukkan 11:00. 6.3.2010 09:39
Allir sammála um ósanngirni laganna Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, segir þá ákvörðun sína að skjóta Icesave-málinu til þjóðarinnar hafa skilað þeim árangri að allir séu nú sammála um það að Icesave-samkomulagið sem gert var í fyrra hafi verið ósanngjarnt. 6.3.2010 08:00
Óvíst að gjósi þótt atburðarásin sé hröð í Eyjafjallajökli Fyrsta háskastig viðbragðsáætlunar Almannavarna, óvissustig, var virkjað í gærmorgun vegna aukinnar skjálftavirkni í Eyjafjallajökli. Fólk á bæjum undir Eyjafjöllum hefur þó ekki orðið óróans vart og ekkert verið rætt við íbúa um rýmingu. 6.3.2010 07:00
Aukinn viðbúnaður eftir flótta „Hér eftir munum við láta landamæraeftirlit vita af dagsleyfum fanga,“ segir Páll E. Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, spurður um viðbrögð fangelsismálayfirvalda við flótta Guðbjarna Traustasonar, fanga á Litla-Hrauni. 6.3.2010 07:00
Saksóknari í deilu við dómarann Hæstiréttur mun á næstunni eyða óvissu um það hvort eðlilegt sé að brot gegn lögreglumönnum séu rannsökuð af samstarfsmönnum þeirra hjá sama embætti. Hæstiréttur hefur kveðið upp fjóra misvísandi dóma um þetta atriði og fór ríkissaksóknari vegna þess fram á að fimm manna dómur myndi dæma í enn einu slíku máli til að fyrir liggi skýr afstaða réttarins í eitt skipti fyrir öll. 6.3.2010 06:00
Ríkið gæti skapað sér bótaskyldu Stjórnvöld verða, líkt og aðrir, að bíða niðurstöðu Hæstaréttar um lögmæti gengisbundinna lána, að sögn Gylfa Magnússonar viðskiptaráðherra. „Það er eitthvað hægt að liðka fyrir niðurstöðu, en það er ekkert til sem heitir flýtimeðferð fyrir Hæstarétti," segir hann og kveður því svigrúm til að flýta niðurstöðu afar takmarkað. 6.3.2010 05:30
Kosið um virkjun í Flóahreppi í vor Líklegt þykir að stuðningur sitjandi sveitarstjórnar við fyrirhugaða Urriðafossvirkjun í Þjórsá verði stærsta kosningamálið í sveitarstjórnarkosningum í Flóahreppi í vor, enda verður virkjunin vart komin á aðalskipulag fyrir kosningar. 6.3.2010 05:00
Óvissa um fjármögnun tefur „Staða mála á Íslandi er nokkurn veginn óbreytt frá því sem verið hefur. Viðræður halda áfram,“ sagði Caroline Atkinson, forstöðumaður ytri samskipta hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS) á reglubundnum upplýsingafundi í vikulokin. 6.3.2010 04:00
Landsmótið verður í Reykjavík „Ég vona að þetta verði til góðs fyrir hestamennskuna í landinu,“ segir Haraldur Þórarinsson, formaður Landssambands hestamannafélaga. 6.3.2010 03:30
Flóð kvartana frá foreldrum Leikskólaráð Reykjavíkurborgar mun endurskoða ákvörðun sína um að afnema systkinaforgang á leikskólum borgarinnar. Er þetta gert að tillögu Oddnýjar Sturludóttur, borgarfulltrúa Samfylkingarinnar. 6.3.2010 03:00
Sérsveitarmenn sóttu Ramos Brasilískir sérsveitarmenn sóttu gæsluvarðhaldsfangann Hosmany Ramos hingað til lands í gær. Þeir fylgdu honum til Brasilíu þar sem hann heldur áfram afplánun á ellefu árum sem hann á eftir af 25 ára fangelsisvist sem hann var dæmdur til á sínum tíma fyrir mannrán, rán og fleiri alvarleg brot. 6.3.2010 02:15
Leigan fyrir skólann að sliga bæinn 1.700 milljóna króna leiguskuldbindingar Borgarbyggðar vegna Menntaskóla Borgarfjarðar valda sveitarfélaginu miklum erfiðleikum. 6.3.2010 02:00
Um 140 milljarðar króna í mútur Spilling er enn útbreidd í Grikklandi, þrátt fyrir nærri þriggja áratuga aðild þess að Evrópusambandinu. Samtökin Transparency International, sem fylgjast með spillingu í ríkjum heims, halda því fram að almenningur í Grikklandi hafi árið 2009 greitt nærri 800 milljónir evra í mútur, eða hátt í 140 milljarða íslenskra króna. 6.3.2010 02:00
Stórt skref stigið í réttlætisátt „Ég hef tekið af öll tvímæli með nýrri reglugerð að þessi hópur á rétt á 95 prósenta endurgreiðslu frá ríkinu,“ segir Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra sem undirritaði í gær nýja reglugerð um aukna þátttöku sjúkratrygginga í nauðsynlegum tannlækninga- og tannréttingakostnaði vegna alvarlegra afleiðinga fæðingargalla, sjúkdóma eða slysa. 6.3.2010 01:30
Sjóræningjar taka norskt olíuskip Sjóræningjar náðu í dag valdi á norsku olíuflutningaskipi undan strönd Madagaskar og er því nú siglt í átt að Sómalíu. Skipið heitir UBT Ocean og var það á leiðinni frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum til Tanzaníu að því er talsmaður Brovigtank skipafélagsins segir í samtali við Reuters fréttastofuna. 5.3.2010 21:00
Bretar og Hollendingar til í viðræður í næstu viku Bretar og Hollendingar hafa lýst sig reiðubúna til þess að halda viðræðum í Icesave-málinu áfram í næstu viku. Þetta kom fram í máli Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra í Kastljósi í kvöld. 5.3.2010 19:50
Vatnavextir í Ísafjarðardjúpi Vegagerðin varar ökumenn við að fara veginn um Ísafjarðardjúp vegna mikilla vatnavaxta. Vegir eru greiðfærir Á Suður- og Suðausturlandi og sama má segja um Vesturland. Þar er þó óveður í Kolgrafafirði. 5.3.2010 21:33
Ólafur kýs klukkan hálfellefu í fyrramálið Þrátt fyrir að forystumenn ríkisstjórnarinnar séu óánægðir með komandi þjóðaratkvæðagreiðslu í Icesave-málinu ætlar sá sem var þess valdandi að kosningunni var komið á ekki að sitja heima. 5.3.2010 20:25
Erlendir blaðamenn furða sig á skeytingarleysi gagnvart lýðræðinu Ólafur Elíasson, einn forsvarsmanna InDefense hópsins segist hafa orðið var við það síðustu daga að erlendir fjölmiðlamenn furði sig á því skeytingarleysi sem forystumenn ríkisstjórnarinnar sýni þjóðaratkvæðagreiðslunni sem fram fer á morgun. Mikill fjöldi erlendra blaðamanna er nú staddur hér til þess að fylgjast með atkvæðagreiðslunni og segir Ólafur að hann og hans menn hafi farið í yfir 200 viðtöl frá því forseti synjaði lögunum. 5.3.2010 19:30
Góð kjörsókn styrkir samningsstöðuna Stjórnarandstaðan leggur mikið upp úr góðri kjörsókn í þjóðaratkvæðagreiðslunni á morgun og segir hana styrkja samningsstöðu Íslendinga í Icesave málinu. 5.3.2010 19:13
Blönduóslöggan tálguð í spýtu Hin landsfræga Blönduóslögga er orðin uppspretta minjagripaframleiðslu. Listakona í bænum tálgar út lögreglumenn fyrir ökumenn til að hengja í baksýnisspegilinn. 5.3.2010 19:12
Vona að viðræður haldi áfram eftir helgi Leiðtogar stjórnarflokkanna telja að verulega hafi dregið saman með Íslendingum og viðsemjendum þeirra í Icesave deilunni og vona að samningaviðræður geti haldið áfram strax eftir helgina. 5.3.2010 18:33
„Mottu-merki“ seld á kjörstað „Mottu-mars," mánaðarlangt átak Krabbameinsfélags Íslands um karlmenn og krabbamein hefur farið vel af stað en fjölmargir karlmenn hafa sýnt átakinu stuðning með því að safna yfirvaraskeggi og skrá sig á vefsíðu átaksins. 5.3.2010 17:43
Enn skelfur jörð undir Eyjafjallajökli Enn skelfur undir Eyjafjallajökli og hafa síðustu klukkutíma orðið á bilinu 20 til 30 jarðskjálftar á klukkustund, að sögn Steinunnar Jakobsdóttur jarðeðlisfræðings á Veðurstofu Íslands. Hún segir að enginn skjálftanna hafi náð stærðinni tveir á Richter. 5.3.2010 16:46
Það var rétt að ráðast inn í Írak -Gordon Brown Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands hélt fast við það í dag að það hefði verið rétt ákvörðun að gera innrás í Írak og steypa Saddam Hussein af stóli. 5.3.2010 16:22
Forstjóri Flugstoða verður prófessor Þorgeir Pálsson, forstjóri Flugstoða, tekur við stöðu prófessors í flugleiðsögutækni við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík, þegar hann lætur af starfi forstjóra Flugstoða í lok apríl. Hann verður jafnframt starfsmaður Flug-Kef ohf., hins nýja sameinaða fyrirtækis, sem tekur við starfsemi Flugstoða og Keflavíkurflugvallar. 5.3.2010 16:19
Undirrituðu samkomulag um Landsmót hestamanna Hestamannafélagið Fákur og Landssamband hestamannafélaga undirrituðu í dag samstarfssamning um að Landsmót hestamanna árið 2012 verði haldið á félagssvæði Hestamannafélagsins Fáks í Reykjavík. 5.3.2010 16:08
Lögreglumenn lýsa yfir þungum áhyggjum Lögreglufélag Þingeyinga lýsir yfir þungum áhyggjum og megnri óánægju með seinagang og áhugaleysi í samningaviðræðum samninganefndar ríkisins við Landssamband lögreglumanna. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á aðalfundi félagsins fyrr í dag. 5.3.2010 16:02
ASÍ skoðar vinnulag bankanna Á síðasta fundi miðstjórnar Alþýðusambands Íslands var ákveðið að skipa tvo þriggja manna starfshópa, auk sérfræðinga sambandsins, sem fara munu í saumana á aðkomu bankanna að endurskipulagningu á fjárhag heimila og fyrirtækja. Frá þessu er greint á vef ASÍ. 5.3.2010 15:33
Tæplega 11 þúsund búnir að kjósa Skömmu eftir klukkan þrjú dag höfðu 10.614 greitt atkvæði utan kjörfundar í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave lögin. Þar af höfðu 6525 greitt atkvæði í Laugarhaldshöllinni, að sögn Bergþóru Sigmundsdóttur deildarstjóra hjá Sýslumanninum í Reykjavík. Meira en hálftíma biðröð myndaðist seinnipartinn í dag við Laugardalshöllina en það er svipað því sem verið hefur undanfarin ár. 5.3.2010 15:30
Prinsessa í einelti Aiko prinsessa í Japan hefur misst úr nokkra daga í skóla vegna eineltis, að sögn japönsku hirðarinnar. Prinsessan er átta ára gömul. 5.3.2010 14:54
Frumvarp um hópmálsóknir verði afgreitt sem fyrst Neytendasamtökin telja brýnt að frumvarp sem heimilar hópmálsóknir fái skjóta meðferð á Alþingi. Þingmenn allra flokka standa að frumvarpinu sem vísað var til annarrar umræðu í gær. Neytendasamtökin hafa á undangegnum árum vakið athygli á því að hér á landi skorti heimild til hópmálsóknar og því vona samtökin að frumvarpið verði að lögum sem fyrst. 5.3.2010 14:47
Sjóræningjum mætt með skothríð Sómalskir sjóræningjar voru í dag hraktir frá þrem skipum sem þeir réðust á. 5.3.2010 14:41
Handrukkarar dæmdir í 15 mánaða fangelsi Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Brynjar Loga Þórisson og Mikael Má Pálsson í 15 mánaða fangelsi í dag fyrir húsbrot, rán, eignaspjöll og tilraun til fjárkúgunar þegar þeir réðust inn á heimili manns í Reykjanesbæ í febrúar 2009. Þar ógnuðu þeir manninum með hníf og hótuðu honum stórfelldum líkamsmeiðingum yrði hann ekki við kröfum þeirra um peningagreiðslu vegna fíkniefnaskuldar hans. 5.3.2010 14:01
Íslendingur grunaður um morð í Danmörku Tuttugu og þriggja ára gamall íslenskur karlmaður situr í gæsluvarðhaldi í Danmörku grunaður um morð á 41 árs gamalli konu. Konan var skotin til bana við hús sitt í Lunde nálægt bænum Horsens í Danmörku á þriðjudaginn. 5.3.2010 14:00
Fannst látinn sunnan við Hveragerði Maðurinn sem saknað var frá dvalarheimilinu Ási í Hveragerði og björgunarsveitarmenn leituðu að í nótt og í morgun fannst látinn sunnan við Hveragerði á ellefta tímanum í morgun. Talið er að hann hafi orðið úti, að sögn lögreglunnar á Selfossi. 5.3.2010 13:16
Óvissustigi lýst yfir Vegna aukinnar virkni í Eyjafjallajökli hafa almannavarnir ákveðið að virkja viðbragðsáætlun á fyrsta háskastigi, svokölluðu óvissustigi, sem einkennist af atburðarás sem er hafin og ætla má að geti leitt til þess að öryggi fólks og/eða byggðar sé stefnt í hættu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Vísindamannaráð almannavarna fundaði um málið í hádeginu. 5.3.2010 12:50
Ekkert lát á skjálftahrinunni Mælir við rætur Eyjafjallsjökuls í landi Þorvaldseyrar, sýnir að land hefur hækkað um fimm sentímetra frá áramótum. Ekkert lát er á skjálftahrinunni í jöklinum, sem staðið hefur í hálfan annan sólarhring, og er skjálftatíðnin sú mesta sem mælst hefur til þessa. Viðbragðshópar Almannavarna sitja nú á fundi um málið. 5.3.2010 12:18