Allir sammála um ósanngirni laganna 6. mars 2010 08:00 Ólafur Ragnar Grímsson segir ákvörðun sína um að synja lögunum staðfestingar og vísa þeim til þjóðarinnar hafa skilað því að viðsemjendur Íslands hafi þokast í átt að eðlilegum og viðráðanlegum samningi.Fréttablaðið/GVA Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, segir þá ákvörðun sína að skjóta Icesave-málinu til þjóðarinnar hafa skilað þeim árangri að allir séu nú sammála um það að Icesave-samkomulagið sem gert var í fyrra hafi verið ósanngjarnt. Ólafur ætlar að mæta á kjörstað og greiða atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave-lögin í dag. „Það er í samræmi við þá skoðun mína að kosningarétturinn er helgasti réttur hins lýðræðislega samfélags og sá grundvöllur sem það hvílir á," segir hann. Ýmsir, meðal annars leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna, hafa lýst atkvæðagreiðslunni sem marklausri, einkum í ljósi þess að nú standi yfir viðræður við Breta og Hollendinga um hagstæðari samning. Bæði Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon hafa lýst því yfir að þau muni ekki mæta á kjörstað í dag. Ólafur segist ekki ætla að blanda sér mikið inn í þá umræðu. „Hins vegar hefur þessi þjóðaratkvæðagreiðslu alveg afdráttarlausa og skýra stöðu í stjórnskipun lýðveldisins," segir hann. „Icesave-lögin tóku gildi, í samræmi við 26. grein stjórnarskrárinnar, í byrjun árs. Ef þjóðin ákveður ekki að afnema þau í atkvæðagreiðslunni á morgun þá munu þau gilda áfram og vera endanleg niðurstaða málsins. Það hefur ekkert frumvarp komið fram á Alþingi um að fella þessi lög úr gildi svo að það er eðli atkvæðagreiðslunnar á morgun að ákveða hvort þessi lög gilda eða ekki. Það er nú varla hægt að hafa djúpstæðari merkingu." Þetta sé algjörlega óháð því hvað gerst hafi í samningaviðræðunum. „Hitt er hins vegar ánægjulegt að ákvörðunin um þjóðaratkvæðagreiðsluna og stuðningur þjóðarinnar við hana hefur orðið til þess að viðsemjendur Íslands hafa þokast mjög í þá átt að hægt sé að ná samningi sem talinn er eðlilegur og viðráðanlegur. Og það er ekki lítill árangur í sjálfu sér." Ólafur segist hafa verið ósammála þeim svartsýnu spám sem settar voru fram eftir að hann tók ákvörðun sína í byrjun janúar. Því hefði meðal annars verið spáð að Bretar og Hollendingar segðu sig frá málinu og skildu Íslendinga eina eftir. „Ég hafði enga trú á því vegna þess að ég taldi að skilningur þessara gömlu lýðræðisríkja á mikilvægi hins lýðræðislega réttar íslensku þjóðarinnar væri slíkur að menn myndu taka mið af því og átta sig þá á því, eins og gerst hefur á undanförnum vikum, að það samkomulag sem gert var á síðastliðnu ári væri ekki sanngjarnt. Enda er það komið í ljós í þessu samningaferli á síðustu vikum að það eru allir sammála um það - Bretar, Hollendingar og samninganefnd Íslands - að það var ekki sanngjarnt." stigur@frettabladid.is Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Fleiri fréttir Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Sjá meira
Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, segir þá ákvörðun sína að skjóta Icesave-málinu til þjóðarinnar hafa skilað þeim árangri að allir séu nú sammála um það að Icesave-samkomulagið sem gert var í fyrra hafi verið ósanngjarnt. Ólafur ætlar að mæta á kjörstað og greiða atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave-lögin í dag. „Það er í samræmi við þá skoðun mína að kosningarétturinn er helgasti réttur hins lýðræðislega samfélags og sá grundvöllur sem það hvílir á," segir hann. Ýmsir, meðal annars leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna, hafa lýst atkvæðagreiðslunni sem marklausri, einkum í ljósi þess að nú standi yfir viðræður við Breta og Hollendinga um hagstæðari samning. Bæði Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon hafa lýst því yfir að þau muni ekki mæta á kjörstað í dag. Ólafur segist ekki ætla að blanda sér mikið inn í þá umræðu. „Hins vegar hefur þessi þjóðaratkvæðagreiðslu alveg afdráttarlausa og skýra stöðu í stjórnskipun lýðveldisins," segir hann. „Icesave-lögin tóku gildi, í samræmi við 26. grein stjórnarskrárinnar, í byrjun árs. Ef þjóðin ákveður ekki að afnema þau í atkvæðagreiðslunni á morgun þá munu þau gilda áfram og vera endanleg niðurstaða málsins. Það hefur ekkert frumvarp komið fram á Alþingi um að fella þessi lög úr gildi svo að það er eðli atkvæðagreiðslunnar á morgun að ákveða hvort þessi lög gilda eða ekki. Það er nú varla hægt að hafa djúpstæðari merkingu." Þetta sé algjörlega óháð því hvað gerst hafi í samningaviðræðunum. „Hitt er hins vegar ánægjulegt að ákvörðunin um þjóðaratkvæðagreiðsluna og stuðningur þjóðarinnar við hana hefur orðið til þess að viðsemjendur Íslands hafa þokast mjög í þá átt að hægt sé að ná samningi sem talinn er eðlilegur og viðráðanlegur. Og það er ekki lítill árangur í sjálfu sér." Ólafur segist hafa verið ósammála þeim svartsýnu spám sem settar voru fram eftir að hann tók ákvörðun sína í byrjun janúar. Því hefði meðal annars verið spáð að Bretar og Hollendingar segðu sig frá málinu og skildu Íslendinga eina eftir. „Ég hafði enga trú á því vegna þess að ég taldi að skilningur þessara gömlu lýðræðisríkja á mikilvægi hins lýðræðislega réttar íslensku þjóðarinnar væri slíkur að menn myndu taka mið af því og átta sig þá á því, eins og gerst hefur á undanförnum vikum, að það samkomulag sem gert var á síðastliðnu ári væri ekki sanngjarnt. Enda er það komið í ljós í þessu samningaferli á síðustu vikum að það eru allir sammála um það - Bretar, Hollendingar og samninganefnd Íslands - að það var ekki sanngjarnt." stigur@frettabladid.is
Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Fleiri fréttir Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Sjá meira