Óvíst að gjósi þótt atburðarásin sé hröð í Eyjafjallajökli 6. mars 2010 07:00 Páll Einarsson Fyrsta háskastig viðbragðsáætlunar Almannavarna, óvissustig, var virkjað í gærmorgun vegna aukinnar skjálftavirkni í Eyjafjallajökli. Fólk á bæjum undir Eyjafjöllum hefur þó ekki orðið óróans vart og ekkert verið rætt við íbúa um rýmingu. Komi til goss verða önnur stig viðbragðsáætlunar virkjuð og gæti þá jafnvel komið til umferðartakmarkana, að sögn Víðis Reynissonar, deildarstjóra almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra. Síðustu daga hefur verið verið viðvarandi skjálftavirkni í Eyjafjallajökli með fjölda smáskjálfta, en nokkrir hafa þó verið af stærðinni tveir til þrír á Richter. Í tilkynningu sem Almannavarnir birtu í gær segir að óvissustig viðbragðsáætlunar einkennist af því að atburðarás sé hafin og ætla megi að hún geti leitt til þess að öryggi fólks og/eða byggðar verði stefnt í hættu. Þegar Hekla gaus síðast hlutust af nokkur vandræði þegar fólk flykktist af stað til að líta gosið augum á vanbúnum bílum. Víðir Reynisson segir það háð mati hvort komi til takmarkana á umferð og þá hvar. Ólíklegt sé að borginni verði lokað við Rauðavatn, nema þá að stórkostleg vandræði verði við að koma hjálparsveitum eða búnaði á staðinn. „Algjör lokun yrði nú líklega frekar austarlega. En ef umferð væri farin að hamla umferð viðbragðsaðila þá gæti komið til frekari lokana og svo sem til áætlanir þar um,“ segir hann. Viðbúnaðaráætlanir Almannavarna vegna eldgosa á Suðurlandi eru misumfangsmiklar. Núna segir Víðir líklegast að ekki komi til goss, heldur sé bara um kvikuinnskot að ræða sem ekki nái til yfirborðsins. „Áætlanir vegna Heklu og Grímsvatna eru til dæmis ekki mjög umfangsmiklar því áhrif af gosunum á líf og heilsu manna eru ekki stórkostleg. En bæði í Eyjafjallajökli og Mýrdalsjökli verða gos þar sem er flóðahætta Af þeim er bráðahætta og þarf að rýma byggð í hlaupfarvegunum. Svo koma inn í flugumferð og almenn umferð og slíkir hlutir sem gæta þarf að þegar gos verða.“ Sem dæmi nefnir Víðir að þegar gaus í Grímsvötnum árið 2005 hafi um tíma lokast hefðbundin flugleið milli Evrópu og Ameríku norðanlands vegna ösku í háloftunum. Páll Einarsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, segir skjálftana í Eyjafallajökli tilkomna vegna tilfærslu á hraunkviku. „Þessi atburðarás er mjög hröð og þetta gæti alveg orðið að gosi, þótt kannski sé öllu líklegra að þetta nái ekki upp á yfirborðið,“ segir hann. Hins vegar fylgi kvikutilfærslunni nú meiri jarðskjálftar en áður hafi þekkst, segir Páll. „Þetta hefur gerst þrisvar áður og þá fylgdu minni skjálftar.“ Páll segir að 1999 hafi orðið kvikuinnskot sem hafi verið um helmingi stærra en það sem nú sé orðið, en því hafi fylgt minni skjálftar. „En þetta er svo sem í fullum gangi og veit enginn hvað það verður á endanum stórt.“ olikr@frettabladid.is Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Fleiri fréttir „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Sjá meira
Fyrsta háskastig viðbragðsáætlunar Almannavarna, óvissustig, var virkjað í gærmorgun vegna aukinnar skjálftavirkni í Eyjafjallajökli. Fólk á bæjum undir Eyjafjöllum hefur þó ekki orðið óróans vart og ekkert verið rætt við íbúa um rýmingu. Komi til goss verða önnur stig viðbragðsáætlunar virkjuð og gæti þá jafnvel komið til umferðartakmarkana, að sögn Víðis Reynissonar, deildarstjóra almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra. Síðustu daga hefur verið verið viðvarandi skjálftavirkni í Eyjafjallajökli með fjölda smáskjálfta, en nokkrir hafa þó verið af stærðinni tveir til þrír á Richter. Í tilkynningu sem Almannavarnir birtu í gær segir að óvissustig viðbragðsáætlunar einkennist af því að atburðarás sé hafin og ætla megi að hún geti leitt til þess að öryggi fólks og/eða byggðar verði stefnt í hættu. Þegar Hekla gaus síðast hlutust af nokkur vandræði þegar fólk flykktist af stað til að líta gosið augum á vanbúnum bílum. Víðir Reynisson segir það háð mati hvort komi til takmarkana á umferð og þá hvar. Ólíklegt sé að borginni verði lokað við Rauðavatn, nema þá að stórkostleg vandræði verði við að koma hjálparsveitum eða búnaði á staðinn. „Algjör lokun yrði nú líklega frekar austarlega. En ef umferð væri farin að hamla umferð viðbragðsaðila þá gæti komið til frekari lokana og svo sem til áætlanir þar um,“ segir hann. Viðbúnaðaráætlanir Almannavarna vegna eldgosa á Suðurlandi eru misumfangsmiklar. Núna segir Víðir líklegast að ekki komi til goss, heldur sé bara um kvikuinnskot að ræða sem ekki nái til yfirborðsins. „Áætlanir vegna Heklu og Grímsvatna eru til dæmis ekki mjög umfangsmiklar því áhrif af gosunum á líf og heilsu manna eru ekki stórkostleg. En bæði í Eyjafjallajökli og Mýrdalsjökli verða gos þar sem er flóðahætta Af þeim er bráðahætta og þarf að rýma byggð í hlaupfarvegunum. Svo koma inn í flugumferð og almenn umferð og slíkir hlutir sem gæta þarf að þegar gos verða.“ Sem dæmi nefnir Víðir að þegar gaus í Grímsvötnum árið 2005 hafi um tíma lokast hefðbundin flugleið milli Evrópu og Ameríku norðanlands vegna ösku í háloftunum. Páll Einarsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, segir skjálftana í Eyjafallajökli tilkomna vegna tilfærslu á hraunkviku. „Þessi atburðarás er mjög hröð og þetta gæti alveg orðið að gosi, þótt kannski sé öllu líklegra að þetta nái ekki upp á yfirborðið,“ segir hann. Hins vegar fylgi kvikutilfærslunni nú meiri jarðskjálftar en áður hafi þekkst, segir Páll. „Þetta hefur gerst þrisvar áður og þá fylgdu minni skjálftar.“ Páll segir að 1999 hafi orðið kvikuinnskot sem hafi verið um helmingi stærra en það sem nú sé orðið, en því hafi fylgt minni skjálftar. „En þetta er svo sem í fullum gangi og veit enginn hvað það verður á endanum stórt.“ olikr@frettabladid.is
Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Fleiri fréttir „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Sjá meira