Innlent

Viðhald í Smáralindinni

Sýningi Viðhald 2010 hófst í gær í Vetrargarðinum í Smáralind. Sýningin er hugsuð út frá þörfum húseigenda sem vilja nálgast viðhald eigna sinna á faglegan máta. Þar verða veitt svör við spurningum um flest það sem lýtur að viðhaldsmálum. Sýningin stendur í dag frá kl. 11 - 17 og er aðgangur ókeypis og allir velkomnir.

Sýningin verður stórglæsilegt upplýsingatorg þar sem einstaklingar, húsfélög og húseigendur fá svör við spurningum um allt það sem lýtur að viðhaldsmálum. Fjöldi fyrirtækja og opinberra aðila munu gefa upplýsingar sem reynast heldur betur gagnlegar fyrir húseigendur sem stefna að endurbótum og/eða viðahaldi á næstu mánuðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×