Fleiri fréttir Fimm ára slapp frá krókódíl Fimm ára gömul áströlsk stelpa slapp með djúpan skurð á fæti frá saltsvatnskrókódíl þar sem hún var á sundi undan norðurströnd landsins um síðustu helgi. 23.3.2010 15:31 Enga hófsemi hér Herskáir áhangendur al-Kaida í Sómalíu hafa grafið upp jarðneskar leifar múslimaklerks til þess að hindra almenning í að biðja við gröf hans. 23.3.2010 14:40 Skötuselsfrumvarpið kornið sem fyllti mælinn Vilhjálmur Egilsson, formaður Samtaka atvinnulífsins (SA) segir að samþykkt skötuselsfrumvarpsins á Alþingi í gær hafi verið kornið sem fyllti mælinn, því hafi samtökin sagt sig frá stöðugleikasáttmálanum. Ríkisstjórnin sendi sjálf frá sér yfirlýsingu í dag þar sem áréttað var að ekkert kæmi fram í sáttmálanum er varðar skötuselsfrumvarpið. Þá sagðist ríkisstjórnin ekki sammála því að stöðugleiksáttmálinn væri brostinn. Því hygðist hún vinna áfram í anda sáttámálans. 23.3.2010 14:38 Ríkisstjórnin undrandi og vonsvikin vegna skötuselsmálsins Ríkisstjórnin lýsir vonbrigðum sínum og undrun með yfirlýsingar Samtaka atvinnulífsins varðandi stöðugleikasáttmálann í tilkynningu sem ríkisstjórnin sendi frá sér. 23.3.2010 14:12 Gríðarlegar vindhviður nærri Eyjafjallajökli og nærsveitum Lögreglan á Hvolsvelli vill koma því áleiðis til þeirra sem eru á ferð um Suðurland að hvasst er á öllu svæðinu og lítið ferðaveður. 23.3.2010 14:07 Gosið í allri sinni dýrð - myndir Í meðfylgjandi myndasafni má sjá úrval þeirra mynda sem teknar hafa verið af eldgosinu á Fimmvörðuhálsi. Fremstu myndirnar í safninu eru teknar í ferð fjögurra vélsleðamanna sem komust ótrúlega nálægt gosinu í gær en þeir voru í um 200 metra fjarlægð frá gosstöðinni. 23.3.2010 14:00 Skipa bönkunum að lána meira Breska fjármálaráðuneytið ætlar að skipa LLoyds bankasamsteypunni og Royal Bank of Scotland að lána breskum fyrirtækjum og almenningi að minnsta kosti 80 milljarða sterlingspunda á næstu tólf mánuðum. 23.3.2010 13:55 Erill í Vestmannaeyjum Nokkur erill var hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum um helgina. Þó nokkuð þurfti að aðstoða fólk sökum ölvunarástands þess. Þá þurfti að flytja fólk á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja vegna áverka eftir byltur. Eitthvað var um kvartanir vegna ónæðis, bæði vegna hávaða frá heimahúsum og hávaða utan dyra. 23.3.2010 13:54 Hættulegar púslmottur innkallaðar Hagkaup innkallar hér með vegna galla púslmottur úr frauðplasti fyrir 3ja ára og yngri. Um er að ræða púslmottu með Disney Princess ( Mat No 22373) sem er skrikamerkt nr. 6 8755422373 6. 23.3.2010 13:49 Margrét framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Margrét Steinarsdóttir lögfræðingur hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands. Tekur hún við af Guðrúnu Dögg Guðmundsdóttur mannréttindafræðingi, sem gegnt hefur stöðunni sl. 6 ár. 23.3.2010 13:23 Jóhanna: Algjörlega óskiljanleg ákvörðun hjá SA Forsætisráðherra ætlar að hitta forystu Samtaka atvinnulífsins (SA) klukkan eitt í dag. Þetta kom fram eftir ríkisstjórnarfund í morgun. Þar lýsti Jóhanna yfir vonbrigðum með þá ákvörðun SA að segja upp stöðugleikasáttmálanum vegna skötuselsmálsins. 23.3.2010 12:41 Vilja banna auglýsingar á óáfengum samheitadrykkjum Bannað verður að auglýsa óáfenga drykki sem bera sama nafn og áfengir drykkir samkvæmt frumvarpi sem nú hefur lagt fram á Alþingi. Flutningsmenn eru Ögmundur Jónasson og Þuríður Backman. 23.3.2010 12:24 Jónmundur: Upphæðin gæti verið hærri Samtals nema þeir styrkir til Sjálfstæðisflokksins þar sem nöfn styrkveitanda eru hulin leynd samtals 136 milljónum króna, en flokkurinn birti á heimasíðu sinni í gær yfirlit yfir beina styrki til flokksins frá fyrirtækjum og einstaklingum árin 2002-2006. 23.3.2010 12:15 Dæmdur fyrir að stela rotþró og falsa kvittun Tæplega fertugur karlmaður frá Selfossi var dæmdur í morgun í Héraðsdómi Suðurlands fyrir að stela rotþró frá sumarbústaði í Grímsnesi og falsa kvittun úr Byko. 23.3.2010 12:11 Ráðherrar eru ekki auglýsingaskilti Matvælaráðherra Danmerkur á í nokkrum vanda eftir að mynd af honum birtist í auglýsingu frá Superbest verslanakeðjunni. 23.3.2010 11:43 -Ég hlýddi bara fyrirskipunum Áttatíu og átta ára gamall nazisti hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi í Þýskalandi fyrir að myrða þrjá óbreytta borgara í Hollandi árið 1944. 23.3.2010 11:04 Samtök atvinnulífsins boða til blaðamannafundar Samtök atvinnulífsins boða til blaðamannafundar kl. 14 í dag á skrifstofu SA - Borgartúni 35 - 5. hæð í Húsi atvinnulífsins. 23.3.2010 10:43 Vilja hleypa ferðamönnum að gosinu „Það gengur vel, núna erum við að skoða aðgengi ferðmanna að svæðinu og hvernig má gera það betra,“ segir Víðir Reynisson, deildarstjóri almannavarna, en stefnt er að því að hleypa ferðamönnum nálægt gosinu til þess að skoða það. Ef öryggið verður tryggt þá er það mögulegt að sögn Víðis. 23.3.2010 10:27 Sjúkraliðar mótmæla óþolandi vinnuálagi Fjölmennur fundur sjúkraliða á Landspítala sem haldinn var í BSRB húsinu í gær mótmælti harðlega óþolandi vinnuálagi og undirmönnun á öllum deildum Landspítala háskólasjúkrahúss. Þetta kom fram í ályktun sem samþykkt var á fundinum. Þar segir ennfremur að álagið valdi starfsmönnum óbætanlegu heilsuleysi, kvíða og vaxandi óöryggi í starfi. Forstjóri LSH og landlæknir sátu fundinn. 23.3.2010 09:59 Bretar reka ísraelskan diplomat úr landi Bretar ætla að reka ísraelskan diplomat úr landi vegna falsana á breskum vegabréfum sem notuð voru við morðið á háttsettum Hamas foringja í Dubai á dögunum. 23.3.2010 09:58 Listi Schindlers til sölu Síðasta eintakið í einkaeign af lista Schindlers er til sölu. Ásett verð er yfir 270 milljónir króna. 23.3.2010 09:47 Bruninn í Batteríinu - myndir Ljósmyndari Fréttablaðsins Vilhelm Gunnarsson var á vettvangi í Hafnarstrætinu í morgun þegar slökkviliðsmenn börðust við eldsvoða á skemmtistaðnum Batterínu. Húsið er stórskemmt og sennilegast ónýtt eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. 23.3.2010 09:31 Netanyahu segir Ísraela í fullum rétti í Jerúsalem Benjamín Netanyahu forsætisráðherra Ísraels segir að Ísraelar eigi fullan rétt á að byggja hús í Jerúsalem. Þetta kom fram í ræðu sem hann hélt fyrir stuðningsmenn Ísraels í Bandaríkjunum en þar er hann staddur. Ráðherrann sagði að Jerúsalem væri ekki landnemabyggð, heldur væri um að ræða höfuðborg Ísraela. 23.3.2010 08:50 Sarkozy stokkar upp eftir kosningaósigur Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti hefur gert breytingar á ríkisstjórn sinni í kjölfar ósigurs í héraðskosningunum um liðna helgi. 23.3.2010 08:42 Tólf stútar teknir úr umferð Tólf ökumenn voru teknir úr umferð á höfuðborgarsvæðinu um helgina fyrir að aka undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. 23.3.2010 08:14 Aftakaveður í nótt - 50 metrar á sekúndu Aftakaveður var í Mýrdal í gærkvöldi og fram á nótt. Þakplötur fuku af húsum á þremur bæjum og var björgunarsveitin Víkverji kölluð út til aðstoðar við mjög erfiðar aðstæður. 23.3.2010 08:10 Lítið sást af gosinu í nótt Gosóróinn undir Fimmvörðuhálsi er hættur að aukast nema hvað af og til bætir aðeins í hann, en svo hjaðnar hann aftur. Einhverjar gufusprengingar urðu í gærkvöldi, líkt og í gærmorgun, og fór strókurinn þá upp í nokkurra kílómetra hæð. 23.3.2010 07:11 Eldsvoði í miðbænum: Batteríið brann Eldur kom upp í gömlu húsi í miðborg Reykjavíkur sem hýsir meðal annars skemmtistaðinn Batteríið í Hafnarstræti. Allt tiltækt lið slökkviliðsins var kallað á vettvang og er húsið mikið skemmt. Reykkafarar fóru inn í húsið og reyndist það mannlaust. Slökkviliðinu tókst að koma í veg fyrir að eldurinn læsti sig í nærliggjandi hús en mörg sögufræg hús eru á svæðinu á borð við Gauk á Stöng, Kaffi Reykjavík og Fálkahúsið. 23.3.2010 06:56 Minnihluti vill slaka á umhverfiskröfum Meirihluti þeirra sem afstöðu tóku í skoðanakönnun Fréttablaðsins er andsnúinn því að slaka á kröfum um umhverfisvernd til að greiða fyrir nýjum stóriðjuframkvæmdum. 23.3.2010 06:30 Katla er ekki vöknuð þrátt fyrir lætin Hraunrennsli jókst í eldgosinu í Eyjafjallajökli í gær og er skjálftavirkni meiri undir kvöld en áður. Gossprungan er um fimm hundruð metrar að lengd og hefur ekki stækkað. Upp úr henni standa nokkrir tæplega tvö hundruð metra háir gosstrókar. „Þótt þetta sé ekki stórgos þá hefur það færst í aukana og órói vaxið. Meira berst af kviku undan yfirborðinu,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. 23.3.2010 06:00 Þótti millifærslur Hauks ólógískar Báðir fyrrverandi bankastjórar Landsbankans báru vitni fyrir dóminum í gær. Halldór J. Kristjánsson gaf símaskýrslu frá Edmonton í Kanada og Sigurjón Þ. Árnason mætti á staðinn. 23.3.2010 06:00 Sagði Elínu ekkert þrátt fyrir tvo fundi Haukur Þór Haraldsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Landsbankans, sem ákærður er fyrir fjárdrátt, segir ákæruna algjörlega tilefnislausa. Þetta kom fram við aðalmeðferð í málinu í gær. 23.3.2010 06:00 Skar mann á háls með brotinni bjórkrús Rúmlega tvítugur karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til næstkomandi föstudags eftir að hann skar annan mann á háls með brotinni bjórkrús um helgina. 23.3.2010 05:30 Hvorki vopn né hermenn fylgja starfseminni Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir fulla ástæðu til að taka hugmyndum hollenska fyrirtækisins E.C.A. Program með jákvæðu hugarfari. E.C.A. er einkarekið hernaðarfyrirtæki sem vill koma upp einkareknum flota vopnlausra orrustuþotna á Keflavíkurflugvelli. 23.3.2010 05:30 Handtekur fólk ef það neitar að fara Afar mikilvægt er að fólk hlýði fyrirmælum lögreglu um að yfirgefa hættusvæði, segir Sveinn K. Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli. Komi til þess að bjarga þurfi fólki sem tekur óþarfa áhættu, hefur fólkið ekki bara sett sig og sína í hættu, heldur björgunarmennina líka. Lögreglan á Hvolsvelli handtekur fólk sem ekki hlýðir þessum fyrirmælum, enda eru mannslíf í húfi. Gossvæði flokkist vitanlega undir hættusvæði. 23.3.2010 04:30 Dagsektir vegna hættu af brunahúsi Borgarráð hefur samþykkt að gefa eiganda Baldursgötu 32 þrjátíu daga lokafrest til að fjarlægja húsið sem skemmdist í eldi á fyrri hluta árs 2008. 23.3.2010 04:30 Bretar fylgjast grannt með gosinu í Eyjafjallajökli Röskun varð ekki á farþegaflugi af völdum gossins í Eyjafjallajökli í gær ef frá eru taldar tafir í skamman tíma á millilandaflugi um morguninn. Aðeins er heimilt að fljúga í átta þúsund feta hæð yfir gossvæðinu og innan ákveðinna marka. 23.3.2010 04:15 Gætu opnað kaffi-hús fyrir ferðamenn Mikill straumur ferðamanna hefur verið inn Fljótshlíðina eftir að fréttir bárust af gosinu. Svo mikill að heimilisfólki á bæjunum er hætt að standa á sama. 23.3.2010 04:15 Tækin í TF-SIF TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, hefur nýst jarðeðlisfræðingum sem öðrum vel við rannsóknir á gossvæðinu á Eyjafjallajökli. 23.3.2010 04:15 Prestar og nunnur undir grun Fjórir prestar og tvær nunnur í biskupsdæminu í Regensburg í Þýskalandi sæta rannsókn vegna gruns um kynferðisofbeldi. Biskupsdæmið hóf rannsóknina í byrjun mánaðarins eftir að rúmlega 300 fyrrverandi nemendur tilkynntu að þeir hefðu orðið fyrir kynferðisofbeldi í Regensburg. 23.3.2010 04:15 Allir í viðbragðsstöðu „Það eru allir í viðbragðsstöðu,“ sagði Agnar Már Agnarsson, bóndi í Hallgeirseyjarhjáleigu í Austur-Landeyjum, þegar Fréttablaðið spurði hann um búfjárhald nærri gosstöðvunum. 23.3.2010 04:00 Einkenni flúoreitrunar í dýrum Hætta á flúoreitrun er meiri af gosum úr Eyjafjallajökli en Kötlu. Í jöklinum er berg svipað og á Heklusvæðinu, sem er með þrefalt magn af flúor. Svo segir Sigurður Sigurðarson dýralæknir í samantekt um áhrif eldgosa á dýr. Hér á eftir fara fróðleikspunktar úr samantektinni. 23.3.2010 04:00 Endurskapa vinnumarkað Stefnt er að sameiningu Vinnueftirlits ríkisins og Vinnumálastofnunar undir merkjum Vinnumarkaðsstofnunar um áramót. Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra, kynnti áformin í gærmorgun. 23.3.2010 03:45 Bjarni Harðar í 2. sæti hjá VG í Árborg Bjarni Harðarson, fyrrverandi þingmaður, skipar annað sætið á framboðslista Vinstri grænna í Árborg vegna bæjarstjórnarkosninganna í maí. Bjarni var kjörinn á þing fyrir Framsóknarflokkinn í kosningunum 2007 en hann sagði af sér þingmennsku haustið 2008 í kjölfar þess að tölvupóstur þar sem hann hjólaði í Valgerði Sverrisdóttur fór óvart á fjölmiðla. Í aðdraganda þingkosninganna 2009 stofnaði Bjarni nýtt framboð L-lista fullveldissina sem dró síðar framboð sitt til baka. 22.3.2010 23:40 Hittir Benedikt páfa í vikunni Pétur Bürcher Reykjavíkurbiskup hittir Benedikt páfa í Vatíkaninu í Róm síðar vikunni. Pétur mun eiga með honum fund þar sem gefur páfa skýrslu um starf kaþólsku kirkjunnar hér á landi. Slíkir fundir eru haldnir að jafnaði á fimm ára fresti, að sögn séra Patreks Breen. Sjö ár eru þó síðan að biskup kaþólikka hér landi hitti páfa. Vegna heilsuleysis Jóhannesar páfa þurfti að fresta fundi á sínum tíma. 22.3.2010 21:34 Sjá næstu 50 fréttir
Fimm ára slapp frá krókódíl Fimm ára gömul áströlsk stelpa slapp með djúpan skurð á fæti frá saltsvatnskrókódíl þar sem hún var á sundi undan norðurströnd landsins um síðustu helgi. 23.3.2010 15:31
Enga hófsemi hér Herskáir áhangendur al-Kaida í Sómalíu hafa grafið upp jarðneskar leifar múslimaklerks til þess að hindra almenning í að biðja við gröf hans. 23.3.2010 14:40
Skötuselsfrumvarpið kornið sem fyllti mælinn Vilhjálmur Egilsson, formaður Samtaka atvinnulífsins (SA) segir að samþykkt skötuselsfrumvarpsins á Alþingi í gær hafi verið kornið sem fyllti mælinn, því hafi samtökin sagt sig frá stöðugleikasáttmálanum. Ríkisstjórnin sendi sjálf frá sér yfirlýsingu í dag þar sem áréttað var að ekkert kæmi fram í sáttmálanum er varðar skötuselsfrumvarpið. Þá sagðist ríkisstjórnin ekki sammála því að stöðugleiksáttmálinn væri brostinn. Því hygðist hún vinna áfram í anda sáttámálans. 23.3.2010 14:38
Ríkisstjórnin undrandi og vonsvikin vegna skötuselsmálsins Ríkisstjórnin lýsir vonbrigðum sínum og undrun með yfirlýsingar Samtaka atvinnulífsins varðandi stöðugleikasáttmálann í tilkynningu sem ríkisstjórnin sendi frá sér. 23.3.2010 14:12
Gríðarlegar vindhviður nærri Eyjafjallajökli og nærsveitum Lögreglan á Hvolsvelli vill koma því áleiðis til þeirra sem eru á ferð um Suðurland að hvasst er á öllu svæðinu og lítið ferðaveður. 23.3.2010 14:07
Gosið í allri sinni dýrð - myndir Í meðfylgjandi myndasafni má sjá úrval þeirra mynda sem teknar hafa verið af eldgosinu á Fimmvörðuhálsi. Fremstu myndirnar í safninu eru teknar í ferð fjögurra vélsleðamanna sem komust ótrúlega nálægt gosinu í gær en þeir voru í um 200 metra fjarlægð frá gosstöðinni. 23.3.2010 14:00
Skipa bönkunum að lána meira Breska fjármálaráðuneytið ætlar að skipa LLoyds bankasamsteypunni og Royal Bank of Scotland að lána breskum fyrirtækjum og almenningi að minnsta kosti 80 milljarða sterlingspunda á næstu tólf mánuðum. 23.3.2010 13:55
Erill í Vestmannaeyjum Nokkur erill var hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum um helgina. Þó nokkuð þurfti að aðstoða fólk sökum ölvunarástands þess. Þá þurfti að flytja fólk á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja vegna áverka eftir byltur. Eitthvað var um kvartanir vegna ónæðis, bæði vegna hávaða frá heimahúsum og hávaða utan dyra. 23.3.2010 13:54
Hættulegar púslmottur innkallaðar Hagkaup innkallar hér með vegna galla púslmottur úr frauðplasti fyrir 3ja ára og yngri. Um er að ræða púslmottu með Disney Princess ( Mat No 22373) sem er skrikamerkt nr. 6 8755422373 6. 23.3.2010 13:49
Margrét framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Margrét Steinarsdóttir lögfræðingur hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands. Tekur hún við af Guðrúnu Dögg Guðmundsdóttur mannréttindafræðingi, sem gegnt hefur stöðunni sl. 6 ár. 23.3.2010 13:23
Jóhanna: Algjörlega óskiljanleg ákvörðun hjá SA Forsætisráðherra ætlar að hitta forystu Samtaka atvinnulífsins (SA) klukkan eitt í dag. Þetta kom fram eftir ríkisstjórnarfund í morgun. Þar lýsti Jóhanna yfir vonbrigðum með þá ákvörðun SA að segja upp stöðugleikasáttmálanum vegna skötuselsmálsins. 23.3.2010 12:41
Vilja banna auglýsingar á óáfengum samheitadrykkjum Bannað verður að auglýsa óáfenga drykki sem bera sama nafn og áfengir drykkir samkvæmt frumvarpi sem nú hefur lagt fram á Alþingi. Flutningsmenn eru Ögmundur Jónasson og Þuríður Backman. 23.3.2010 12:24
Jónmundur: Upphæðin gæti verið hærri Samtals nema þeir styrkir til Sjálfstæðisflokksins þar sem nöfn styrkveitanda eru hulin leynd samtals 136 milljónum króna, en flokkurinn birti á heimasíðu sinni í gær yfirlit yfir beina styrki til flokksins frá fyrirtækjum og einstaklingum árin 2002-2006. 23.3.2010 12:15
Dæmdur fyrir að stela rotþró og falsa kvittun Tæplega fertugur karlmaður frá Selfossi var dæmdur í morgun í Héraðsdómi Suðurlands fyrir að stela rotþró frá sumarbústaði í Grímsnesi og falsa kvittun úr Byko. 23.3.2010 12:11
Ráðherrar eru ekki auglýsingaskilti Matvælaráðherra Danmerkur á í nokkrum vanda eftir að mynd af honum birtist í auglýsingu frá Superbest verslanakeðjunni. 23.3.2010 11:43
-Ég hlýddi bara fyrirskipunum Áttatíu og átta ára gamall nazisti hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi í Þýskalandi fyrir að myrða þrjá óbreytta borgara í Hollandi árið 1944. 23.3.2010 11:04
Samtök atvinnulífsins boða til blaðamannafundar Samtök atvinnulífsins boða til blaðamannafundar kl. 14 í dag á skrifstofu SA - Borgartúni 35 - 5. hæð í Húsi atvinnulífsins. 23.3.2010 10:43
Vilja hleypa ferðamönnum að gosinu „Það gengur vel, núna erum við að skoða aðgengi ferðmanna að svæðinu og hvernig má gera það betra,“ segir Víðir Reynisson, deildarstjóri almannavarna, en stefnt er að því að hleypa ferðamönnum nálægt gosinu til þess að skoða það. Ef öryggið verður tryggt þá er það mögulegt að sögn Víðis. 23.3.2010 10:27
Sjúkraliðar mótmæla óþolandi vinnuálagi Fjölmennur fundur sjúkraliða á Landspítala sem haldinn var í BSRB húsinu í gær mótmælti harðlega óþolandi vinnuálagi og undirmönnun á öllum deildum Landspítala háskólasjúkrahúss. Þetta kom fram í ályktun sem samþykkt var á fundinum. Þar segir ennfremur að álagið valdi starfsmönnum óbætanlegu heilsuleysi, kvíða og vaxandi óöryggi í starfi. Forstjóri LSH og landlæknir sátu fundinn. 23.3.2010 09:59
Bretar reka ísraelskan diplomat úr landi Bretar ætla að reka ísraelskan diplomat úr landi vegna falsana á breskum vegabréfum sem notuð voru við morðið á háttsettum Hamas foringja í Dubai á dögunum. 23.3.2010 09:58
Listi Schindlers til sölu Síðasta eintakið í einkaeign af lista Schindlers er til sölu. Ásett verð er yfir 270 milljónir króna. 23.3.2010 09:47
Bruninn í Batteríinu - myndir Ljósmyndari Fréttablaðsins Vilhelm Gunnarsson var á vettvangi í Hafnarstrætinu í morgun þegar slökkviliðsmenn börðust við eldsvoða á skemmtistaðnum Batterínu. Húsið er stórskemmt og sennilegast ónýtt eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. 23.3.2010 09:31
Netanyahu segir Ísraela í fullum rétti í Jerúsalem Benjamín Netanyahu forsætisráðherra Ísraels segir að Ísraelar eigi fullan rétt á að byggja hús í Jerúsalem. Þetta kom fram í ræðu sem hann hélt fyrir stuðningsmenn Ísraels í Bandaríkjunum en þar er hann staddur. Ráðherrann sagði að Jerúsalem væri ekki landnemabyggð, heldur væri um að ræða höfuðborg Ísraela. 23.3.2010 08:50
Sarkozy stokkar upp eftir kosningaósigur Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti hefur gert breytingar á ríkisstjórn sinni í kjölfar ósigurs í héraðskosningunum um liðna helgi. 23.3.2010 08:42
Tólf stútar teknir úr umferð Tólf ökumenn voru teknir úr umferð á höfuðborgarsvæðinu um helgina fyrir að aka undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. 23.3.2010 08:14
Aftakaveður í nótt - 50 metrar á sekúndu Aftakaveður var í Mýrdal í gærkvöldi og fram á nótt. Þakplötur fuku af húsum á þremur bæjum og var björgunarsveitin Víkverji kölluð út til aðstoðar við mjög erfiðar aðstæður. 23.3.2010 08:10
Lítið sást af gosinu í nótt Gosóróinn undir Fimmvörðuhálsi er hættur að aukast nema hvað af og til bætir aðeins í hann, en svo hjaðnar hann aftur. Einhverjar gufusprengingar urðu í gærkvöldi, líkt og í gærmorgun, og fór strókurinn þá upp í nokkurra kílómetra hæð. 23.3.2010 07:11
Eldsvoði í miðbænum: Batteríið brann Eldur kom upp í gömlu húsi í miðborg Reykjavíkur sem hýsir meðal annars skemmtistaðinn Batteríið í Hafnarstræti. Allt tiltækt lið slökkviliðsins var kallað á vettvang og er húsið mikið skemmt. Reykkafarar fóru inn í húsið og reyndist það mannlaust. Slökkviliðinu tókst að koma í veg fyrir að eldurinn læsti sig í nærliggjandi hús en mörg sögufræg hús eru á svæðinu á borð við Gauk á Stöng, Kaffi Reykjavík og Fálkahúsið. 23.3.2010 06:56
Minnihluti vill slaka á umhverfiskröfum Meirihluti þeirra sem afstöðu tóku í skoðanakönnun Fréttablaðsins er andsnúinn því að slaka á kröfum um umhverfisvernd til að greiða fyrir nýjum stóriðjuframkvæmdum. 23.3.2010 06:30
Katla er ekki vöknuð þrátt fyrir lætin Hraunrennsli jókst í eldgosinu í Eyjafjallajökli í gær og er skjálftavirkni meiri undir kvöld en áður. Gossprungan er um fimm hundruð metrar að lengd og hefur ekki stækkað. Upp úr henni standa nokkrir tæplega tvö hundruð metra háir gosstrókar. „Þótt þetta sé ekki stórgos þá hefur það færst í aukana og órói vaxið. Meira berst af kviku undan yfirborðinu,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. 23.3.2010 06:00
Þótti millifærslur Hauks ólógískar Báðir fyrrverandi bankastjórar Landsbankans báru vitni fyrir dóminum í gær. Halldór J. Kristjánsson gaf símaskýrslu frá Edmonton í Kanada og Sigurjón Þ. Árnason mætti á staðinn. 23.3.2010 06:00
Sagði Elínu ekkert þrátt fyrir tvo fundi Haukur Þór Haraldsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Landsbankans, sem ákærður er fyrir fjárdrátt, segir ákæruna algjörlega tilefnislausa. Þetta kom fram við aðalmeðferð í málinu í gær. 23.3.2010 06:00
Skar mann á háls með brotinni bjórkrús Rúmlega tvítugur karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til næstkomandi föstudags eftir að hann skar annan mann á háls með brotinni bjórkrús um helgina. 23.3.2010 05:30
Hvorki vopn né hermenn fylgja starfseminni Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir fulla ástæðu til að taka hugmyndum hollenska fyrirtækisins E.C.A. Program með jákvæðu hugarfari. E.C.A. er einkarekið hernaðarfyrirtæki sem vill koma upp einkareknum flota vopnlausra orrustuþotna á Keflavíkurflugvelli. 23.3.2010 05:30
Handtekur fólk ef það neitar að fara Afar mikilvægt er að fólk hlýði fyrirmælum lögreglu um að yfirgefa hættusvæði, segir Sveinn K. Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli. Komi til þess að bjarga þurfi fólki sem tekur óþarfa áhættu, hefur fólkið ekki bara sett sig og sína í hættu, heldur björgunarmennina líka. Lögreglan á Hvolsvelli handtekur fólk sem ekki hlýðir þessum fyrirmælum, enda eru mannslíf í húfi. Gossvæði flokkist vitanlega undir hættusvæði. 23.3.2010 04:30
Dagsektir vegna hættu af brunahúsi Borgarráð hefur samþykkt að gefa eiganda Baldursgötu 32 þrjátíu daga lokafrest til að fjarlægja húsið sem skemmdist í eldi á fyrri hluta árs 2008. 23.3.2010 04:30
Bretar fylgjast grannt með gosinu í Eyjafjallajökli Röskun varð ekki á farþegaflugi af völdum gossins í Eyjafjallajökli í gær ef frá eru taldar tafir í skamman tíma á millilandaflugi um morguninn. Aðeins er heimilt að fljúga í átta þúsund feta hæð yfir gossvæðinu og innan ákveðinna marka. 23.3.2010 04:15
Gætu opnað kaffi-hús fyrir ferðamenn Mikill straumur ferðamanna hefur verið inn Fljótshlíðina eftir að fréttir bárust af gosinu. Svo mikill að heimilisfólki á bæjunum er hætt að standa á sama. 23.3.2010 04:15
Tækin í TF-SIF TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, hefur nýst jarðeðlisfræðingum sem öðrum vel við rannsóknir á gossvæðinu á Eyjafjallajökli. 23.3.2010 04:15
Prestar og nunnur undir grun Fjórir prestar og tvær nunnur í biskupsdæminu í Regensburg í Þýskalandi sæta rannsókn vegna gruns um kynferðisofbeldi. Biskupsdæmið hóf rannsóknina í byrjun mánaðarins eftir að rúmlega 300 fyrrverandi nemendur tilkynntu að þeir hefðu orðið fyrir kynferðisofbeldi í Regensburg. 23.3.2010 04:15
Allir í viðbragðsstöðu „Það eru allir í viðbragðsstöðu,“ sagði Agnar Már Agnarsson, bóndi í Hallgeirseyjarhjáleigu í Austur-Landeyjum, þegar Fréttablaðið spurði hann um búfjárhald nærri gosstöðvunum. 23.3.2010 04:00
Einkenni flúoreitrunar í dýrum Hætta á flúoreitrun er meiri af gosum úr Eyjafjallajökli en Kötlu. Í jöklinum er berg svipað og á Heklusvæðinu, sem er með þrefalt magn af flúor. Svo segir Sigurður Sigurðarson dýralæknir í samantekt um áhrif eldgosa á dýr. Hér á eftir fara fróðleikspunktar úr samantektinni. 23.3.2010 04:00
Endurskapa vinnumarkað Stefnt er að sameiningu Vinnueftirlits ríkisins og Vinnumálastofnunar undir merkjum Vinnumarkaðsstofnunar um áramót. Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra, kynnti áformin í gærmorgun. 23.3.2010 03:45
Bjarni Harðar í 2. sæti hjá VG í Árborg Bjarni Harðarson, fyrrverandi þingmaður, skipar annað sætið á framboðslista Vinstri grænna í Árborg vegna bæjarstjórnarkosninganna í maí. Bjarni var kjörinn á þing fyrir Framsóknarflokkinn í kosningunum 2007 en hann sagði af sér þingmennsku haustið 2008 í kjölfar þess að tölvupóstur þar sem hann hjólaði í Valgerði Sverrisdóttur fór óvart á fjölmiðla. Í aðdraganda þingkosninganna 2009 stofnaði Bjarni nýtt framboð L-lista fullveldissina sem dró síðar framboð sitt til baka. 22.3.2010 23:40
Hittir Benedikt páfa í vikunni Pétur Bürcher Reykjavíkurbiskup hittir Benedikt páfa í Vatíkaninu í Róm síðar vikunni. Pétur mun eiga með honum fund þar sem gefur páfa skýrslu um starf kaþólsku kirkjunnar hér á landi. Slíkir fundir eru haldnir að jafnaði á fimm ára fresti, að sögn séra Patreks Breen. Sjö ár eru þó síðan að biskup kaþólikka hér landi hitti páfa. Vegna heilsuleysis Jóhannesar páfa þurfti að fresta fundi á sínum tíma. 22.3.2010 21:34