Erlent

Skipa bönkunum að lána meira

Óli Tynes skrifar
London City
London City

Breska fjármálaráðuneytið ætlar að skipa LLoyds bankasamsteypunni og Royal Bank of Scotland að lána breskum fyrirtækjum og almenningi að minnsta kosti 80 milljarða sterlingspunda á næstu tólf mánuðum.

Það eru um 15.340 milljarðar íslenskra króna. Báðir bankarnir fengu á sínum tíma stuðning frá ríkinu. Væntanlega verður tilkynnt um þessi fyrirmæli opinberlega á morgun þegar Alistair Darling kynnir fjárlögin fyrir næsta ár. Vonast er til að þetta hjálpi til við að sparka atvinnulífinu í gang.

Á síðasta ári náðu bankarnir ekki að uppfylla lánakvóta sinn til fyrirtækja. Þeir segja að það sé ekki þeim að kenna því eftirsóknin eftir lánsfé hafi bara ekki vera meiri.

Mark Kleinman viðskiptaritstjóri Sky fréttastofunnar segir að þarna hljóti að vera eitthvað sambandsleysi. Undanfarna tólf mánuði hafi fjölmiðlar verið uppfullir af fréttum af forstjórum lítilla og meðalstórra fyrirtækja sem kvörtuðu undan skorti á rekstrarlánsfé.

Það muni væntanlega koma í ljós fljótlega hvort tilskipun fjármálaráðuneytisins leiðrétti þessa stöðu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×