Erlent

Fimm ára slapp frá krókódíl

Óli Tynes skrifar
Hvert fór  kvöldmaturinn minn?
Hvert fór kvöldmaturinn minn?

Fimm ára gömul áströlsk stelpa slapp með djúpan skurð á fæti frá saltsvatnskrókódíl þar sem hún var á sundi undan norðurströnd landsins um síðustu helgi.

Þetta er önnur árás saltvatnskrókódíls í Ástralíu á innan við mánuði. Fullorðinn froskkafari barðist upp á líf og dauða við krókódíl fyrir skömmu. Hann hlaut bit á höfði, öxl og handlegg, en tókst að komast undan.

Saltvatnskrókódílar geta orðið allt að sjö metra langir og yfir eitt tonn að þyngd. Þeir drepa að meðaltali tvær manneskjur á ári í Ástralíu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×