Katla er ekki vöknuð þrátt fyrir lætin 23. mars 2010 06:00 Magnús Tumi Guðmundsson. Mynd/Stefán Karlsson Hraunrennsli jókst í eldgosinu í Eyjafjallajökli í gær og er skjálftavirkni meiri undir kvöld en áður. Gossprungan er um fimm hundruð metrar að lengd og hefur ekki stækkað. Upp úr henni standa nokkrir tæplega tvö hundruð metra háir gosstrókar. „Þótt þetta sé ekki stórgos þá hefur það færst í aukana og órói vaxið. Meira berst af kviku undan yfirborðinu," segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Nýtt hraun úr gosinu þakti um hundrað fermetra svæði á Eyjafjallajökli á sunnudagskvöld en um fjögur hundruð fermetra í gær. Hraun rann niður í Hrunagil austan við gönguleiðina á Fimmvörðuhálsi og var komið að Heljarkambi í gær. Kristín Vogfjörð, jarðskjálftafræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir aukinn óróa á jarðskjálftamælum merki um meira hraunrennsli. Engar vísbendingar eru skjálftavirkni í Kötlu. Mest er um litla skjálfta að ræða, í kringum eitt til 1,5 stig á Richter. Mest fór skjálftavirknin í rúm tvö stig á mælum. „Þetta hefur gengið á með rokum í tvo daga, virknin rýkur upp og dettur svo niður. Við höfum haft auga með Kötlu í nokkur ár en hún er ekki farin að bæra á sér," segir Kristín, sem flaug í fyrsta sinn yfir gosstöðvarnar í um þriggja klukkustunda ferð með TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, um eittleytið í gær. Hún segir nýlegan tækjabúnað Landhelgisgæslunnar hafa nýst vel í gær enda mjög skýjað á gossvæðinu og því hafi lítið sést af hraunflæðinu nema stöku gloppur. Með tækjabúnaðinum hafi verið mögulegt að sjá betur stærðina á hrauninu þrátt fyrir slæmt skyggni. - jab Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Sjá meira
Hraunrennsli jókst í eldgosinu í Eyjafjallajökli í gær og er skjálftavirkni meiri undir kvöld en áður. Gossprungan er um fimm hundruð metrar að lengd og hefur ekki stækkað. Upp úr henni standa nokkrir tæplega tvö hundruð metra háir gosstrókar. „Þótt þetta sé ekki stórgos þá hefur það færst í aukana og órói vaxið. Meira berst af kviku undan yfirborðinu," segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Nýtt hraun úr gosinu þakti um hundrað fermetra svæði á Eyjafjallajökli á sunnudagskvöld en um fjögur hundruð fermetra í gær. Hraun rann niður í Hrunagil austan við gönguleiðina á Fimmvörðuhálsi og var komið að Heljarkambi í gær. Kristín Vogfjörð, jarðskjálftafræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir aukinn óróa á jarðskjálftamælum merki um meira hraunrennsli. Engar vísbendingar eru skjálftavirkni í Kötlu. Mest er um litla skjálfta að ræða, í kringum eitt til 1,5 stig á Richter. Mest fór skjálftavirknin í rúm tvö stig á mælum. „Þetta hefur gengið á með rokum í tvo daga, virknin rýkur upp og dettur svo niður. Við höfum haft auga með Kötlu í nokkur ár en hún er ekki farin að bæra á sér," segir Kristín, sem flaug í fyrsta sinn yfir gosstöðvarnar í um þriggja klukkustunda ferð með TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, um eittleytið í gær. Hún segir nýlegan tækjabúnað Landhelgisgæslunnar hafa nýst vel í gær enda mjög skýjað á gossvæðinu og því hafi lítið sést af hraunflæðinu nema stöku gloppur. Með tækjabúnaðinum hafi verið mögulegt að sjá betur stærðina á hrauninu þrátt fyrir slæmt skyggni. - jab
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Sjá meira