Erlent

Netanyahu segir Ísraela í fullum rétti í Jerúsalem

Benjamín Netanyahu forsætisráðherra Ísraels segir að Ísraelar eigi fullan rétt á að byggja hús í Jerúsalem. Þetta kom fram í ræðu sem hann hélt fyrir stuðningsmenn Ísraels í Bandaríkjunum en þar er hann staddur. Ráðherrann sagði að Jerúsalem væri ekki landnemabyggð, heldur væri um að ræða höfuðborg Ísraela.

Hann minntist þó ekki sérstaklega á þær fyrirætlanir að byrggja 1600 nýjar íbúðir í borginni en Bandarísk stjórnvöld hafa gagnrýnt þá ákvörðun harðlega.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×