Erlent

Ráðherrar eru ekki auglýsingaskilti

Óli Tynes skrifar
Auglýsingin umdeilda.
Auglýsingin umdeilda.
Matvælaráðherra Danmerkur á í nokkrum vanda eftir að mynd af honum birtist í auglýsingu frá Superbest verslanakeðjunni.

Vandi hans felst í því að hann sér ekkert athugavert við auglýsinguna. Það gerir aftur á móti Lars Lökke forsætisráðherra.

Þegar hann var spurður um málið á blaðamannafundi sagði Lökke að sér skildist að Henrik Höegh hafi verið að afhenda verðlaun sem danska Lýðheilsustofnunin hafi staðið fyrir. Það sé í fínu lagi.

Það sé hinsvegar ekki í fínu lagi að viðkomandi verslun noti svo mynd af ráðherranum í auglýsingu. Lökke ætlast til þess að verslunin fjarlægi myndina.

Aðspurður um þau orð Höeghs að hann sjái ekkert athugavert við auglýsinguna sagði Lökke;

-Þar vil ég tala mjög skýrt. Ráðherrar eiga ekki að vera auglýsingaskilti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×