Erlent

Bretar reka ísraelskan diplomat úr landi

Óli Tynes skrifar
Fölsuðu bresku vegabréfin.
Fölsuðu bresku vegabréfin.

Bretar ætla að reka ísraelskan diplomat úr landi vegna falsana á breskum vegabréfum sem notuð voru við morðið á háttsettum Hamas foringja í Dubai á dögunum.

Ísraelska leyniþjónustan Mossad hefur verið sökuð um morðið. Sex meðlimir morðsveitarinnar eru sagðir hafa notað fölsuð bresk vegabréf til að komast inn í Dubai.

Tim Marshall fréttastjóri erlendra frétta hjá Sky fréttastofunni segir að bresk stjórnvöld telji sig hafa sannanir fyrir því að einhver deild ísraelskra stjórnvalda hafi falsað vegabréfin.

Brottvísun ísraelsks diplomats er því táknræn mótmæli við þessari hegðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×